Svar Dómsmálaráðherra!

Það verður seint tekið af stjórnmálamönnum, þeir kunna að "svara" fyrir sig :P Dæmi hver fyrir sig, en mér finnst þetta ekki "að vera í sambandi" við kjósendur!

 

Sæll Árni,
 
þakka þér béf þitt. Dómsmálaráðherra gefur hæstarétti ekki fyrirmæli. Að blanda dómi réttarins saman við launakjör lögregælumanna er í besta falli byggt á misskilningi. Launakjörin þurfa að batna en samningar eru í gildi og þess vegna óhægt um vik.
 
Ég er stoltur af þeim breytingum, sem orðið hafa á löggæslu í tíð minni sem dómsmálaráðherra. Bið þig að kynna þér það, áður en þú fellur dóm þinn.
 
Með góðri kveðju
Björn Bjarnason


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Ég er stoltur af þeim breytingum, sem orðið hafa á löggæslu í tíð minni sem dómsmálaráðherra. Bið þig að kynna þér það, áður en þú fellur dóm þinn.

Það er nú bara spurning með þennan mann, dálítið svona eins og hann sé í eigin heimi kannski setan á bilberg-fundunum gert hann svona. 

Afskaplega hrokafullt og móðgandi svar, fer eins og kötturinn í kringum grautinn, ruglar eitthvað samhengislaust

En svona er lífið ..........

Fríða Eyland, 22.9.2007 kl. 22:13

2 Smámynd: Hrappur Ófeigsson

Já Já Gott hjá þér Björn. þú lækkaðir meðal annars inngöngukröfurnar í lögregluna og núna ertu sennilega að vinna að því að minnka mannréttindi hins almenna borgara enn meira í þessu landi ( að fyrirmynd commerat Bush ).

Ekki nóg með að lögreglumenn sem voru dæmdir í héraðsdómi fyrir að aka niður mótorhjólamann (assault with a deadly weapon). Væru sýknaðir í hæstarétti vegna þess að ríkissaksóknari fékk því framgengt að myndir sem teknar voru á vettvangi voru teknar á myndavél sem var ekki vottuð af ríkisvottunarráðuneitinu.  Ekki nóg með það ... þetta fólk fékk að vinna áfram í lögguni.

Soldið skrítið að það er eftir þetta sem inngöngukröfurnar í lögguna er minnkaðar. 

Þarna eru allavegana tvö góð dæmi um frábær vinnubrögð þín Björn. 

Til Hamingju Ísland Björn fæddist hér....  :P

Hrappur Ófeigsson, 24.9.2007 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband