Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Rætt um að háeffa ÍSOR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.10.2007 | 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samkvæmt "Deep Thought" var svarið við spurningunni: "What is the meaning of Life, Universe and Everything?" 42 (!?!?!)
Að sjálfsögðu tók það "Deep Thought" svo langan tíma að finna svarið að loks þegar að það kom, þá voru allir búnir að gleyma upprunalegu spurningunni!
Þess vegna var Jörðin smíðuð til að komast að því hvað upprunalega spurninginn var!
Þeir sem að hafa lesið hina óborganlegu trílógíu (í 5 hlutum!) eftir Douglas Adams kannast örugglega vel við þetta.
Veit ekki af hverju mér varð hugsað til þessara bóka, en glotti alltaf litlu brosi þegar að ég sé bókakápuna á bók nr 5 (Mostly Harmless) þar sem að stendur: "The 5th book in the increasingly inaccurately named Hitchiker's Triology"
Akkúrat minn húmor!
Bloggar | 30.10.2007 | 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Enn sem komið er lítur út fyrir að átak seinasta árs "STOPP" sé að skila einhverri vitundarvakningu, því ólíkt 2006 eru "einungis" 10 búnir að láta lífið í umferðinni í ár.
En það er líka 10 of mikið!
Svo heyrir maður af þessu...Og það sem verra er, þá virðist ökumaðurinn hafa fengið sömu silkihanskameðferð og allir af hans sauðahúsi. Það er klárlega skortur á öflugri umferðarlöggæslu í þessu landi eins og lýsingarnar af þessum slysstað bera með sér. En verra er meðhöndlun lögreglunar.
Birgir Þór Bragason hitti naglann á höfuðið í færslu sinni. Og hjartanlega er ég sammála honum!
Því hvet ég þig til að:
A. Blogga um þessa frétt og/eða skapa umræðu um þessi mál
B. Senda Samgönguráðherra og Dómsmálaráðherra harðort bréf um vanhæfni þeirra til að stuðla að bættri umferðarmenningu.
Hafðu það bakvið eyrað að það gæti verið þú, eða einhver þér nær sem að gæti orðið saklaust fórnarlamb svona ökuníðings.
Lögreglan: Ótrúlegt að ekki skyldi verða stórslys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.10.2007 | 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þarf maður að segja meira ?
Og það sem að verra er, þetta er hægt og rólega að verða svona hérna...
Brúðhjón í mál við blómasala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.10.2007 | 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er aldeilis að menn eru að uppgötva stóra hluti í ókeypis glerhöllinni sinni! (Breyting Laugardalsvallar og nýju skrifstofur KSÍ voru greiddar af öllum öðrum en KSÍ)
Eftir reyðifærslu mína um gersamlegt vanhæfi Eyjólfs Sverrissonar til að ná snefil af sjálfsvirðingu út úr þessum prímadonnum eru hér nokkrar skemmtilegar staðreyndir:
Liechtenstein er 160 km2, Ísland er 103,000 km2
Liechtenstein hefur 34,247 íbúa, Ísland 312,851
GDP (PC) hjá Liechtenstein er um US$ 25,000, hjá Íslandi um US$ 40,000
Við erum margfalt stærri, sterkari og ríkari en Liechtenstein, og er einhver jarðleg afsökun fyrir því að vinna þá ekki í fótbolta ? NEI!
Liechtenstein er skattaparadís, sem er eitthvað sem að Íslendingar í útrás elska!
Hér sé ég rosalegt sóknartækifæri! Og heldur betur tækifæri til að slá 2 flugur í einu höggi! Við ráðumst inn í Liechtenstein og hertökum það!
Þannig getur Björn fengið að nota sérsveitina sína í hernaðarlegum tilgangi, og við hindrað frekari niðurlægjandi úrslit á móti "stórveldinu" Liechtenstein!
Svo eignumst við þessa fínustu skattaparadís handa Hannesi Smárasyni og Binga :)
Þjálfarinn ábyrgur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.10.2007 | 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Liechtenstein er smáríki sem skartar ekki einum leikmanni í efstu deild í Englandi, Spáni eða Ítalíu. Við eigum hins vegar leikmenn í öllum þessum deildum. Það að tapa 3-0 fyrir þeim er hinn fullkomna niðurlæging!
Að lægstvirtur landsliðsþjálfari Eyjólfur Sverrisson sjái þetta ekki, er ný skilgreining á orðinu veruleikafyrring! Ég legg til að Háskólinn á Íslandi & Menningarsjóður breyti hið snarasta skilgreiningu orðsins í eftirfarandi: "Veruleikafyrring: Hugdettur Eyjólfs Sverrissonar um að hann nái að framkalla framþróun hjá Íslenska landsliðinu"
Tölurnar ljúga ekki, landsliðið hefur aldrei verið eins lélegt!
Eyjólfur, hypjaðu þig úr starfi og bjargaðu okkur frá frekari niðurlægingu! Það að þú sjáir það ekki sjálfur, gefur mér fullt skotleyfi á þig, og þú átt enga samúð skilið!
KSÍ má nú líka líta í eigin barm fyrir að ráða óreyndan mann í þetta starf!
Eyjólfur: Ég er ekki kominn í þrot með þetta lið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.10.2007 | 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 16.10.2007 | 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eða kannski bara smá "typo" hjá mbl.is fólkinu ?
Ósigur gegn Lettum, 2:4, en Eiður sló markametið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.10.2007 | 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég rak upp stór augu þegar að ég fletti í gegnum hið "nýja" blað 24 stundir í dag. Þar er nefnilega viðtal við elstu þingkonu í heimi, og hún er Íslensk! Og það sem að meira er, þá er hún hvorki meira né minna en 140 ára gömul! (sjá bls 4) Það verður að segjast að Ragnheiður Elín heldur sér vel þrátt fyrir háan aldur :) Í greininni kemur einnig fram að hún á 5 ára gamlan son, þannig að hún er vafalítið elsta móðir í heimi líka!
(Kannski að þetta sé prentvilla?)
Annars kemur þetta blað mér svolítið á óvart. Nokkrar góðar greinar í því og útlitið mjög gott, nútímalegt en auðlæsilegt. Illugi Jökulsson skrifar ansi góða grein um sápuóperuna í ráðhúsinu, og þótt að ég sé nú ekki alltaf sammála Illuga, þá er hann klár kall og góður penni.
Einnig mæli ég með að fólk fletti vel og vandlega í gegnum blaðið, þar sem að það leynist í því þrælfyndinn brandari í formi lítillar auglýsingar!
Bloggar | 13.10.2007 | 16:09 (breytt kl. 16:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef mikið velt því fyrir mér í lífi mínu hvort sé mikilvægara, ferðalagið eða áfangastaðurinn ?
Þetta er ein af þessum spurningum sem að maður brýtur heilann yfir. Ég er meira þeirrar skoðunar að ferðalagið sé mikilvægara, þótt að áfangastaðurinn sé ánægjulegur.
Ég hef nýferið hafið ferðalag sem að kemur til með að endast mér alla ævi, og aldrei hef ég hlakkað eins mikið til, og heldur hef ég aldrei upplifað aðra eins hamingju í ferðalagi!
Ég rakst á fleyga setningu úr kvikmynd einni sem að lýsir þessu mjög vel, og mér hefur alltaf þótt vænt um. (Enda leikarinn sem fór með hana einn af fremstu Shakespeare leikurum samtímans)
"Someone once told me that time was a predator that stalked us all our lives. I rather believe that time is a companion who goes with us on the journey and reminds us to cherish every moment, because it will never come again. What we leave behind is not as important as how we've lived. After all, we're only mortal. "
(Tíu stig ef þið getið bent á myndina:))
Takk fyrir að leyfa mér að fara í þetta ferðalag með þér!
Bloggar | 11.10.2007 | 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Augu almannavarna á mikilvægum innviðum
- Hraun fór yfir Grindavíkurveg
- Él á Norður- og Austurlandi
- Sáu eldgosið brjótast út frá Snæfellsnesi
- Búseta skortir byggingarlóðir
- Gosið gæti varað lengur: Meiri fyrirstaða í gosrásinni
- Erlendir miðlar greina frá tíunda gosinu
- Beint: Eldgos hafið við Stóra-Skógfell
Erlent
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
- Ergelsi hjá Google
- Tvíburasystur týndust í Tyrklandi