Nýfundinn virðing...

Einhvern veginn hefur mér alltaf í gegnum tíðina fundist Helgi Björnsson (stórsöngvari. rittsj.) alltaf vera óttarlegur sprellkall og sveitaballa-eruði-ekki-í-stuði rugludallur. Ég hef nú sjaldan talið hann vera mikið skáld þótt að með sanni megi segja að hann er frábær skemmtikraftur!

Hinsvegar stóð ég fyrir utan þetta ferlíki sem að er vinnustaður minn og starði upp eftir húsveggnum í rigningunni um daginn og varð hugsað til hans. Húsið er jú þannig byggt að ytra byrði þess er sérlega vatns-fráhrindandi og því sérlega heillandi að horfa á regndropanna renna niður það.

Já, og þá varð mér hugsað til Helga Björnssonar (Ísfirðingur eins og ég) og dögum hans í Grafík (áður en Andrea "Stóra-skarð" eyðilagði þá hljómsveit) og lag hans "Húsið og ég". Það leynist í þessu lagi bara smá kveðskapur ef að maður rýnir í textann.

S.d. "Það eru tár á rúðunni, sem leka svo niður veggina" og " Ætli húsið geti látið sig dreyma,
ætli það fái martraðir?" Sem að mér finnst nokkuð djúpt og umhugsunarvert, sérstaklega þegar að maður stendur og horfir á himininn gráta úr sér öll völd og tár hans leka niður húsveggina...

Then again...þá segir hann nú líka í laginu "Hárið á mér er ljóst, þakið á húsinu grænt, ég Íslendingur, það Grænlendingur"

Kannski er hann bara  "Sveitaballa-eruði-ekki-í-stuði" rugludallur ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

En kannski fá hús eiginleika manneskju með tímanum, þau drekka í sig tilfinningar, hugsanir, gleði og sorg þeirra sem lifa og hrærast í byggingunni.....Þannig að kannski finnst manni húsin gráta eða brosa, allt eftir því hvernig manni líður. :)

Vona annars að næturvaktin hafi verið góð! Sé þig sem allra fyrst babe.

Ruth Ásdísardóttir, 12.9.2007 kl. 19:31

2 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Einu sinni var ég á Þjóðhátíð og síðla kvölds steig Helgi á svið og var eins og íþrótta-álfurinn á sviðinu, þvílíkur hamagangur !!! Svo hætti hann ekkert og var alveg til morguns að sprella.....það er góður skemmtikraftur......en textarnir??? Njeeeee.....

Íris Ásdísardóttir, 12.9.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband