Sko...

Hvað veldur því að við skipulaggningu umferðarmannvirkja, er alltaf verið að stoppa í eitt og eitt gat á lekandi fatinu, en ekki bara gera almennilega við fatið?

Nú er verið að berjast í bökkum við að klára framkvæmdir við Reykjanesbraut (sem áttu að klárast í ágúst) og mikið hef ég velt fyrir mér einu.

Fyrst að nú á annað borð það er verið að fara út í svona miklar framkvæmdir og tvöfalda frá Smáralind inn í Kaplakrika, af hverju voru gatnamótamál ekki leyst? Hvers vegna voru ekki sett mislæg gatnamót hjá Smáranum & Vífilstöðum?

Það er hvergi hægt að finna betri aðstæður, en akkúrat á þessum stöðum til að setja mislæg gatnamót, þar sem að á báðum stöðum eru háir bakkar sitt hvoru megin vegar, sem að gera brúarsmíði einstaklega einfalda! Enginn þörf á að lyfta landinu til ná hæð fyrir brúna.

Af einhverjum völdum hafa þeir nú samt ákveðið að gera það ekki, og svo leikur mér hugur að innan skamms tíma verði byrjað að kalla á þetta. 

Það eina sem að hefur náðst með þessari tvöföldun er að í stað þess að vera með eina röð af bílum, ertu með tvær á háannatíma!

Jú og náttúrulega hljóðmönin í Hnoðraholti...Þvílíkt mannvirki! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það undarlegasta af öllu undarlegu í þessu máli er tenging BYKÓ og IKEA við umferðina með viðunandi hætti, á meðan gatnamót sem „eingöngu“ þjóna íbúum eru látin sitja á hakanum. Það er maðkur í þessari mysu. Spurnig um að bæjarstjórn Garðabæjar og einnig Vegagerðin svari því hvers vegna? Hér var ásókn í þessi fyrirtæki, látin bitna á öryggi íbúanna.

Birgir Þór Bragason, 6.10.2007 kl. 09:21

2 Smámynd: Áddni

Það er einmitt undarlegt! Reyndar kemur sú tenging til með að þjóna Urriðaholti líka, en skrýtið samt að ný hverfi fái fína og flotta tengingu, meðan að þau gömlu fá að sitja á hakanum! Og þar er mun brýnna að bæta samgöngur.

Áddni, 6.10.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 678

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband