Vitlaus Gatnamót #2

IMG_0233

Hvar eru þau?

Á mótum Hamrahlíðar og Kringlumýrarbrautar.

Hvað er tilgangur þeirra?

Hleypa umferð frá Kringlumýrarbraut í Norðurátt og Suðurátt inn á Hamrahlíð,  og umferð frá Hamrahlíð inn á Kringlumýrarbraut til Suðurs. Þarna eru einnig gönguljós.

Hvað er vitlaust við þau?

1. Þau eru 400m frá stærstu og umferðarþyngstu gatnamótum á landinu!

2. Þau eru ljósastýrð og stoppa þar með umferð á umferðarþyngstu götu borgarinnar.

3. Það eru gönguljós þarna!

Hvað er til ráða?

Hér er reyndar mjög auðvelt að leysa vandann!

1. Byggja göngubrú þarna yfir.

2. Loka fyrir umferð frá Kringlumýrarbraut til norðurs inn á hamrahlíð.

Af hverju?

Þessi litlu gatnamót eru staðsett örstutt frá illræmdustu, stærstu og umferðarþyngstu gatnamótin landsins. Að setja umferðarljós þarna til að pirra fólk sem að morgna og kvölds situr fast í langan tíma við að komast yfir  Miklubraut, er eins og að snúa hnífnum í sárinu! Svo maður tali nú ekki um að hafa gönguljós, sem að hálfpartinn mætti kalla sjálfsmorðstilraun að nota! Fyrir 25 árum var Hlíðahverfið (syðra) stórt hverfi á Borgarskalanum. Í dag er þetta gróið og rándýrt að búa þar. Og að sjálfsögðu bliknar það í stærðarmun við nýju barnavænu úthverfin. Þessi gatnamót eru ekki vitlaus í þeyrri stærðargráðu að erfitt sé að leysa vandann, heldur er þvert á móti auðvelt að stórauka umferðarflæði.

Hafið ekki áhyggjur, þegar að ég hef tíma læt ég Miklubraut/Kringlumýrarbraut fá það óþvegið :) 

(Og ég er ekki enn farinn að tala um þau mislægu!) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband