Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

"En biðin er löng og ströng....."

Þessi lína úr lagi Bubba "Aldrei fór ég suður", lýsir því hvernig okkur Valsmönnum hefur liðið í 20 ár! Meira að segja erki-fjendurnir og hálf erkifjendurnir í KR & Fram hafa unnið titla á þessum tíma. Gott og vel, KR-ingarnir þurftu jú að bíða í 30 ár, og skil ég kannski smá hvernig að þeim var farið að líða. Hinsvegar finnst mér kaldhæðnislegt að maðurinn sem að gerði KR að meisturum 2002 & 2003 var látinn taka pokann sinn, þrátt fyrir góðan árángur. Hann er nú búinn að gera Val að Íslandsmeisturum!

En 20 ár, skrimtandi á bikartitlum og öðrum minni ómerkilegum dollum hefur ekki verið til að seðja hungrið sem að stórveldið hefur búið yfir. Það hefur verið erfitt að velta Dópsölunum (albeit löglegum) og málaliðaflokknum frá fimleikfélaginu af stalli, enda ekki skortur á fjármunum á þeim bænum. En alveg eins og með Chelsea & Real Madrid, það er ekki hægt að kaupa titla endalaust! Góð knattspyrna sigrar alltaf á endanum :)

Eins og það segir í laginu...."It's coming home, It's coming home, Football's coming home!"

Til hamingju Valsmenn (þ.m.t. ÉG) með titilinn! Og til hamingju KR, fyrir að halda ykkur uppi svo að við getum komið í Frostaskjólið á næsta ári og rasskellt ykkur aftur! (No offence Palli minn:))

 


Type...music-ing ?

Einhvern veginn virðast sumir leikara enda í því að vera "Typ-Castaðir", eða sérvaldir í að leika ákveðnar týpur og festast síðan í því.

Hinsvegar rakst ég á nokkuð sem að vakti forvitni mína! Lag sem að mér finnst vera "Type-Músíkað!" Ef svo er hægt að kalla ?

Alla veganna, er ég nú búinn að sjá þetta lag notað í 2ur kvikmyndum, þar sem að morð er framið, og lagið spilað undir! Lagið sem að um ræðir er "She Moved Through The Fair" (meira um lagið eftir smá).

Kvikmyndirnar sem að um ræðir eru "Michael Collins" og "Murder 19c: Detective Murdoch Mysteries" en sú seinni var einmitt í Ríkissjónvarpinu nú í kvöld, og var ég að horfa á hana með öðru auganu (þessu hálflokaða) samtímis með að hanga á netinu og lesa.

Ég er nokkuð viss um að einhver veginn hefur þetta lag verið notað oftar í bíómyndum við sama tilefni, enda á ferðinni rammekta írskur sorgarsöngur!

En svo að við snúum okkur að laginu sjálfu! Þetta lag hefur alltaf verið mér hjarta nær, alveg síðan að ég stundaði "Sunday Night Session" á "Foley's Irish Pub" í Köben á yngri árum. Uppruni lagsins er nokkuð óljós, en talið er að það hafi fyrst litið dagsins ljós á miðöldum á Írlandi. Það var hinsvegar árið 1909 að Padraic Colum & Herbert Hughes drógu það saman og komu með þann texta og lag sem að nú er einkennt við það. Þeir fengu einnig kredit fyrir að skrifa lag og texta, þar sem að allt nema síðasta versið var í sjálfu sér bara molar héðan og þaðan.

Sú útsetning sem að flestir ættu að þekkja lagið í, kemur hinsvegar frá árinu 1968, og eiga Fairport Convention heiður að henni.

Flestir Írskir tónlistarmenn hafa á einum eða öðrum tíma tekið þetta lag, hvort sem að það er á tónleikum eða á plötu, enda má segja að lagið sé eitt af sterkari menningararfleiðum Íra. (Ég ætti að vita, enda ekki mörg horn á Írlandi sem að ég hef ekki heyrt það)

Flottastur þykir mér þó flutningur Sinead O'Connor á laginu, enda hæfir tónlist og rödd hennar því einstaklega vel! Fyrir þá sem að eru veraldavanir og hafa eithvern tíman "Halað" ætti ekki að vera mikið mál að verða sér úti um þetta :)

Endilega hlustið á og njótið! (Læt textann fylgja með til gamans)

My young love said to me my mother won't mind
And my father won't slight you for your lack of kind
And she laid her hand on me and this she did say
It will not be long now 'til our wedding Day

And she went away from me, she moved through the fair
And fondly I watched her move here and move there
And then she went onward, just one star awake
Like the swan in the evening moves over the lake

The people were saying no two e'er were wed
But one had a sorrow that never was said
And I smiled as she passed with her goods and her gear
And that was the last that I saw of my dear

Last night she came to me, my dead love came in
So softly she came her feet made no din
And she laid her hand on me and this she did say
It will not be long now 'til our wedding day

 


Ég get bara látið mig dreyma...

images

Það eru 20 ár síðan að Valur varð seinast Íslandsmeistari í Knattspyrnu karla. Ef að lukkan og guðirnir eru með okkur má eigja titilinn þar til á laugardag. Hvort að þeim takist að leggja HK, sem að eru að berjast fyrir lífi sínu er svo annað mál.

Á hinum endanum eru erkifjendurnir í KR líka að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Mér þykir það að vissu leyti bagalegt, enda gaman að spila "Derby" leiki við þá, og svo er hann Jabbi góður strákur, þótt hann sé KR-ingur. Hvað hina KR-ingana varðar er mér slétt sama um þá :) 


Glæpur & Refsing

Fyrir einhver ykkar sem að vita, þá hef ég alltaf verið þeirrar skoðunar að refsingum við ákveðnum glæpum er sárlega ábótavant hér á landi. Refsiramminn er sérlega vannýttur og oft hlægilegt að sjá hvernig menn sleppa með smá slátt á hendina fyrir viðbjóðslegustu glæpi.

S.d. þýðir lífstíðardómur á Íslandi að menn sitji að hámarki 16 ár í fangelsi. Reyndin er hinsvegar að slíkum dómum er sjaldnast fullnægt.

16 ár kunna að hljóma sem langur tími, en í sumum tilvikum að mínu mati er það sumarfrí í samanburði við afleiðingar glæpsins.

Í öðrum tilvikum hinsvegar eru dómar og refsingar sem að þeim fylgja alveg út í hróa hött! Steli maður frá skattinum, er engu til sparað í að koma manni í fangelsisvist og útdeila fjársektum sem að engin mun nokkurn tíma geta borgað.

Ástæðan fyrir þessu að ég tipla á þessu, er að ef ekki er eitthvað í þessu gert, er alveg eins hætt við því að við færumst aftur í tímann, og almúginn taki sig til og fari að útdeila refsingum. Þess er ég ekki fylgismaður. En óneitanlega, getur sú staða komið upp.

lynching

Myndin hér að ofan er úr suðrríkjum Bandaríkjanna árið 1930. 10.000 óðir bæjarbúar brutust inn í fangelsi og fjarlægðu þessa 2 menn og hengdu. Þeir voru ásakaðir ásamt 3ja manni um að hafa nauðgað hvítri stúlku. (Þeir voru svartir) Þessi ljósmynd er almennt talinn ein af 100 sem að breytt hafa heiminum. Hún er sterk áminning um það að við höfum innst inni ekki breyst það mikið frá því að vera villimenn.


Maðkur í mysunni...

Af einhverjum völdum, þá hefur mér alltaf þótt vera furðuleg skítalykt af þessu máli! Ekki að hálfu McClaren, heldur 3 F-unum. FIA, F1 og Ferrari.

Ef að skoðuð er úttekt BBC á þessu kemur í ljós nokkrir áhugaverðir punktar í þessu.

Ekki hefur verið sannað að tækni Ferrrari hafi verið notuð í bílum McClaren.

Ekki hefur verið sannað að gögnin hafi nokkurn tíma í höndum nokkurs annars en Mike Coughlan.

Tölvupóstar og SMS-skeyti sem að voru "ný gögn" í málinu, gátu á engan hátt sannað að um njósnir hafi verið að ræða.

Þegar að Toyota var staðið að því að stela árið 2002, frá Ferrari n.b., kom FIA ekkert nálægt þeirri refsingu, málið var rekið sem einkamál.

Það er sérlega áhugavert í þessu öllu, að málið kom upp á yfirborðið í stöðunni þar sem að stóra sterka Ferrari stóð ekkert alltof vel að vígi í keppni bílasmiða og ökuþóra ?

Lengi hefur fylgt þessu sporti sá illi orðrómur að hjónaband sé að ræða milli Ferrari & Ecclestone. Ekki er hægt annað en að hlusta á þann orðróm, þar sem að strax í fyrsta móti ársins, var bíll Ferrari dæmdur ólöglegur eftir keppni. Og hvaða refsingu hlutu þeir ? ENGA!

Það virðist hafa gleymst í þessu "njósnamáli" (sem að ég held að komi síðar í ljós og sprengi þetta allt upp aftur) að aldrei hefur verið sannað að McClaren hafi "stolið" þessum upplýsingum, heldur var sannað að gögnin komu frá Nigel Stepney hjá Ferrari!


mbl.is McLaren áfrýjar refsingunni ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Henley kallinn...aftur!

Mikið erum við mannverurnar furðuleg tæki! Eftir því sem að við best vitum, erum við einu verurnar sem að kanna og upplifa tilfinningaflóru okkar með það að markmiði að betra okkur. Og stundum reyndar ekki.

Hvenær á leiðinni fórum við að velta því fyrir okkur af hverju okkur líður svona og hvað veldur því ?

Hér fyrr á öldum var alltaf miklu mikilvægara að bæla tilfinningarnar og koma vel fyrir. Einhvern veginn held ég að það hafi verið ansi mikið um ástlaus sambönd og hjónabönd.

Á einn eða annan máta stjórnumst við orðið af tilfinningum okkar, hvort sem að þær eru góðar eða slæmar, og þeir valkostir sem að við tökum afurðir þeirra áhrifa sem að tilfinngar okkar valda.

Á hverjum morgni stöndum við frammi fyrir því að taka ákvörðun um hugarástand okkar þann daginn. Hvernig við lítum í spegilinn og sjáum okkur sjálf, ákvarðar mikið um það hvernig okkur líður þann daginn, og hvaða tilfinningar koma til með að stjórna hugsunum okkar. Þannig erum við afurð okkar eigin hugsana, okkar eigin tilfinninga, okkar eigin vals.

Á furðulegan máta setur þetta í samhengi og útskýrir hvað William Earnest Henley, átti við þegar að hann orti:

"I am the captain of my soul, I am the master of my fate!"

Fá lítil orð sem að hafa djúpa og sterka merkingu, en geta gefið okkur veganesti sem að á engan sinn líka í dagsins amstri.

Ég ætla að vera í góðu skapi í dag, og það fær enginn að eyðileggja það!


The quicker picker-upper !

Þótt að ég stoppi nú ekki og lesi það sem að sleppur í gegnum ruslsíuna, þá gat ég nú ekki annað en lesið þennan póst, og hlegið mig máttlausan af þessu!

 

The quicker picker-upper

Be a supermacho!

Charge your meat for 110% and have a lifetime fiesta with Your chick!

This is the one and only remedy which works flawlessly.

Ask me why? Just because it's the Original thing

P.S.: Guaranteed lightning speed worldwide delivery and prices from manufacturer!

 

Sumir póstar eru bara betri en aðrir :) 


Svar Dómsmálaráðherra!

Það verður seint tekið af stjórnmálamönnum, þeir kunna að "svara" fyrir sig :P Dæmi hver fyrir sig, en mér finnst þetta ekki "að vera í sambandi" við kjósendur!

 

Sæll Árni,
 
þakka þér béf þitt. Dómsmálaráðherra gefur hæstarétti ekki fyrirmæli. Að blanda dómi réttarins saman við launakjör lögregælumanna er í besta falli byggt á misskilningi. Launakjörin þurfa að batna en samningar eru í gildi og þess vegna óhægt um vik.
 
Ég er stoltur af þeim breytingum, sem orðið hafa á löggæslu í tíð minni sem dómsmálaráðherra. Bið þig að kynna þér það, áður en þú fellur dóm þinn.
 
Með góðri kveðju
Björn Bjarnason


Bréf til dómsmálaráðherra....

Ég er ekki sáttur við margt í þjóðfélaginu. Þannig að ég sendi dómsmálaráðherra bréf...

 

Sæll Björn.

Ég vil lýsa óaánægju minni með þróun glæpsamlegra athæfa og dómsmála á Íslandi. Mér finnst skammarlegt að sjá að þeir sem að eru valdir til að tryggja öryggi okkar borgaranna, sem að svo rausnarlega höfum gefið þér atvinnu og umboð til að sinna þessum málefnum fyrir okkar hönd, þurfa að bókstaflega skrimta á móðgandi 170.000 kr á mánuði í byrjunarlaun. Það er vel skiljanlegt að því leyti að það gangi illa að manna löggæslu á Íslandi,ef að menn eru beðnir um að hætta lífi og limum fyrir peninga sem að varla duga einhleypingi til að framfleyta sér.

Það er einnig óásættanlegt að hversu oft kemst í fréttirnar þegar að misyndismenn þessa þjóðfélags fái afslátt á dómum þegar að þeir áfrýja til hæstaréttar. Það að fjölmiðlar fái tækifæri til að skrifa um það, er til sanns vegar merki um að pottur sé brotinn í hugsanaferli því sem að gerist á göngum hæstaréttar.

Ekki getur talist verjanlegt að afbrotamenn, sem sannarlega eru sekir, fái afsátt á sektum og dómum, á því einu að áfrýja til hæstaréttar. Sjá þessa frétt:

http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1291218

Þetta er ekki einsdæmi, og einhver veginn leikur mér hugur að við komum til með að sjá meira af þessu.

Skortur á frumkvæði, ákveðni, staðfestu og áreiðanleika í löggæslumálum er gapandi, og leiðréttu mig ef að um misskilning er að ræða af minni hálfu, en mér skilst að dómsmálaráðherra sé einmitt æðsta vald okkar í þessum efnum.

Ég gef ekki mikið fyrir herferðir í miðborg Reykjavíkur gegn fólki sem að er að kasta þvagi, þótt að það sé byrjun, þá held ég að áherslurnar séu ranglega settar í þeim efnum.

Það þarf ekki bara hallarbyltingu í hugsanaferlinu sem að virðist ríkjandi í þessum málum, heldur þarf að koma ákveðinn og fastur tónn frá hæstu hæðum um að ofbeldi og glæpir séu ekki ásættanlegir.

Þetta er málefni og málaflokkur sem að ekki bara er viðkvæmur, heldur er mjög einfalt að halda uppi langri umræðu á honum, svo ábótavant er í honum!

Sú þróun sem að þjóðfélagið er í, er ekki til fyrirmyndar. Viltu vera maðurinn sem að fólk minnist sem sá sem að gerbreytti því, eða bara enn einn ráðherran sem að þiggur laun.

Kveðja,
Þinn vinnuveitandi
Árni Jónsson


Nýfundinn virðing...

Einhvern veginn hefur mér alltaf í gegnum tíðina fundist Helgi Björnsson (stórsöngvari. rittsj.) alltaf vera óttarlegur sprellkall og sveitaballa-eruði-ekki-í-stuði rugludallur. Ég hef nú sjaldan talið hann vera mikið skáld þótt að með sanni megi segja að hann er frábær skemmtikraftur!

Hinsvegar stóð ég fyrir utan þetta ferlíki sem að er vinnustaður minn og starði upp eftir húsveggnum í rigningunni um daginn og varð hugsað til hans. Húsið er jú þannig byggt að ytra byrði þess er sérlega vatns-fráhrindandi og því sérlega heillandi að horfa á regndropanna renna niður það.

Já, og þá varð mér hugsað til Helga Björnssonar (Ísfirðingur eins og ég) og dögum hans í Grafík (áður en Andrea "Stóra-skarð" eyðilagði þá hljómsveit) og lag hans "Húsið og ég". Það leynist í þessu lagi bara smá kveðskapur ef að maður rýnir í textann.

S.d. "Það eru tár á rúðunni, sem leka svo niður veggina" og " Ætli húsið geti látið sig dreyma,
ætli það fái martraðir?" Sem að mér finnst nokkuð djúpt og umhugsunarvert, sérstaklega þegar að maður stendur og horfir á himininn gráta úr sér öll völd og tár hans leka niður húsveggina...

Then again...þá segir hann nú líka í laginu "Hárið á mér er ljóst, þakið á húsinu grænt, ég Íslendingur, það Grænlendingur"

Kannski er hann bara  "Sveitaballa-eruði-ekki-í-stuði" rugludallur ?


Næsta síða »

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband