Ég rak upp stór augu þegar að ég fletti í gegnum hið "nýja" blað 24 stundir í dag. Þar er nefnilega viðtal við elstu þingkonu í heimi, og hún er Íslensk! Og það sem að meira er, þá er hún hvorki meira né minna en 140 ára gömul! (sjá bls 4) Það verður að segjast að Ragnheiður Elín heldur sér vel þrátt fyrir háan aldur :) Í greininni kemur einnig fram að hún á 5 ára gamlan son, þannig að hún er vafalítið elsta móðir í heimi líka!
(Kannski að þetta sé prentvilla?)
Annars kemur þetta blað mér svolítið á óvart. Nokkrar góðar greinar í því og útlitið mjög gott, nútímalegt en auðlæsilegt. Illugi Jökulsson skrifar ansi góða grein um sápuóperuna í ráðhúsinu, og þótt að ég sé nú ekki alltaf sammála Illuga, þá er hann klár kall og góður penni.
Einnig mæli ég með að fólk fletti vel og vandlega í gegnum blaðið, þar sem að það leynist í því þrælfyndinn brandari í formi lítillar auglýsingar!
Flokkur: Bloggar | 13.10.2007 | 16:09 (breytt kl. 16:12) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Af mbl.is
Íþróttir
- Bjarni vann svigmót á Ítalíu
- Viktor Gísli fékk innilegt faðmlag frá utanríkisráðherra
- Strákarnir skelltu Serbum í Belgrad
- Chelsea loksins á beinu brautina (myndskeið)
- Elísabet: Svekkjandi að fá ekki starfið
- Fullt hús stiga í fjórða sinn hjá Íslandi
- Veit hvernig á að fá mig í gang
- Góð tilfinning frá fyrstu mínútu
- Ísland hefur leik gegn toppliðinu
- Chelsea upp í fjórða sætið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.