Hugleiðingar um almenningssamgöngur...

Mikið hefur á undanförnum árum borið á "væli" um skort á almennilegum almenningssamgöngum á Höfuðborgarsvæðinu. Oftar en ekki hefur þessi umræða verið á því plani sem að kalla mætti "Gagnkvæmt Skítkast", þar sem að notendur gagnrýna kerfið fyrir að vera óþjált, tímafrekt, ótöðugt og dýrt. Strætó B/S og sveitastjórnungarskörungar hafa svo aftur á móti gagnrýnt borgaranna fyrir að nota það ekki meira. 

Það þarf ekkert að sýna lýðræðislega kjörnum lotnafulla virðingu og taka undir þeirra rök að kerfið sé gott og við ættum að nota það meira. Staðreyndin er einfaldlega sú að kerfi, infrastrúktur og verðlag Strætó er gamaldags, hallærislegt og einfaldlega hlægilegt!

Eitt far með strætó kostar í dag 280 kr. Albeit, algerlega óháð vegalengd.

Þessi upphæð verður hinsvegar ansi hlægileg þegar að litið er til þess að það kostar 280 kr að ferðast frá Hlemmi niður á Lækjartorg, og að sama skapi sama verð fyrir að ferðast frá Lækjartorgi upp á Akranes! 

Sökum vinnu minnar var ég á ferð í Hollandi. Holland er ekki stórt land, en þar búa víst 16 milljónir. Þar  er ansi gott lestarkerfi og nýtti ég mér það á ferð minni. Það kostaði mig um 450 kr íslenskar (€5) að ferðast um 50 km leið með lest! Svona eins og til Kebblabíkur. Svipuð ferð með rútu á íslandi ? 1200 spírur! Og það Íslenzkar!

Go figure! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband