Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Mikið hefur á undanförnum árum borið á "væli" um skort á almennilegum almenningssamgöngum á Höfuðborgarsvæðinu. Oftar en ekki hefur þessi umræða verið á því plani sem að kalla mætti "Gagnkvæmt Skítkast", þar sem að notendur gagnrýna kerfið fyrir að vera óþjált, tímafrekt, ótöðugt og dýrt. Strætó B/S og sveitastjórnungarskörungar hafa svo aftur á móti gagnrýnt borgaranna fyrir að nota það ekki meira.
Það þarf ekkert að sýna lýðræðislega kjörnum lotnafulla virðingu og taka undir þeirra rök að kerfið sé gott og við ættum að nota það meira. Staðreyndin er einfaldlega sú að kerfi, infrastrúktur og verðlag Strætó er gamaldags, hallærislegt og einfaldlega hlægilegt!
Eitt far með strætó kostar í dag 280 kr. Albeit, algerlega óháð vegalengd.
Þessi upphæð verður hinsvegar ansi hlægileg þegar að litið er til þess að það kostar 280 kr að ferðast frá Hlemmi niður á Lækjartorg, og að sama skapi sama verð fyrir að ferðast frá Lækjartorgi upp á Akranes!
Sökum vinnu minnar var ég á ferð í Hollandi. Holland er ekki stórt land, en þar búa víst 16 milljónir. Þar er ansi gott lestarkerfi og nýtti ég mér það á ferð minni. Það kostaði mig um 450 kr íslenskar (5) að ferðast um 50 km leið með lest! Svona eins og til Kebblabíkur. Svipuð ferð með rútu á íslandi ? 1200 spírur! Og það Íslenzkar!
Go figure!
Bloggar | 31.7.2007 | 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjasta-nýtt í tískuorðaslettingum er að sjálfsögðu að "kolefnisjafna" , og þá er einna helst verið að tala um bílinn. Ekkert þykir fínna en að geta státað sig af því að vera búinn að "kolefnisjafna" gamla skrjóðinn eða fína jeppann.
Ég verð nú að viðurkenna að ég hef lúmskt gaman af þessu snobbi fyrir svona hugtökum þegar að þau því sem næst vaxa upp úr jörðinni eins og ilggresi. Skemmtilegra þykir mér að heyra fólk sletta þessu fyrir sig til að geta nú keypt sér skammvinna sæluvímu um að nú hafi viðkomandi lagst sitt af mörkum til að bjarga heiminum frá algerri glötun.
Litla Yaris beyglan mín losar um 2,3 tonn af koldrasli, og þarf því að troða niður 22 trjám til að núlla út rúntinn minn í vinnuna og tilbaka.
Ég verð nú að segja að ég hef ekki mikið vit á þessu, en ef rétt reynist, þá skil ég ekki alveg af hverju að við nýfæddu umhverfisfasistarnir sem að við teljum okkur vera með því að kolefnisjafna, skikkum ekki þessi stórmengandi stórfyrirtæki til að gera þetta ef að þeir vilja byggja hér álver ?
Duh...þetta hljómar svo einfalt! Kannski er þetta aðeins flóknara ? Hinsvegar er alveg ljóst, að það mætti sko alveg gróðursetja fleyri tré á Íslandi. Ekki alveg eins og að það sé svona svakalega skógi vaxið hér ?
Að sjálfsögðu myndi það kosta svona sjoppu eins og Alcan litlar 6-700 milljónir hið minnsta að kolefnisjafna árlega! Kannski ekki hvatinn til að byggja fleyri álver, þar sem að sparnaðurinn í orkukaupum myndi fljótt fjúka út um gluggann við þetta!
Hinsvegar...væri alveg hægt að taka svona eins 100 milljónir árlega frá hverjum af þessum 3 álverum sem að eru hér núna, og nota það til að planta trjám. Það myndi hressilega auka af trjám á Íslandi! Tja...svona eins um 5 milljón tré á ári í boði álsins! (Mínus 1-2 milljónir sem að rollurnar myndu éta!)
Það má ekki gleyma að framleiðsla orkunar til notkunar í álverum er í öllum tilvikum græn, ekki alveg það sama og gerist á bílnum þínum!
Í hnotskurn...það að hlaupa til og kolefnisjafna bílinn sinn, er ekki lausnin. Það er bara plástur á samviskuna svo að maður geti talað illa um alla hina!
P.s. Ég er ekki búinn að kolefnisjafna Yaris-inn og tapa ekkert svefni yfir því!
Bloggar | 31.7.2007 | 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér kemur tvöfaldur skammtur af umferðarpirringi mínum! Ástæðan fyrir því að hann er tvöfaldur er vegna þess að þessi 2 gatnamót eru einungis um ca 300m frá hvort öðru og eru hálfpartinn spegilmynd af hvor öðru!
Vitlaus Gatnamót #3
Hvar eru þau ?
Reykjanesbraut og Álftanesveg (!?!?) (Ekkert tengt Álftanesi heldur "Hraununu" í Hfj.)
Hver er tilgangur þeirra ?
Að hleypa umferð frá Álftanesvegi til Austur/Vesturs inn á Reykjanesbraut og hleypa umferð frá Reykjanesbraut úr sömu áttum inn á Álftanesveg (inn í Hraunin)
Hvað er rangt við þau ?
Umferðarljósin! Nálægð þeirra við Vitlaus Gatnamót #4 (sjá síðar) sem og umferðarljós á einni af stærstu og þyngstu stofnæðum Höfuðborgarsvæðisins gera ekkert annað en að tefja umferðarflæði!
Hvað er til ráða ?
Hér þarf í raun 2 lausnir. Annars vegar að fjarlægja ljósin, og tengja þennan veg við mislægu gatnamótin í við Urriðaholtsbraut (IKEA) og hinsvegar að setja hringtorg.
Af hverju ?
Reykjanesbraut sem var byggð í gegnum Kópavog/Garðabæ/Hafnarfjörð sprakk á fyrsta degi, og loks nú í Ágúst á tvöföldun hennar að ljúka. Þrátt fyrir ýmsa galla í tvöföldun hennar (kem að því seinna), þá eru þessi gatnamót í raun og veru einungis hraðahindrun, og mjög léleg sem slík!
Vitlaus Gatnamót #4
Hvar eru þau ?
Á mótum Hamrabergs og Reykjanesbrautar
Hver er tilgangur þeirra ?
Hleypa umferð frá Setbergshverfinu inn á Reykjnesbraut til Austur/Vesturs og frá Reykjanesbraut inn í Setbergshverfið frá sömu áttum.
Hvað er vitlaust við þau ?
Nákvæmlega það sama og við Gatnamót #3!
Hvað er til ráða ?
Hér væri kjörið að setja hringtorg, en svipað og með Gatnamót #3 er deginum ljósara að umferðarljósin þurfa að víkja.
Af hverju ?
Líkt og með "Tvíburann" sinn, þá er með ólíkindum að það skuli vera umferðarljós þarna til þess eins að þjónusta aðgengi inn og út úr ekki stærra íbúðarhverfi!
Bloggar | 22.7.2007 | 11:56 (breytt kl. 12:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er ennþá að átta mig á hvað þetta er, en Dísa klukkaði mig so here goes!
1. Ég hata leti og óheiðarleika!
2. Ég þarf alltaf að spyrja "Af hverju?"
3. Ég horfi frekar lítið á sjónvarp.
4. Uppáhaldsþátturinn er "The Amazing Race"
5. Ég er ástfanginn af náttúru íslands! (Í hófi)
6. Ég verð tæpur á geði á að aka um Stór-Reykjavíkursvæðinu.
7. Líkaminn vaknar snemma, hausinn fyrst á fjórða bolla!
8. Mér finns gaman að hlusta! (Svo lengi sem að fólk hefur eitthvað að segja:P)
Bloggar | 20.7.2007 | 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Merkilegt nokk þegar að loks kemur almennilega góð hita og blíðskaparbylgja á Íslandi, þá flýr maður til útlanda! Og ekki bara til útlanda, heldur beint í rigningu, rok og haglél!!!
Lundúnabúar mega vel vera fúlir yfir veðrinu sem að hefur hrjáð þá, og þá sérstaklega þeir sem að hafa gert sér ferð til að horfa á Wimbledon, þar sem að hver dagurinn af öðrum hefur farið út um þúfur sökum mikillar niðurkomu. Greyið Rafael Nadal var í 5 daga að klára 1 leik!
Hinsvegar sluppu íbúar í höfuðborginni við ógnar-úrhellinn sem að hafa valdið hrikalegum flóðum í Norður-Englandi.
Hvað um það...við feðginin skemmtum okkur konunglega við að geta notað regnhlíf án þess að fjúka í burt eins og Mary Poppins!
Bloggar | 6.7.2007 | 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar