Sicko

Ég og mín fallega kona horfðum á heimildarmynd Michael Moore um daginn "Sicko" þar sem að hann með sinni alkunnu kaldhæðni valtar á skítugum skónum yfir heilbrigðiskerfið í BNA. Hann gerir sér einnig ferð út um heim og heimsækir Bretland, Frakkland og Kúbu, þar sem að á öllum stöðum er mun öflugra og skilvirkara heilbrigðiskerfi en í BNA.

Það sem að virkilega stóð uppúr, var að á Kúbu, sem er sára-fátækt land er ótrúlega öflugt og gott heilbrigðiskerfi. Þrátt fyrir Vindlareykingar og Rommdrykkju íbúanna :)

Það sem að var einnig sláandi var að í Bretlandi (hef nú búið þar) er heilbrigðiskerfið algerlega frítt. Gott og vel eru biðlistar í stærri aðgerðir, en á 26% prósent sköttum, er allt samt frítt.

Hvernig stendur á því að ég og þú erum að borga rúmlega 30% skatt (staðgreiðsla mínus bætur & afslættir) ???

Ég er ekki alveg að skilja... 


Útópía er ekki lengur hér!

Fyrir um 30 árum skrifaði Jóhannes Björn Lúðvíksson bókina "Falið Vald". Það sem að gerir þessa bók svo merkilega er það að hún var fyrsta alvarlega "samsæriskenningar" bókin sem að kom út á Íslandi. Ekki sírði voru bækur Örnólfs Árnasonar, Kolkrabbinn og Bankabókin. Falið vald var hins vegar merkileg að því leyti að skilaboð hennar eru jafn vel í gildi í dag og þá, 30 árum síðar.

Ekki alls fyrir löngu var ég að horfa á heimildarmynd frá BBC sem að heitir "The Power Of Nightmares" Þessi mynd fjallar um hvernig að valdhöfum fyrri tíma misstókst að selja þegnunum hugmyndina um drauma og þrár og hamingjuríki þar sem að allt var í sómanum. Fyrir vikið komust öfgaöfl til valda, og það sem merkilegra er að bæði í hinum "vestræna" heimi og í Íslam, er margt ansi keimlíkt með þessum öflum. Grunnhugmyndafræði þeirra beggja er að vernda okkur frá "hræðilegri ógn" sem að stafar af hinum. Með því að lofa því að standa á verði með rifillinn, lofa þeir okkur því að "ljóti kallinn" fái ekki að ráðast á okkur.

Þetta kann að hljóma ansi merkilega og hreint út sagt barnalega, en ef að þú ferð að hugsa aðeins út í það,  þá er ansi undarlegt hvað stjórnmálamenn út í heimi tala mikið um "ógnina" af hinu og þessu.

Af einhverjum völdum erum við kannski of upptekinn af okkar daglega amstri að við tökum ekki eftir því hvað er að gerast á bakvið tjöldin? Eða við spyrjum bara einfaldlega ekki réttu spurninganna?

Sem betur fer er nú ekki svona komið fyrir okkar litla Íslandi!

Eða hvað? 


Hvaða, hvaða...

Mér er spurn af hverju Ívar hefur valið að hætta með landsliðinu ? Og ennfremur af hverju að það er enginn sem að spilar á Íslandi í hópnum ?

Og hvaða árátta er þetta að púkka uppá Eið Smára ? Það er ekkert launungarmál að  hann er skelfilegur leiðtogi, enda virðist liðinu ómögulegt að spila saman þegar að litla frekjudollann er með! Svo hjálpar honum nú ekki að þrálátur orðrómur um brotthvarf Heiðars Helgusonar á sínum tíma hafi verið tilkomið barnalegri og kjánalegri framkomu fyriliðans!

Það á að hrista hressilega uppí þessu landsliði, og KSÍ ef að út í það er farið! Munið orð mín: Nú hefst enn eitt vesældartímabilið í Íslenskri knattspyrnu! 


mbl.is Ívar ekki í fyrsta landsliðshóp Ólafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er blaðamaður 13 ára ?

Manni er spurn...aldrei hef ég heyrt fjölmiðla leggjast svo lágt að sletta svona... Háeffa ? Pjakk! Og takk fyrir metnaðarleysið :)

mbl.is Rætt um að háeffa ÍSOR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Life, Universe and Everything...

Samkvæmt "Deep Thought" var svarið við spurningunni: "What is the meaning of Life, Universe and Everything?" 42 (!?!?!)

Að sjálfsögðu tók það "Deep Thought" svo langan tíma að finna svarið að loks þegar að það kom, þá voru allir búnir að gleyma upprunalegu spurningunni!

Þess vegna var Jörðin smíðuð til að komast að því hvað upprunalega spurninginn var!

Þeir sem að hafa lesið hina óborganlegu trílógíu (í 5 hlutum!) eftir Douglas Adams kannast örugglega vel við þetta.

Veit ekki af hverju mér varð hugsað til þessara bóka, en glotti alltaf litlu brosi þegar að ég sé bókakápuna á bók nr 5 (Mostly Harmless) þar sem að stendur: "The 5th book in the increasingly inaccurately named Hitchiker's Triology"

Akkúrat minn húmor! 


Hvenær segir fólk STOPP ?

Enn sem komið er lítur út fyrir að átak seinasta árs "STOPP" sé að skila einhverri vitundarvakningu, því ólíkt 2006 eru "einungis" 10 búnir að láta lífið í umferðinni í ár.

En það er líka 10 of mikið!

Svo heyrir maður af þessu...Og það sem verra er, þá virðist ökumaðurinn hafa fengið sömu silkihanskameðferð og allir af hans sauðahúsi. Það er klárlega skortur á öflugri umferðarlöggæslu í þessu landi eins og lýsingarnar af þessum slysstað bera með sér. En verra er meðhöndlun lögreglunar.

Birgir Þór Bragason hitti naglann á höfuðið í færslu sinni. Og hjartanlega er ég sammála honum!

Því hvet ég þig til að:

A. Blogga um þessa frétt og/eða skapa umræðu um þessi mál

B. Senda Samgönguráðherra og Dómsmálaráðherra harðort bréf um vanhæfni þeirra til að stuðla að bættri umferðarmenningu.

Hafðu það bakvið eyrað að það gæti verið þú, eða einhver þér nær sem að gæti orðið saklaust fórnarlamb svona ökuníðings. 


mbl.is Lögreglan: Ótrúlegt að ekki skyldi verða stórslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Only in America....

Þarf maður að segja meira ?

Og það sem að verra er, þetta er hægt og rólega að verða svona hérna... 


mbl.is Brúðhjón í mál við blómasala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virkilega ?

Það er aldeilis að menn eru að uppgötva stóra hluti í ókeypis glerhöllinni sinni! (Breyting Laugardalsvallar og nýju skrifstofur KSÍ voru greiddar af öllum öðrum en KSÍ)

Eftir reyðifærslu mína um gersamlegt vanhæfi Eyjólfs Sverrissonar til að ná snefil af sjálfsvirðingu út úr þessum prímadonnum eru hér nokkrar skemmtilegar staðreyndir:

Liechtenstein er 160 km2, Ísland er 103,000 km2

Liechtenstein hefur 34,247 íbúa, Ísland 312,851

GDP (PC) hjá Liechtenstein er um US$ 25,000, hjá Íslandi um US$ 40,000

Við erum margfalt stærri, sterkari og ríkari en Liechtenstein, og er einhver jarðleg afsökun fyrir því að vinna þá ekki í fótbolta ? NEI!

Liechtenstein er skattaparadís, sem er eitthvað sem að Íslendingar í útrás elska! 

Hér sé ég rosalegt sóknartækifæri! Og heldur betur tækifæri til að slá 2 flugur í einu höggi! Við ráðumst inn í Liechtenstein og hertökum það!

Þannig getur Björn fengið að nota sérsveitina sína í hernaðarlegum tilgangi, og við hindrað frekari niðurlægjandi úrslit á móti "stórveldinu" Liechtenstein!

Svo eignumst við þessa fínustu skattaparadís handa Hannesi Smárasyni og Binga :) 


mbl.is „Þjálfarinn ábyrgur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikafyrring á hæsta stigi!

Liechtenstein er smáríki sem skartar ekki einum leikmanni í efstu deild í Englandi, Spáni eða Ítalíu. Við eigum hins vegar leikmenn í öllum þessum deildum. Það að tapa 3-0 fyrir þeim er hinn fullkomna niðurlæging!

Að lægstvirtur landsliðsþjálfari Eyjólfur Sverrisson sjái þetta ekki, er ný skilgreining á orðinu veruleikafyrring! Ég legg til að Háskólinn á Íslandi & Menningarsjóður breyti hið snarasta skilgreiningu orðsins í eftirfarandi: "Veruleikafyrring: Hugdettur Eyjólfs Sverrissonar um að hann nái að framkalla framþróun hjá Íslenska landsliðinu"

Tölurnar ljúga ekki, landsliðið hefur aldrei verið eins lélegt!

Eyjólfur, hypjaðu þig úr starfi og bjargaðu okkur frá frekari niðurlægingu! Það að þú sjáir það ekki sjálfur, gefur mér fullt skotleyfi á þig, og þú átt enga samúð skilið!

KSÍ má nú líka líta í eigin barm fyrir að ráða óreyndan mann í þetta starf! 


mbl.is Eyjólfur: Ég er ekki kominn í þrot með þetta lið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálp!

"Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir ökumanni grárrar bifreiðar. Viðkomandi hefur orðið vís að því að fara eftir umferðarlögum, virða umferðarreglur, nota stefnuljós og sýna tillitsemi. Einnig hefur sést til hans þar sem að hann ók á löglegum hraða og nýtti vinstri akreinina einungis til framúraksturs. Allir þeir sem að hafa séð til ferðar þessa manns eru beðnir um að láta Lögregluna vita tafarlaust, þó svo að ekki sé búist við mörgum vísbendingum. Í versta falli vill Lögreglan hvetja þennan ökumann til að hætta þessu löglega athæfi undir eins, og snúa sér að því að falla inn í hinn breiða hóp ökumanna sem að samviskusamlega ekki fara að lögum og reglum!"

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband