Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Smá útúrdúr frá umferðarvælinu mínu :)
Þar sem að ég er mikill áhugamaður um íþróttir (svona flestar) þá er ekki ónýtt að eitthvað skemmtilegt skuli vera á skjánum þegar að maður er í fríi. Eins og öll önnur ár, þá stendur "All England Championship" í Tennis yfir núna, eða eins og Englendingar kalla það "The Championships", eða eins og við hin köllum það: "Wimbledon"
Tennis er merkilegt sport. Vanalega tengir maður þetta við frístundaíþrótt hinna ríku, sem að þeir geta dútlað sér við í "fansí" klúbbum. Fyrir þá sem að hinsvegar aldrei hafa prófað, þá get ég með sanni sagt að ég hafi aldrei prófað eins krefjandi og erfiða íþrótt! Ekki bara þarf maður að vera í fantaformi, heldur krefst hún ótrúlegrar tækni og samhæfingar.
Síðustu (seinustu?) 4 ár hefur einn og sami maðurinn unnið Wimbledon (og er vel á veg að eigna sér 2 af hinum 3 stórmótunum) og að sjálfsögðu er sá maður Roger Federer. Hans eini veikleiki sem Tennisspilari, er að hann er ekki búinn að ná fullkomnun á leirvöllum. Engu að síður er hann búinn að vera í úrslitum Franska Opna 2 ár í röð, sem er eina stórmótið sem að hann hefur ekki unnið.
Að öðrum ólöstuðum held ég að Roger Federer eigi eftir að verða skráður í sögubækurnar sem besti Tennisspilari allra tíma. Hann er því sem næst næst-bestur á leir, allra bestur á grasi, og líklegast sá besti á gervi.
Í fljótu bragði man ég einungis eftir einum spilara sem að hafði jafnmikla yfirburði í íþróttinni, og var það Björn Borg. BB tók sig hinsvegar til og hætti mjög óvænt á hátindi ferils síns, einungis 25 ára gamall, þegar að honum mistókst að vinna Wimbledon 6 árið í röð. (Tapaði fyrir John McEnroe í úrslitum)
Federer á einmitt möguleika í ár að vinna Wimbledon í 5 skipti í röð og jafna met BB. Hann er einnig 25 ára líkt og BB var. Nema hvað að Federer er enn að bæta leik sinn og verður betri með hverju árinu sem að líður!
Ef maður hefur áhuga á Tennis, þá er hrein unun að sjá hvað Federer tekst að láta íþróttina líta út fyrir að vera einfalda! Hann svitnar ekki einu sinni á meðan hann sópar andstæðingunum inn í búningsklefa.
Björn Borg hafði þetta um Roger Federer að segja:
"Hann er sannkallður listamaður á grasvellinum. Það á enginn svar við honum, og það að einhver gæti unnið leik á móti honum í 5 settum á Wimbledon er ómögulegt!"
Bloggar | 28.6.2007 | 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvar eru þau?
Á mótum Hamrahlíðar og Kringlumýrarbrautar.
Hvað er tilgangur þeirra?
Hleypa umferð frá Kringlumýrarbraut í Norðurátt og Suðurátt inn á Hamrahlíð, og umferð frá Hamrahlíð inn á Kringlumýrarbraut til Suðurs. Þarna eru einnig gönguljós.
Hvað er vitlaust við þau?
1. Þau eru 400m frá stærstu og umferðarþyngstu gatnamótum á landinu!
2. Þau eru ljósastýrð og stoppa þar með umferð á umferðarþyngstu götu borgarinnar.
3. Það eru gönguljós þarna!
Hvað er til ráða?
Hér er reyndar mjög auðvelt að leysa vandann!
1. Byggja göngubrú þarna yfir.
2. Loka fyrir umferð frá Kringlumýrarbraut til norðurs inn á hamrahlíð.
Af hverju?
Þessi litlu gatnamót eru staðsett örstutt frá illræmdustu, stærstu og umferðarþyngstu gatnamótin landsins. Að setja umferðarljós þarna til að pirra fólk sem að morgna og kvölds situr fast í langan tíma við að komast yfir Miklubraut, er eins og að snúa hnífnum í sárinu! Svo maður tali nú ekki um að hafa gönguljós, sem að hálfpartinn mætti kalla sjálfsmorðstilraun að nota! Fyrir 25 árum var Hlíðahverfið (syðra) stórt hverfi á Borgarskalanum. Í dag er þetta gróið og rándýrt að búa þar. Og að sjálfsögðu bliknar það í stærðarmun við nýju barnavænu úthverfin. Þessi gatnamót eru ekki vitlaus í þeyrri stærðargráðu að erfitt sé að leysa vandann, heldur er þvert á móti auðvelt að stórauka umferðarflæði.
Hafið ekki áhyggjur, þegar að ég hef tíma læt ég Miklubraut/Kringlumýrarbraut fá það óþvegið :)
(Og ég er ekki enn farinn að tala um þau mislægu!)
Bloggar | 27.6.2007 | 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þar sem að ég á við soldið furðulegt, en ósköp eðlilegt áráttuvandmál að stríða, langaði mig að deila því með ykkur! Þannig er mál með vexti að ég er mikill áhugamáður um umferðarmenningu og mannvirki. Þá sérstaklega er mér huglægt skynsamlega og viturlega byggð umferðarmannvirki. Ekki síður er mér nærri hjarta bætt skynsemi og tillitssemi í umferðinni, en þar gæti ég örugglega talað á mig gat áður en að nokkuð breytist!
Hinsvegar langar mig að deila með ykkur nokkrum skemmtilegum skoðunum mínum á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins, og einna helst þá stórfurðulegum mannvirkjum sem að það prýða. Oft hef ég í mínum huga kosið að kalla þetta hugsunarleysi, skammsýni eða einfaldlega mjög svartan húmor verkfræðinga sem að ekki eiga bíla sjálfir, og skilja því ekki hvað þeir eru að gera hinum almenna (og oft á tíðum skapstutta) bílakandi borgara.
Hefst hér því gegnumgangandi þráður sem að kalla mætti "Vitlaus gatnamót"
Gatnamót #1
Hvar eru þau?
Þau eru á mótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar!
Hver er tilgangur þeirra?
Að hleypa umferð frá Reykjanesbraut í Norðurátt inn á Bústaðaveg, og hleypa umferð frá Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut í Norður/Suður.
Hvað er vitlaust við þau ?
Hvar á ég að byrja ??? Þessi gatnamót eru meira en barn síns tíma! Þau hafa líklegast frá fyrsta degi verið reginmistök!
1. Þarna eru umferðarljós sem að stoppa/tefja umferð á einni stærstu umferðaræð borgarinnar.
2. Þau eru rétt um 300m frá stærstu (og einum af fyrstu) mislægu gatnamótum höfuðborgarsvæðisins.
3. Umferðarljósin eru svo hrapalega illa stillt að þau valda mikilli teppu á álagstímum.
Hvað er til ráða?
Einfaldlega fjarlægja umferðarljósin! Umferðarteppan sem að myndast þarna seinni part dags, er algerlega tilkominn vegna þeirra. Að sjálfsögðu myndi að öllum líkindum þurfa að fórna umferð frá Bústaðarvegi í Norðurátt Reykjanesbrautar, eða frá Reykjanesbraut í Norður inn á Bústaðaveg. (Beygjuljósin sem að fara þvert yfir Reykjanesbraut)
Af hverju?
Eins og kannski þeir sem að upplifað hafa vita, þá er þarna svakaleg umferðarteppa sem að teygir sig langt inn á Miklubraut í Austurátt, þökk sé ljósunum. Væru þau hinsvegar á bak og burt, myndi flæði á þessu svæði stóraukast. Bústaðavegur er alls ekki lengur sú stofnbraut sem að hún var, enda hefur meðalíbúafjöldi póstnr 108 hægt og þétt minnkað í áranna rás. Ef að umferð sem að ætlar að beygja inn á Bústaðarveg frá Reykjanesbraut í norðurátt er beint í gatnamótin mislægu myndi ferðatíminn aukast um 1 mínútu við að aka 2 slaufur til að snúa við 180°og aka inn á Bústaðaveg hjá Sprengisandi. Umferð af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut (til norðurs) væri hægt að leyða í slaufu undir Reykjanesbraut.
Bloggar | 25.6.2007 | 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þegar að svona fréttir birtast í fjölmiðlum (Henry að fara til Barcelona), þá er það sársaukafull áminning um það hvað það er að halda með liði í knattspyrnu.
Að öðrum ólöstuðum, þá hefur Thierry Henry verið "lukkudýr" Arsenal, og í honum hægt að sjá í svipstundu allt sem er gott við það mikla starf sem að Arsene Wenger hefur gert fyrir þennan klúbb. Það er engum blöðum um það að fletta, að á góðum degi spilar enginn eins fallega og heillandi knattspyrnu og Arsenal, og hafa undraverðir hæfileikar Henry skinið í gegn við það.
Þegar að hann síðan pakkar í tösku og skyndilega fer frá félaginu sem að hann hefur spilað svo lengi með, og hefur í raun gert hann að því sem að hann er í dag, þá er það vægast sagt óvænt...eða er það?
Síðustu vikur hefur legið í loftinu, að ekki er allt í lagi á Emirates. Slakt og dollulaust tímabil á enda, mikið um meyðsli, varaformaðurinn og drifkrafturinn segir upp í fússi, yfirtaka lúmir yfir eins og suðandi geitungur á sumardegi og hendur stjórans bundnar af peningaleysi. (Það kostaði jú 300+ Milljón pund að byggja leikvanginn)
Með sanni má segja að teikn hafi verið á lofti. Einhvern veginn grunar mig samt að þetta sé bara byrjunin! Í mörg ár (ekki mánuði eða vikur) hefur einn orðrómur alltaf verið á lofti, og það er að Arsene Wenger fari til Real Madrid! Það er ekkert launungamál að þó svo að menn standi sig vel og vinni titla með Real, þá eru þeir samt reknir!! Það sem að Madrid-ingar vilja meira en nokkuð annað í heiminum, er að sjá liðið spila fallegan bolta, og svo kannski slysast til að vinna CL í leiðinni. Það er nokkuð sem að lengi hefur verið talið að Arsene Wenger muni geta í Madrid.
Ég hef verið að skoða mig aðeins um á spjallborði Arsenal-manna (og kvenna) og skiljanlega eru menn í miklu uppnámi. Menn voru rétt að jafna sig á því að Viera skuli hafa verið seldur, þá gerist þetta ?!?!
Við skulum samt ekki gleyma að fyrir síðasta tímabil seldi ManUtd Ruud van Nistelroy fyrir slikk til Real Madrid og hann að sjálfsögðu varð markahæstur á Spáni. Bæði fjölmiðlar og knattspyrnuáhugamenn voru upp um alla veggi að spyrja sig hvað A.Ferguson væri að hugsa og hver ætti nú að fara að skora fyrir Utd, og hvort að yfir höfuð þeir ættu séns í að keppa um silfurpóleraðar blikkdósir!
Kannski er ég farinn að kalka, en mig minnir að Man Utd hafi orðið meistari, og skorað flest mörk ALLRA liða í deildinni!
Þegar að öllu er á botninn hvolft,er þetta svo slæmt fyrir Arsenal ?
Lykillinn að svarinu við þeirri spurningu er einfaldur. Ef Arsene Wenger verður áfram, þá á þeim eftir að ganga vel. Ef ekki...þá er þetta ansi svart ástand í Islington.
Nokkrar staðreyndir um Thierry Henry | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.6.2007 | 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér finnst með ólíkindum hvað það eru mörg dæmi um tvískinnung og hræsni í lagalegu umhverfi þjóðfélagsins. Það má ekki auglýsa áfengi, en samt er það auglýst alls staðar með lítilli klausu falinni "léttbjór". Verstir eru vínbúðirnar (ÁTVR) sem að auglýsa s.d. "Ítalska Daga" og eru því sem næst undantekningalaust í helgarblöðunum með "kynningu" á vínum.
Innrás lögreglunar á pókermótið er gott dæmi um þetta. Hér er verið að fela sig á bakvið það að fjáráhættuspil sé ólöglegt á Íslandi í tekjuskyni. Mótshaldari hefur margsinnis gefið það út að ekki hafi verið tekið nokkuð gjald fyrir þáttöku, heldur einungis greitt í sameiginlegan vinningspott. Starfsaðferð lögreglunar er skínandi dæmi um hvernig lögreglan og dómsvaldið líta á sig. Skjóta fyrst, spyrja svo! Ekki liggur ljóst fyrir að lögreglan hafi verið í lagalegum rétti til að ráðast inn og stöðva mótið, og nokkuð víst er að erfitt verði fyrir þá er málið kemur fyrir dómara. Nema ef skyndilega að dómari fái móralskan komplex og líti á þetta með augum blinda mannsins!
Það er gott og blessað að til sé lögreglan, en það er ekki gott og blessað að hún beiti valdi sínu ef að ekki hefur verið skorið úr ólögmæti athæfisins!
Ég vil nú líka benda á að löggjöf um fjáráhættuspil er jafngömul og úrelt og Tom Jones! Það er ósköp auðvelt fyrir landann að komast í allt það fjáráhættuspil sem að landinn vill komast í. Netið er gersamlega springa af spilavítum, og er eitt þeirra svo lenskt, að notendaviðmótið er meira að segja á Íslensku! Svo er alltaf hægt að spila lottó, getraunir, lengjuna, HHÍ, SÍBS o.s.frv. Ef þú átt klink aflögu, hentu því þá í spilakassann!
Það er tími fyrir þjóðfélagið að hætta með allar þessar fornfálegu löggjafir sem að gera ekkert annað en að minna okkur á að undir niðri er ríkið að reyna að halda í stóra-bróðurs hlutverkið sitt. Er það ekki annars frekar gamaldags að ríkið stjórni áfengisneyslu landsmanna ?
Pókermót stöðvað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.6.2007 | 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er það ekki rétt hjá mér að annar þessara manna sem að endaði för sína svo illa á breiðholtsbrautinni hafi einmitt setið í stjórn Sniglanna ?
Er það þá ekki fádæma hræsni að einn af þeirra eigin, og í þokkabót "leiðtogi" innan hópsins sé að ábyrgur fyrir svona fíflaskap ?
Það er rétt hjá þeim að þetta er að eyðileggja fyrir öllum bifhjólamönnum, en ef þeir geta ekki haldið aftur af sínum eigin, hvað er þá til ráða ?
Sniglarnir fordæma háskaakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.6.2007 | 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jay Leno hefur einmitt mikið dálæti á þessu. Heimskum glæpamönnum! Ekki það að ég geti nú staðfest að greyið konan sé glæpamaður, en svona er þetta nú bara með lyginna, það er svo erfitt að halda í henni lífi. Þar sem að konan er jú ekki að öllu jöfnu, mátti búast við því að hún myndi dansa feilspor á einhverjum tímapunkti;)
Dýrð sé lifandi guði?
Kraftaverk kom upp um konuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.6.2007 | 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér finnst niðurlagið í fréttinni segja allt sem að segja þarf: "Það er einhver firring í gangi"
Ungt fólk nú til dags er meira og meira virðingarlaust við eigur, tilvist og persónu annara. Það ber því sem næst undatekningalaust enga virðingu fyrir lögunum, og líklegast allra síst foreldrum sínum.
Foreldrar geta bara litið í eigin barm og séð sökina, enda ekki skrýtið þegar að þeir eru líklegast búnir að vera að vinna eins vitleysingar til að eignast hlutabréf í lífsgæðakapphlaupinu eða bönkunum. Svo er keyptur friður frá "áreiti" barnanna með því að réttan þeim 5000 seðil og senda þau í Kringluna/Smáralind.
Ekki hjálpar að sömu foreldrar eru búnir að grafa undan einum af máttárstólpum þjóðfélagsins, sem er skólinn, með því sífellt að taka fyrir hendur skólanna ef um agabrot er að ræða og hóta lögsóknum og hvaðan af verra ef að "litlu greyin" fá svo mikið sem 2db og vitlausa tóntegund í sína átt.
Svo skilja sömu foreldrarnir ekkert í því að skólinn taki ekki á "agavandmálum" þegar að "litlu greyin" eru að ganga í skrokk á hvort öðru!
Bottom line er: Líttu þér nær! Það er ástæða fyrir því að ungt fólk hagar sér svona, og það er ekki langt að leita að rót vandans!
Æla, notaðir smokkar og rotnandi matarleifar tóku á móti gestum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.6.2007 | 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Hæstvirtur" landsliðsþjálfari, Eyjólfur Sverrisson sér ekki til ástæðu til að hafa manndóm í sér og segja af sér.
En nei...ekki eftir að hafa náð jafntefli við knattspyrnuveldið sem að Lichtenstein er.
Heldur ekki þegar að við vorum niðurlægðir af "frændum" vorum Svíum.
En þegar að lokamark Svíanna er orðið mest skoðaða myndbandið á YouTube...þá finnst mér að það sé kominn tími á að horfast í augun við að hann er ekki fara neitt með þetta landslið annað en í klósettið!
Sættu þig við það "hæstvirtur" landsliðsþjálfari, þetta er verkefni sem að er alltof stórt fyrir þig!
Bloggar | 8.6.2007 | 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Seðlabanki Íslands er um margt og mikið merkilegt fyrirbæri. Hann heldur utan um minnstu mynt í heimi (að eigin sögn). Umfangsmikið er svo verkefnið, að þar á bæ þarf hvorki meira né minna en 3 bankastjóra!
Bandaríki Norður-Ameríku mynda saman stærsta hagkerfi í heimi, og er stærðargráða þess að Kaliforníu-ríki eitt og sér, telst vera 6. stærsta hagkerfi heims! Í seðlabanka BNA er einn bankastjóri!
Hvað eru okkar 3 að gera? Og af hverju eru þeir nánast undantekningalaust pólitískt ráðnir ? (Þýðir lítið að reina að þræta fyrir þetta, 2 orð: Davíð & Oddsson!)
Eru semsé ekki neinir hæfir menn í einkageiranum til að sinna svona starfi ? Eða hefur bankinn bara svona marga laxveiðidaga til að spila úr, að það þarf 3 bankastjóra til að fylla í þá?
Við skulum ekki gleyma því að þegar að ríkið seldi viðskiptabankanna, þá marg-marg-margfölduðust þeir í veltu, umsvifum og arðbærleika.
Things that make you go hmm...
Bloggar | 5.6.2007 | 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar