Ég er ekki sáttur við margt í þjóðfélaginu. Þannig að ég sendi dómsmálaráðherra bréf...
Sæll Björn.
Ég vil lýsa óaánægju minni með þróun glæpsamlegra athæfa og dómsmála á Íslandi. Mér finnst skammarlegt að sjá að þeir sem að eru valdir til að tryggja öryggi okkar borgaranna, sem að svo rausnarlega höfum gefið þér atvinnu og umboð til að sinna þessum málefnum fyrir okkar hönd, þurfa að bókstaflega skrimta á móðgandi 170.000 kr á mánuði í byrjunarlaun. Það er vel skiljanlegt að því leyti að það gangi illa að manna löggæslu á Íslandi,ef að menn eru beðnir um að hætta lífi og limum fyrir peninga sem að varla duga einhleypingi til að framfleyta sér.
Það er einnig óásættanlegt að hversu oft kemst í fréttirnar þegar að misyndismenn þessa þjóðfélags fái afslátt á dómum þegar að þeir áfrýja til hæstaréttar. Það að fjölmiðlar fái tækifæri til að skrifa um það, er til sanns vegar merki um að pottur sé brotinn í hugsanaferli því sem að gerist á göngum hæstaréttar.
Ekki getur talist verjanlegt að afbrotamenn, sem sannarlega eru sekir, fái afsátt á sektum og dómum, á því einu að áfrýja til hæstaréttar. Sjá þessa frétt:
http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1291218
Þetta er ekki einsdæmi, og einhver veginn leikur mér hugur að við komum til með að sjá meira af þessu.
Skortur á frumkvæði, ákveðni, staðfestu og áreiðanleika í löggæslumálum er gapandi, og leiðréttu mig ef að um misskilning er að ræða af minni hálfu, en mér skilst að dómsmálaráðherra sé einmitt æðsta vald okkar í þessum efnum.
Ég gef ekki mikið fyrir herferðir í miðborg Reykjavíkur gegn fólki sem að er að kasta þvagi, þótt að það sé byrjun, þá held ég að áherslurnar séu ranglega settar í þeim efnum.
Það þarf ekki bara hallarbyltingu í hugsanaferlinu sem að virðist ríkjandi í þessum málum, heldur þarf að koma ákveðinn og fastur tónn frá hæstu hæðum um að ofbeldi og glæpir séu ekki ásættanlegir.
Þetta er málefni og málaflokkur sem að ekki bara er viðkvæmur, heldur er mjög einfalt að halda uppi langri umræðu á honum, svo ábótavant er í honum!
Sú þróun sem að þjóðfélagið er í, er ekki til fyrirmyndar. Viltu vera maðurinn sem að fólk minnist sem sá sem að gerbreytti því, eða bara enn einn ráðherran sem að þiggur laun.
Kveðja,
Þinn vinnuveitandi
Árni Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mjög gott. Mjög gott. Mér líkar undirskriftin. Það er staðreynd sem við gleymum. Endilega láttu vita ef þú færð svar við þessu.
Jóna Á. Gísladóttir, 13.9.2007 kl. 21:08
Já mjög gott, í hóf stillt, en það sem er meint er vel skiljanlegt og skýrt
Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.9.2007 kl. 21:15
Frábært hjá þér Árni.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 09:54
HAHAHAHAHA Þinn vinnuveitandi
Rugludallur
But i like the way you Think
Ómar Ingi, 20.9.2007 kl. 22:40
Gott hjá þér strákur þú, ert hugrakkur
Fríða Eyland, 22.9.2007 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.