Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Að láta "taka" sig...

Hér á íslandi er í notkun ansi merkilegt kerfi hvað fasteignir varðar.

Öllum fasteignaeigendum ber að hafa tryggingu (gott og blessað) skyldi nú allt um koll keyra. Hinsvegar stendur ríkið fyrir því að tryggja tryggingarfélögunum takmarkaða bótaskyldu ef um bruna er að ræða á fasteigninni þinni.

FMR, eða Fasteignamat Ríkisins sér um að meta og gefa út tvennskonar möt. Fasteignamat & Brunabótamat. Fasteignamatið nær til lóðar og fasteignar og þjónar í sjálfum sér engum tilgangi lengur þar sem að flestar lánastofnanir lána samkvæmt markaðsvirði. Brunabótamatið nær hinsvegar til þess kostnaðar sem að felst í því rífa þitt gamla og byggja nýtt ef til bruna skildi koma.

Þar sem að stórkostlegur munur er á markaðsvirði fasteignar og brunabótamats, er nokkuð fyrirsjáanlegt að kostnaðurinn í raun við að rífa og byggja, myndi alltaf vera hærri sökum verðbólgu og annara þátta. Því er nokkuð öruggt að brunabótamat getur mjög sjaldan dekkað þann kostnað sem að það á að gera. Annað sem að skekkir brunabótamatið er að það er í öllum tilvikum lægra á eldra húsnæði. Þetta er mjög skrýtið, þar sem að það er nokkuð öruggt ef að fasteign þín brennur, þá kostar X krónutölu að reisa nýtt, óháð aldri!

Hægt er að tryggja sig aukalega með svo kallaðri viðbótartryggingu, þannig að maður fái því sem næst að fullu bætt markaðsvirði. Að sjálfsögðu kostar það auka :)

FMR er stofnun sem að er tímaskekkja, og löngu kominn tími á að endurskoða hana, sem og verklagsreglur hennar.

Ert þú með viðbótarbrunatryggingu ? 


Fylgist með...the plot thickens!

Glæsilegt!

Hér er á ferðinni kjörið dæmi um hvernig athygli fjölmiðlanna er stutt. Eftir u.þ.b. viku til tvær verður þetta "skítamál" algerlega horfið úr umræðunni, og allir búnir að gleyma því. Ekki útaf því að það er ekki nógu áhugavert, heldur vegna þess að fjölmiðlar nenna ekki að vernda hagsmuni almennings, þar sem að það skilar ekki auglýsingatekjum!

Að vissu leyti er það skiljanlegt, þeir eru fyrirtæki í rekstri, en ekki góðgerðarstofnun. Sama má segja um RÚV, en þar gildir annað lögmál, nefnilega að rugga ekki pólitíska bátnum.

Þetta er ekki ólíkt "Kælismálinu" mikla, þar sem að Vilhjálmur skildi eftir sig svo breiða og brúna rönd  langt upp á bak, að meira að segja stuttbuxnastrákarnir í Valhöll hristu hausinn og spurðu sjálfa sig: "Where the f**k did this guy come from?"

Eins og það kemur til með að fara með þetta mál, þá hvarf sú umræða um leið og Villi kom með slæjar afsakanir um að kælirinn mætti alveg vera þarna fyrir honum.

Sama er að gerast hér, nú er allt í einu "sátt" í Borgarstjórnarflokk Íhaldsins ? Eitthver hlýtur að hafa fengið eitthvað gott í skóinn til að drepa málið, og leikur mér sá hugur að spunalæknar flokksins hafi fyrirskipað þessa afgreiðslu.

Þessir 10 milljarðar sem að OR á að hagnast á "sölunni" munu snarlega hverfa sökum "eyðslu fyrri borgarstjórnar" og "uppsafnaðs vanda í fjármálum borgarinnar".

Og hverjir eiga svo forkaupsrétt á þessum hlut ? Bjarni, Jón, Hannes og hinir drengirnir...

 Takið mig á orðinu! 2 vikur í mesta lagi, og þá verða fjölmiðlar búnir að gleyma þessu! Þrátt fyrir að vera allt hið mesta klúður frá A til Ö! 


mbl.is Eiga forkaupsrétt á hlut Orkuveitunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sko...

Hvað veldur því að við skipulaggningu umferðarmannvirkja, er alltaf verið að stoppa í eitt og eitt gat á lekandi fatinu, en ekki bara gera almennilega við fatið?

Nú er verið að berjast í bökkum við að klára framkvæmdir við Reykjanesbraut (sem áttu að klárast í ágúst) og mikið hef ég velt fyrir mér einu.

Fyrst að nú á annað borð það er verið að fara út í svona miklar framkvæmdir og tvöfalda frá Smáralind inn í Kaplakrika, af hverju voru gatnamótamál ekki leyst? Hvers vegna voru ekki sett mislæg gatnamót hjá Smáranum & Vífilstöðum?

Það er hvergi hægt að finna betri aðstæður, en akkúrat á þessum stöðum til að setja mislæg gatnamót, þar sem að á báðum stöðum eru háir bakkar sitt hvoru megin vegar, sem að gera brúarsmíði einstaklega einfalda! Enginn þörf á að lyfta landinu til ná hæð fyrir brúna.

Af einhverjum völdum hafa þeir nú samt ákveðið að gera það ekki, og svo leikur mér hugur að innan skamms tíma verði byrjað að kalla á þetta. 

Það eina sem að hefur náðst með þessari tvöföldun er að í stað þess að vera með eina röð af bílum, ertu með tvær á háannatíma!

Jú og náttúrulega hljóðmönin í Hnoðraholti...Þvílíkt mannvirki! 


Ómenning!

Ég er kominn í Umferðargírinn aftur! Kannski er það vegna þess að ég var 10 mínútum of seint á ferðinni í morgunn, og lenti þar af leiðandi í umferð :P En nú er ég búinn að vara ykkur við, þannig að ekki vera hissa þótt að það fylgi nokkrar færslur...

Rasismi

Ég er búinn að komast að þeirri hræðilegu staðreynd að ég er rasisti!

Ég get rasað út um allt og ekkert, og sérstaklega málefni sem að ég hef ekkert vit á.

Ég rasa þar til að eyru áheyranda eru orðinn bleik og blá af þreytu!

Kannski er ég bara tuðisti? Og þetta sé bara tuð í mér?

Eða nöldristi?  Nöldra ég kannski soldið?


« Fyrri síða

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband