Snilldar-innáskipting hjá Eyjólfi! (eða...?)

skipting

Eða kannski bara smá "typo" hjá mbl.is fólkinu ? 


mbl.is Ósigur gegn Lettum, 2:4, en Eiður sló markametið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elsta þingkona í heimi er Íslensk!

Ég rak upp stór augu þegar að ég fletti í gegnum hið "nýja" blað 24 stundir í dag. Þar er nefnilega viðtal við elstu þingkonu í heimi, og hún er Íslensk! Og það sem að meira er, þá er hún hvorki meira né minna en 140 ára gömul! (sjá bls 4) Það verður að segjast að Ragnheiður Elín heldur sér vel þrátt fyrir háan aldur :) Í greininni kemur einnig fram að hún á 5 ára gamlan son, þannig að hún er vafalítið elsta móðir í heimi líka!

(Kannski að þetta sé prentvilla?)

Annars kemur þetta blað mér svolítið á óvart. Nokkrar góðar greinar í því og útlitið mjög gott, nútímalegt en auðlæsilegt. Illugi Jökulsson skrifar ansi góða grein um sápuóperuna í ráðhúsinu, og þótt að ég sé nú ekki alltaf sammála Illuga, þá er hann klár kall og góður penni.

Einnig mæli ég með að fólk fletti vel og vandlega í gegnum blaðið, þar sem að það leynist í því þrælfyndinn brandari í formi lítillar auglýsingar!

 

 


Ferðalag...

Ég hef mikið velt því fyrir mér í lífi mínu hvort sé mikilvægara, ferðalagið eða áfangastaðurinn ?

Þetta er ein af þessum spurningum sem að maður brýtur heilann yfir. Ég er meira þeirrar skoðunar að ferðalagið sé mikilvægara, þótt að áfangastaðurinn sé ánægjulegur.

Ég hef nýferið hafið ferðalag sem að kemur til með að endast mér alla ævi, og aldrei hef ég hlakkað eins mikið til, og heldur hef ég aldrei upplifað aðra eins hamingju í ferðalagi!

Ég rakst á fleyga setningu úr kvikmynd einni sem að lýsir þessu mjög vel, og mér hefur alltaf þótt vænt um. (Enda leikarinn sem fór með hana einn af fremstu Shakespeare leikurum samtímans)

"Someone once told me that time was a predator that stalked us all our lives. I rather believe that time is a companion who goes with us on the journey and reminds us to cherish every moment, because it will never come again. What we leave behind is not as important as how we've lived. After all, we're only mortal. "

(Tíu stig ef þið getið bent á myndina:))

Takk fyrir að leyfa mér að fara í þetta ferðalag með þér! 


Að láta "taka" sig...

Hér á íslandi er í notkun ansi merkilegt kerfi hvað fasteignir varðar.

Öllum fasteignaeigendum ber að hafa tryggingu (gott og blessað) skyldi nú allt um koll keyra. Hinsvegar stendur ríkið fyrir því að tryggja tryggingarfélögunum takmarkaða bótaskyldu ef um bruna er að ræða á fasteigninni þinni.

FMR, eða Fasteignamat Ríkisins sér um að meta og gefa út tvennskonar möt. Fasteignamat & Brunabótamat. Fasteignamatið nær til lóðar og fasteignar og þjónar í sjálfum sér engum tilgangi lengur þar sem að flestar lánastofnanir lána samkvæmt markaðsvirði. Brunabótamatið nær hinsvegar til þess kostnaðar sem að felst í því rífa þitt gamla og byggja nýtt ef til bruna skildi koma.

Þar sem að stórkostlegur munur er á markaðsvirði fasteignar og brunabótamats, er nokkuð fyrirsjáanlegt að kostnaðurinn í raun við að rífa og byggja, myndi alltaf vera hærri sökum verðbólgu og annara þátta. Því er nokkuð öruggt að brunabótamat getur mjög sjaldan dekkað þann kostnað sem að það á að gera. Annað sem að skekkir brunabótamatið er að það er í öllum tilvikum lægra á eldra húsnæði. Þetta er mjög skrýtið, þar sem að það er nokkuð öruggt ef að fasteign þín brennur, þá kostar X krónutölu að reisa nýtt, óháð aldri!

Hægt er að tryggja sig aukalega með svo kallaðri viðbótartryggingu, þannig að maður fái því sem næst að fullu bætt markaðsvirði. Að sjálfsögðu kostar það auka :)

FMR er stofnun sem að er tímaskekkja, og löngu kominn tími á að endurskoða hana, sem og verklagsreglur hennar.

Ert þú með viðbótarbrunatryggingu ? 


Fylgist með...the plot thickens!

Glæsilegt!

Hér er á ferðinni kjörið dæmi um hvernig athygli fjölmiðlanna er stutt. Eftir u.þ.b. viku til tvær verður þetta "skítamál" algerlega horfið úr umræðunni, og allir búnir að gleyma því. Ekki útaf því að það er ekki nógu áhugavert, heldur vegna þess að fjölmiðlar nenna ekki að vernda hagsmuni almennings, þar sem að það skilar ekki auglýsingatekjum!

Að vissu leyti er það skiljanlegt, þeir eru fyrirtæki í rekstri, en ekki góðgerðarstofnun. Sama má segja um RÚV, en þar gildir annað lögmál, nefnilega að rugga ekki pólitíska bátnum.

Þetta er ekki ólíkt "Kælismálinu" mikla, þar sem að Vilhjálmur skildi eftir sig svo breiða og brúna rönd  langt upp á bak, að meira að segja stuttbuxnastrákarnir í Valhöll hristu hausinn og spurðu sjálfa sig: "Where the f**k did this guy come from?"

Eins og það kemur til með að fara með þetta mál, þá hvarf sú umræða um leið og Villi kom með slæjar afsakanir um að kælirinn mætti alveg vera þarna fyrir honum.

Sama er að gerast hér, nú er allt í einu "sátt" í Borgarstjórnarflokk Íhaldsins ? Eitthver hlýtur að hafa fengið eitthvað gott í skóinn til að drepa málið, og leikur mér sá hugur að spunalæknar flokksins hafi fyrirskipað þessa afgreiðslu.

Þessir 10 milljarðar sem að OR á að hagnast á "sölunni" munu snarlega hverfa sökum "eyðslu fyrri borgarstjórnar" og "uppsafnaðs vanda í fjármálum borgarinnar".

Og hverjir eiga svo forkaupsrétt á þessum hlut ? Bjarni, Jón, Hannes og hinir drengirnir...

 Takið mig á orðinu! 2 vikur í mesta lagi, og þá verða fjölmiðlar búnir að gleyma þessu! Þrátt fyrir að vera allt hið mesta klúður frá A til Ö! 


mbl.is Eiga forkaupsrétt á hlut Orkuveitunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sko...

Hvað veldur því að við skipulaggningu umferðarmannvirkja, er alltaf verið að stoppa í eitt og eitt gat á lekandi fatinu, en ekki bara gera almennilega við fatið?

Nú er verið að berjast í bökkum við að klára framkvæmdir við Reykjanesbraut (sem áttu að klárast í ágúst) og mikið hef ég velt fyrir mér einu.

Fyrst að nú á annað borð það er verið að fara út í svona miklar framkvæmdir og tvöfalda frá Smáralind inn í Kaplakrika, af hverju voru gatnamótamál ekki leyst? Hvers vegna voru ekki sett mislæg gatnamót hjá Smáranum & Vífilstöðum?

Það er hvergi hægt að finna betri aðstæður, en akkúrat á þessum stöðum til að setja mislæg gatnamót, þar sem að á báðum stöðum eru háir bakkar sitt hvoru megin vegar, sem að gera brúarsmíði einstaklega einfalda! Enginn þörf á að lyfta landinu til ná hæð fyrir brúna.

Af einhverjum völdum hafa þeir nú samt ákveðið að gera það ekki, og svo leikur mér hugur að innan skamms tíma verði byrjað að kalla á þetta. 

Það eina sem að hefur náðst með þessari tvöföldun er að í stað þess að vera með eina röð af bílum, ertu með tvær á háannatíma!

Jú og náttúrulega hljóðmönin í Hnoðraholti...Þvílíkt mannvirki! 


Ómenning!

Ég er kominn í Umferðargírinn aftur! Kannski er það vegna þess að ég var 10 mínútum of seint á ferðinni í morgunn, og lenti þar af leiðandi í umferð :P En nú er ég búinn að vara ykkur við, þannig að ekki vera hissa þótt að það fylgi nokkrar færslur...

Rasismi

Ég er búinn að komast að þeirri hræðilegu staðreynd að ég er rasisti!

Ég get rasað út um allt og ekkert, og sérstaklega málefni sem að ég hef ekkert vit á.

Ég rasa þar til að eyru áheyranda eru orðinn bleik og blá af þreytu!

Kannski er ég bara tuðisti? Og þetta sé bara tuð í mér?

Eða nöldristi?  Nöldra ég kannski soldið?


"En biðin er löng og ströng....."

Þessi lína úr lagi Bubba "Aldrei fór ég suður", lýsir því hvernig okkur Valsmönnum hefur liðið í 20 ár! Meira að segja erki-fjendurnir og hálf erkifjendurnir í KR & Fram hafa unnið titla á þessum tíma. Gott og vel, KR-ingarnir þurftu jú að bíða í 30 ár, og skil ég kannski smá hvernig að þeim var farið að líða. Hinsvegar finnst mér kaldhæðnislegt að maðurinn sem að gerði KR að meisturum 2002 & 2003 var látinn taka pokann sinn, þrátt fyrir góðan árángur. Hann er nú búinn að gera Val að Íslandsmeisturum!

En 20 ár, skrimtandi á bikartitlum og öðrum minni ómerkilegum dollum hefur ekki verið til að seðja hungrið sem að stórveldið hefur búið yfir. Það hefur verið erfitt að velta Dópsölunum (albeit löglegum) og málaliðaflokknum frá fimleikfélaginu af stalli, enda ekki skortur á fjármunum á þeim bænum. En alveg eins og með Chelsea & Real Madrid, það er ekki hægt að kaupa titla endalaust! Góð knattspyrna sigrar alltaf á endanum :)

Eins og það segir í laginu...."It's coming home, It's coming home, Football's coming home!"

Til hamingju Valsmenn (þ.m.t. ÉG) með titilinn! Og til hamingju KR, fyrir að halda ykkur uppi svo að við getum komið í Frostaskjólið á næsta ári og rasskellt ykkur aftur! (No offence Palli minn:))

 


Type...music-ing ?

Einhvern veginn virðast sumir leikara enda í því að vera "Typ-Castaðir", eða sérvaldir í að leika ákveðnar týpur og festast síðan í því.

Hinsvegar rakst ég á nokkuð sem að vakti forvitni mína! Lag sem að mér finnst vera "Type-Músíkað!" Ef svo er hægt að kalla ?

Alla veganna, er ég nú búinn að sjá þetta lag notað í 2ur kvikmyndum, þar sem að morð er framið, og lagið spilað undir! Lagið sem að um ræðir er "She Moved Through The Fair" (meira um lagið eftir smá).

Kvikmyndirnar sem að um ræðir eru "Michael Collins" og "Murder 19c: Detective Murdoch Mysteries" en sú seinni var einmitt í Ríkissjónvarpinu nú í kvöld, og var ég að horfa á hana með öðru auganu (þessu hálflokaða) samtímis með að hanga á netinu og lesa.

Ég er nokkuð viss um að einhver veginn hefur þetta lag verið notað oftar í bíómyndum við sama tilefni, enda á ferðinni rammekta írskur sorgarsöngur!

En svo að við snúum okkur að laginu sjálfu! Þetta lag hefur alltaf verið mér hjarta nær, alveg síðan að ég stundaði "Sunday Night Session" á "Foley's Irish Pub" í Köben á yngri árum. Uppruni lagsins er nokkuð óljós, en talið er að það hafi fyrst litið dagsins ljós á miðöldum á Írlandi. Það var hinsvegar árið 1909 að Padraic Colum & Herbert Hughes drógu það saman og komu með þann texta og lag sem að nú er einkennt við það. Þeir fengu einnig kredit fyrir að skrifa lag og texta, þar sem að allt nema síðasta versið var í sjálfu sér bara molar héðan og þaðan.

Sú útsetning sem að flestir ættu að þekkja lagið í, kemur hinsvegar frá árinu 1968, og eiga Fairport Convention heiður að henni.

Flestir Írskir tónlistarmenn hafa á einum eða öðrum tíma tekið þetta lag, hvort sem að það er á tónleikum eða á plötu, enda má segja að lagið sé eitt af sterkari menningararfleiðum Íra. (Ég ætti að vita, enda ekki mörg horn á Írlandi sem að ég hef ekki heyrt það)

Flottastur þykir mér þó flutningur Sinead O'Connor á laginu, enda hæfir tónlist og rödd hennar því einstaklega vel! Fyrir þá sem að eru veraldavanir og hafa eithvern tíman "Halað" ætti ekki að vera mikið mál að verða sér úti um þetta :)

Endilega hlustið á og njótið! (Læt textann fylgja með til gamans)

My young love said to me my mother won't mind
And my father won't slight you for your lack of kind
And she laid her hand on me and this she did say
It will not be long now 'til our wedding Day

And she went away from me, she moved through the fair
And fondly I watched her move here and move there
And then she went onward, just one star awake
Like the swan in the evening moves over the lake

The people were saying no two e'er were wed
But one had a sorrow that never was said
And I smiled as she passed with her goods and her gear
And that was the last that I saw of my dear

Last night she came to me, my dead love came in
So softly she came her feet made no din
And she laid her hand on me and this she did say
It will not be long now 'til our wedding day

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband