Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Árlega hellist yfir okkur í hrönnum með haustkomunni bylgja eftir bylgju af flensu. Ég hef nú persónulega aldrei verið neitt rosalega hrifinn af flensu og með minni alkunnu og innrættri þrjósku hristi þær af mér á örskömmum tíma, þar sem að ég hef hvorki þolinmæði né tíma til að standa í veikindum.
Líkt og flensurnar, koma ruslpóstbylgjurnar. Í það minnsta alla veganna þar til að ruslpóstsíurnar eru búnar að átta sig á hvað er í gangi og byrja að eyða skeytunum sjálfkrafa, líkt og bólusetningar.
Það sem að lyftir hinsvegar annari vörinni minni, er sú staðreynd að sendiherrar þessarar síðustu sveiflu í ruslpósti virðast sannfærðir um þrennt:
1. Að ég sé einhleypur og vilji spjalla við einmanna konur í Fjarskanistan!
2. Að ekki sé seinna en vænna að byrgja mig upp af ódýru VIAGRA!
3. Að ég hafi mikinn áhuga á að gerast kjölfestufjárfestir í Kínversku tæknifyrirtæki!
Þar sem að ég er langt frá því að vera einhleypur og ekki séð þörf fyrir að fjárfesta í VIAGRA ,verða skyggnigáfur þessara leiðindapjakka að teljast fremur slæmar!
Svo er alveg spurning hvort að maður falli fyrir því að eiga í hátæknivæddu sprotafyrirtæki í Kína ?
Ég held ekki!
Bloggar | 11.9.2007 | 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og sjá má á fyrirsögninni á þessari grein, er líkum látið að "njósnamálið" sé að trufla Lewis Hamilton verulega.
Hinsvegar...ef að skoðuð er heimasíða BBC Sport, þá er allt í einu allt annað upp á teningnum!
Þar er haft eftir Lewis Hamilton að hann hafi litlar áhyggjur af þessu! Sjá hér. Svona getur fyrirsögnin skapað fréttina, og "túlkun" orða ruglað sannleikann.
Þar sem að ég er nú smávægilega hlutdrægur að því leyti að ég trúi BBC, þá verð ég að lýsa vonbrigðum mínum með slælega copy/paste-æsifréttamennskuna hjá MBL. Það jaðrar við að að heimildirnar hafi verið fengnar frá jafn ábyggilegum miðlum og "The Sun" eða "Daily Mirror", miðlar sem að eru þekktir fyrir allt annað áreiðanleika!
Hamilton: njósnamálið gæti slökkt vonir um titil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.9.2007 | 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég hef oft velt því fyrir mér hvað það er sem að gerir okkur "betri" en dýrin. Því þegar að öllu er á botninn hvolft, þá erum við bara jú dýr líka.
Er það staðreyndin að við notum færni okkar til að breyta umhverfi okkar til að það henti okkur ? Það gera dýrin jú líka.
Er það hæfni okkar til að fæða okkur sjálf með því sem að í kringum okkur er ? Það gera dýrin líka.
Er það vegna þess að við höfum sjálfsvitund og erum meðvituð um okkar eigin tilveru ? Ég get nú ekki fullhæft um það, en eitthvað segir mér að dýrin séu það líka.
Er það ótrúlegt langlífi okkar ? Dýr geta nú orðið eldri en við.
Því meira sem að ég velti þessu fyrir mér, finnst mér við ekkert vera "betri" en dýrin. Við erum bara annars konar dýr.
Eini munurinn sem að ég sé á okkur og öðrum dýrum, er það að við drepum og beitum ofbeldi án nokkurs tilgangs. Nema ef vera skyldi græðgi og hreinni illsku.
Bloggar | 9.9.2007 | 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Enginn sérstök tækifæri fyrir kúabændur" Pleh!
Ég gef ekki mikið fyrir orð formanns samtaka kúabænda, enda alkunna að samtökin eru undir hæl mjólkursamsölunar troðinn. Mjólursamsalann, betur þekkt sem MS er fenómen í íslensku viðskiptalífi.
Hugmyndafræðinn segir að MS sé í eigu kúabændanna, meðan að raunveruleikinn er sá að þessu er öfugt farið. Kúabændur hafa því sem næst engan möguleika á að selja öðrum en MS afurð sína, þó svo að Mjólka hafi nú aðeins hrist upp í þessu. MS er ennfremur undanþegið samkeppnislögum og getur því hagað sér hvernig sem að þeir vilja á markaðnum.
Kúabændur, sem og aðrir bændur hafa ekki riðið feitum hesti frá vinnu sinni seinustu 20 ár sökum grimmrar samkeppni frá erlendum afurðum. Því eru þeir háðir því að selja stórum samtökum eins og MS afurðir sínar til að fá eitthvert verð. Þessi þróun er ekki ólík öðrum evrópulöndum. (Sbr. Arla, Danone, Parmalaat o.s.frv.) Því hefur hugsjónin snúist í höndum þeirra og þeir háðir MS, en ekki MS háðir þeim.
Engin mjólkubóndi þorir að segja frá þessu, sökum þess að þeir þurfa jú að selja sína afurð, og það að mæla gegn stóra MS, er ávísun á minnkandi innkaup frá MS. Svo ekki sé að gleyma þeirri staðreynd að MS hefur líklegast lánað þeim öllum með tölu fé á hagstæðum kjörum til að tæknivæða sig og bæta framleiðsluferlið.
Í staðinn fyrir að bændur stjórni MS og allir séu í bleikri kommúnistavímu af "samvinnu", þá stjórnar MS bændunum og bókstaflega á þá með húð og hár í ljósi markaðsráðandi stöðu sinnar, og jú, þeirrar staðreyndar að þeir eru hafnir yfir lög.
Í raun og veru á enginn MS. MS er skrímsli sem að hefur fengið að vaxa og dafna í ofurvernd landbúnaðarráðuneytisins og afskiptaleysis samkeppnisyfirvalda.
Það er enginn furða að Þórólfur Sveinsson segi að það séu "Engin tækifæri" í vexti Mjólku! Hann fer jú ekki að býta í hendina sem að brauðfæðir hann!
Vöxtur Mjólku skapar engin sérstök tækifæri" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.9.2007 | 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég rakst á gamalt ljóð sem að sem ungum manni þótti mér alltaf vænt um. Ljóðið sem um ræðir er Invictus eftir William Earnest Henley.
Out of the night that covers me
black as the pit from pole to pole
I thank whatever gods may be
for my unconquerable soul
In the fell clutch of circumstance
I have not winced nor cried aloud
Under the bludgeonings of chance
my head is bloody, but unbowed
Beyond this place of wrath and tears
looms but the horror of the shade
and yet the menace of the years
finds, and shall find me, unafraid
It matters not how strait the gate
how charged with punishments the scroll
I am the master of my fate
I am the captain of my soul
Einfalt, en segir ótrúlega mikið!
Bloggar | 5.9.2007 | 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það eina sem að hægt er að lesa út úr þessari frétt er: "Bla bla bla, jadi-jadi-jadi!"
Hressandi að sjá "Frændur" vora Dani, komna undir hælin á Georgi Brúski (copyright, JensGuð)
Ætlar einhver virkilega að trúa því að BNA, með allan sinn hermátt og "kunnáttu" geti ekki fundið einn lítinn kall ? Hljómar frekar ótrúlega...
Hryðjuverkaógninn er svo mikil, að allir almennir borgarar skjálfa á hnjánum dag eftir dag af ótta við að vera sprengdur í loft upp!
Og hver er þá þar til að "vernda" þig, og lýsa hryðjuverkum stríð á hendur ?
Al Qaeda að koma undir sig fótunum á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.9.2007 | 08:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er maður búinn að píska sjálfan sig upp í stemmingu og farinn að horfa á slatta á samsæriskenningamyndir!
Mér finnst alltaf persónulega gaman af því að sjá og heyra skoðanir annara, þótt að ég sé kannski ekki alltaf sammála þeim, þá eiga þær þó rétt á sér. Það er jú grundvöllur málfrelsi og persónulegs vaxtar.
Það er hinsvegar gaman að horfa á góðar samsæriskenningar ef að vel er unnið. Michael Moore er jú alltaf í uppáhaldi, enda var hann einn af þeim fystu til að benda á að mannfá elíta hefur tekið sig til og stolið heilli þjóð.
Ein sem að mér hefur líka fundist áhugaverð er myndin "The Power Of Nightmares" . Sem og allt sem að virðist koma frá BBC, er um einstaklega vel unnið verk og mjög raunsætt unnið úr efninu.
Skylduáhorf! Af hverju ?
Jú, það er ekki nóg að hafa málfrelsi, maður verður jú að mynda sér sjálfstæða skoðun líka :)
Bloggar | 4.9.2007 | 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orkurisinn Enron fer líklegast aldrei í sögubækunar fyrir að hafa gefið mér lífsmottóið mitt: "Ask Why ?" En það var einmitt slagorð þeirra á tímabili.
Hinsvegar hefur þetta hvatt mig til að fara út og spyrja spurninga að óþörfu og sækja mér vitneskju til að svala forvitninni.
Fyrir nokkru sá ég heimildarmyndina "Loose Change" sem að hin (þá) tvítugi Dylan Avery gerði heima í herbergi hjá sér. Fyrir þá sem að hafa séð hana er hún samsæriskenning af bestu gerð! Þó svo að einungis 10% af myndinni á fót fyrir sér í sannleikanum, þá er það miklu meira en nóg!
Myndin er ein af mörgum um efnið, og nú seinast hefur myndin Zeitgeist vakið áhuga min. Hún tekur líka á öðrum málefnum á álíka áhugaverðan máta. Þakkir til Heiðu fyrir að benda á hana!
En aftur að samsæriskenningum og "9/11"...
Það sem að stóð eftir hjá mér eftir að hafa horft á "Loose Change", var setning í byrjun myndarinnar: "Just ask yourself, who has benefitted most from America being attacked on September 11th ?"
Mæli með að þú kíkir á þessar myndir og það sem að kemur fram veki þig til umhugsunar!
Bloggar | 3.9.2007 | 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki lesa lengra ef að þú ert ekki með skopskyn, og tekur bröndurum um trúarbrögð almennt illa!
Ef ekki...hehe...þá kemur hér einn gamall og góður á ensku sem að ég rakst á fyrir tilviljun. Fékk mig alltaf til að skella uppúr! (Nota bene, hann er á ensku)
So, I'm standing at a bus stop and they pull up. A car load of well meaning, bible thumping nut cases that are just frantic! The middle aged professionally dressed woman rushes forward...She takes my arm and with trembling voices she asks...."Have you found Jesus?"
Her eyes plead with an urgency that is out of proportion to a bus stop.
Now normally I just politely decline the sermon, and free religious paperwork that such folk pawn off on unsuspecting by-standers. But, unfortunately for her, she is the fourth car to accost me in the last 9 minutes. So by now I'm beginning to wonder what the heck is wrong with these people. I mean if its not Christians it is the Jehovah's Witnesses.
Can a simple Druid get no peace?
So calmly as I can muster, without being sarcastic I reply, "You people lost him, again??"
The woman looks confused. This is not the response she was hoping for and she needs to regroup. She takes a deep breath intending to launch into her sales pitch for her God, and church, paying no heed to the concept that I might not be into being converted. I decide to not let her get going so I launch into a speech of my own...
"What is wrong with you Christians? Every time I turn around you've lost Him!" I hit her with a glare of accusation. "I mean really..." I take a measured breath. "How do you expect to have anyone follow a deity that you can't even find!"
The poor woman looks stunned. This isn't going so good. Panicked she looks desperately to the car... Surely one of the men can help.... Undaunted I press on... "Maybe the problem is with you people... I mean Muslims never seem to loose there deity. Come to think of it neither do Jews, or Pagans of any kind."
I look at the man getting out of the car. He's all smiles. "I realize you people used to burn people like me at the stake... What was that about... deity even? I may be a Pagan-heathen, but I have never ever woke up panicked that I couldn't find my Goddess or God. They are always right where they should be... In the fire of my candle, in the air that I breath, in the earth that I stand on, in the water of my spring. I never feel abandoned by my deity(ies)."
"Of course, you Christians aren't much fun..." I continue. By now they are all out of the car. Befuddled, aghast, and at a loss for words.
"Of course," I offer trying to give them some defense for losing Jesus. "He could have left due to religious differences. If I remember correctly He was Jewish. So if you are really so eager to find him..." I smile gently to soften the blow. "Check the nearest synagogue. He's probably in there. Also you folks should try and remember that this is America... Where freedom of religion means ALL religions."
Slowly they climb back into their car and drive away. I stand at the bus stop... No pamphlets, no bible, no dogma. I haven't found Jesus, but I haven't lost him either:)
Someone shared this with you because they believe no one can have too much Deity. It is a blessing in disguise. You can keep it to your self or pass it on.
Oh, and if you've found Jesus, please get his face on the evening news A.S.A.P so the Christians can stop looking for him.
Bloggar | 1.9.2007 | 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég stóðst nú ekki mátið! Hér var loks frétt sem að "bloggandi" er um! Ekki vegna innihaldsins, heldur vegna þess hvernig hún er unnin :P
Blaðamaður hefur greinlega "copy/paste-að" textan af erlendri fréttaveitu, og siðan skrifað íslenska textann ofan í eftir því sem að hann þýddi.
Nema...að hann gleymdi smá texta þarna neðst, þar sem að síðasta setninginn er bæði á íslensku og ensku!
Úps! Hvað ætli að það sé langt þar til að þeir uppgötvi það ?
*******UPPFÆRSLA******
Það tók semsé minna en 60 mínútur fyrir þá að uppgötva þetta...well, fun while it lasted!
Murphy og Kuqi til Fulham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 1.9.2007 | 09:11 (breytt kl. 09:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar