Færsluflokkur: Bloggar
Þótt að ég hafi nú ekki afrekað að lesa eins mikið og ég vildi um ævina, þá er ein bók sem að ég las ekki fyrir löngu sem að skildi mikið eftir sig hjá mér.
Bókin heitir "Shake hands with the Devil: The failure of humanity in Rwanda" eftir Kanadíska hershöfðingjan Romeo Dallaire. Romeo var yfirmaður UNAMIR á tímum þjóðamorðanna, og þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir og skýrslur um hvað væri í uppsiglingu og hvað væri að gerast, brást alþjóðasamfélagið, og þá sérstaklega SÞ, Belgar, Frakkar og BNA ekki við.
Á einungis 100 dögum voru myrt um 800.000-1.000.000 manns. Menn konur og börn.
Flestir voru myrtir með Kylfum og sveðjum.
Þegar að mest gekk á, hrönnuðust líkin það hratt upp að vegir voru orðnir ófærir og árnar yfirfullar af rotnandi líkömum.
Ef að þér langar að kynnast af eigin raun hversu illgjörn og hræðileg mannskepnan getur orðið, þá er þessi bók svo sannarlega skyldulestur. Ég held að fáir geti sagt söguna jafn áhrifamikið og Dallaire, þar sem að hann stóð hjálparlaus og algerlega ófær um að stoppa þetta, mitt í blóðbaðinu.
Bloggar | 28.8.2007 | 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það verður nú að taka hattinn ofan fyrir þessum manni! Að hafa náð einn og óstuddur fram til þessa mikla leyndarmáls sem að það er að Bandaríkjastjórn vilji ráðast á Íran.
Það er sorglegt að sjá að ríkisstjórn sem að rétt nær að slefa upp í stuðning 1/3 af þjóð sinni geti hagað sér svona. Bandaríkin hafa ekki farið aftur á við í tíð George Bush, þau hafa einfaldlega breyst í það sem að hann telur sig vera að berjast við.
Kalt, ofstækisfullt fasistaríki!
![]() |
Segir Bandaríkjastjórn vilja gera árás á Íran |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.8.2007 | 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allir ættu að taka sér tíma til að skrifa eitt lítið e-mail til landlæknisembættisins og leggja henni Heiðu lið í baráttu sinni gegn Flunitrezapam (stafs?)
Fyrst að hægt var að taka Rohypnol af markaði, af hverju ekki þetta ? Þetta er jú sama lyfið!
http://skessa.blog.is/blog/skessa/entry/293635/
Spakmælið segir að þögn sé sama og samþykki, þannig að nú verður gaman að sjá hvort að fólk vilji ekki standa upp og sýna að það sé ekki samþykkt því að nauðgarar geti komist yfir verkfæri til að framkvæma svona verknaði!
Bloggar | 26.8.2007 | 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikið væri nú roslega gaman að vinna í lottó-inu!
Svo er nú alveg spurning hversu gaman það væri að vinna 10 milljónir í lottó, ef að maður þarf síðan að eyða 30-40 milljónum til að geta notað lottó vinninginn ???
"Things that make you go hmmm..."
![]() |
Ísland vann í lottóinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.8.2007 | 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er sko bloggmorgun hjá mér!
Sjálfur hef ég eytt hlutfallslega miklum tíma ævi minnar hjá Möggu frænku, og aldrei nokkurn tímann fann ég til samúðar með Kristjaníu-búum!
Ekki það að Kristjanía sé slæmur staður, eða fólkið sé slæmt, heldur var það vegna þess að fólk sem að þarna bjó, "starfaði" og vandi komur sínar bar enga virðingu fyrir heiminum utan Kristjaníu.
Besta lýsingin er kannski barnalegur anarkismi!
Svo er náttúrulega ekkert launungamál að þarna þreifst vel og lengi blómleg og opin eyturlyfjasala. Eins "afslöppuð" og "friðsæl" hún var, þá vissu allir að baklandsmenn hennar voru fyrirmyndarborgararnir í Hells Angels. Óþekkir strákar þar!
Vandamálið liggur kannski í að Kristjanía sem slík, er ekkert voðalega merkileg nema að maður sjái hana í hassvímu, eða að það liggi yfir henni ský af hassrreykingum! Og einhversstaðar í fjarska ómi "Let the sunshine in....".
Þó aðallega í hausnum á þér!
![]() |
Samkomulag gert um framtíð Kristjaníu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.8.2007 | 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Engin refsing er hærri dauðdómi. Sitt sýnist hverjum um ágæti hans, og er einfalt að mæla með og á móti honum.
Þegar að maður hinsvegar les um svona viðbjóð fara einnig hörðustu andstæðingar hans að hugsa sig um, eins og kannski sést á nokkrum bloggfærslum um þessa frétt.
Ég hef aldrei lagt dul á það að ég er fylgismaður dauðrefsingar, en einungis til handa skrímslum sem þessum! Mér finnst persónulega að þegar að fólk hefur framkvæmt svona óhugnað hefur það sjálft skrifað undir dauðadóminn. Og gildir þá einu hvort um geðveiki, greindarskort eða aðrar "útskýringar" er að ræða!
Ég segi þetta ekki vegna þess að ég er illa innrættur eða að ég trúi á ofbeldi, þvert á móti! Ég segi það vegna þess að ég er faðir, og aldrei nokkurn tíma myndi ég lifa í rónni ef að einhver myndi gera nokkuð í bara minnsta námunda við mín börn!
![]() |
Dæmdur til dauða fyrir að nauðga og myrða níu ára stúlku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.8.2007 | 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Var að fletta í gegnum gamla (niðurlagða) bloggið mitt...tíhí
Komst að því að ég er ansi pirraður einstaklingur í umferðinni! Ákvað því að grafa upp eina og eina færslu af því, þar sem að ég er að hella úr skálum reyði minnar. Hér kemur sú fyrsta:
Í þessu guðsvolaða en yndislega landi er fátt sem fer meira í taugarnar á mér en umferðin! Ekki þunginn, því hann er því sem næst enginn, heldur hvernig við högum okkur í umferðinni. Að sjálfsögðu er hægt að tala um umferðarmenningu, því allt sem skapað er af mönnum flokkast undir menningu. Hún er hinsvegar svo slæm og tillitsemin enginn að 1/10 af því sem að maður sér væri yfirdrifið! Til hvers eru bílaframleiðendur að setja stefnuljós í bíla sem að eru á leið til Íslands? Það er engin not fyrir þau hér, þar sem að fæstir virðast vita hvaða tilgangi þau þjóna! Af hverju ekki bara að spara peninginn og setja eitthvað annað sniðugt í þessa bíla?
Virðing fyrir hraðatakmörkum er því sem næst enginn, og það að taka framúr er bara eitthvað sem að þú gerir á þann máta sem að þér hentar best! Hægri, vinstri eða í bland, any which way goes! Svo maður tali nú ekki um að "gefa séns". Hversu oft verð ég ekki vitni að því að bíll reynir að komast inn í stofnbraut frá aðrein, og þeir sem að eru að aka í stofnbrautinni annað hvort skifta ekki um akrein, eða gefa í til að hann komist nú ekki. Í öllum siðmenntuðum þjóðum er það nú bara sjálfsagt að bílar sem eru í stofnbraut hleypi fólk inn í, hvernig sem að þeir fara að því. Sérstaklegi í þungri umferð, lætur hver bíll einn komast inní. Semsagt tannhjólakerfi! Ekki flókið hjá flestum vestrænum þjóðum, en íslendingar...neiiiii! Ekki skalt þú fá að taka þessa auðu 5 metra fyrir framan mig!! Hverskonar illkvitni og kvikyndisskapur er þetta eiginlega?? Það er nú ekki eins og að þetta tefji stórkostlega fyrir manni, kannski um svona...tja..10 sekúndur! Vá hvað þessar 10 sekúndur eru mikilvægar?
Þetta efni er mér sérlega huglægt, sérstaklega eftir að hafa keyrt í velflestum löndum vestur-evrópu, og í bandaríkjum norður ameríku. Þið megið treysta á að ég rexi og pexi reglulega um þetta, og ég er ekki enn byrjaður á Umferðarstofu!!
Bloggar | 22.8.2007 | 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Írar eru um margt merkilegt fólk. Einn af þeirra óumdeildu "hæfileikum" er að líta ekki á sorgina sem slæman hlut, heldur sem nýja byrjun. S.d. geta þeir sungið alla ástjarðarsöngvana með bros á vör, þótt svo að ansi fá lög sem að koma frá Írlandi fjalli um einhver gleðiefni. Oftar en ekki er verið að segja frá einhverju ömurlegu úr Írskri sögu, og þar er víst af nógu að taka!
Einnig finnst Írum ekkert sjálfsagðara en að fara á pöbbinn að lokinni jarðaför og hella sig skeldrukkna til að minnast viðkomandi sem að liggur undir mold.
Það er náttúrulega engum blöðum um það að fletta að Írar drekka...mikið!
Einn af þeirra helstu drykkjum er að sjálfsögðu Guinness, sem að er jafn samdauna Írskri menningu og blótsyrðin og viskíið.
Guinness er merkilegur drykkur og merkilegt fyrirtæki. S.d. eru þeir kostunaraðilar heimsmetabókarinnar. (Þá veistu hvaðan það Guinness er komið)
Þeir gera einning alveg bráðskemmtilegar sjónvarpsauglýsingar og fá þær oftar en ekki mikla athygli fyrir frumleika go sniðugheit. Þeim fylgir að sjálfsögðu alltaf einhver skemmtileg slagorð sem að maður man mjög auðveldlega eftir, og eru ósjaldan einföld orðatiltæki sem að allir nota í daglegu lífi.
Eitt þessara slagorða er: "Good things come to those who wait" eða "Góðir hlutir koma til þeirra sem að bíða" og er þarna verið að vísa til þess að maður verði að bíða eftir að Guinness-inn skiljist í glasinu, eða "setjist". Einfalt og þekkt, en áhrífaríkt.
Hvað orðatiltækið varðar...þá er það dagsatt, "Good things come to those who wait"
Bloggar | 20.8.2007 | 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Oft hef ég velt því fyrir mér hver komst að því að maður læri af mistökunum. Eins og aðrar gamlar tuggur og klisjur hefur þessu verið slengt fram og til baka í þeirri von um að við sem að teljum okkur hluta af mannkyninu getum notað þetta til að læra og betra okkur.
Samt er þó þannig að þótt að þetta gagnist mörgum og við sem einstaklingar getum bætt okkur, þá erum við sem heild ekkert að læra, og virðist allt fara í hringi hvað þetta varðar.
Sannast ekki hið fornkveðna: "Það er í eðli mannsins að eyða sjálfum sér" ?
Ég var að horfa á margverðlaunaða frammistöðu Forest Whitaker's (íslandsvinur n.b.) í "The Last King Of Scotland". Að sjálfsögðu átti hann allar stytturnar skilið, þótt að restin af leikurunum átti í erfiðleikum með að fylgja með :)
Hinsvegar varð mér hugsað til þess sem að Idi Amin gerði á sínum stjórnarárum. Amin náði að myrða 300.000 samborgara sína á 8 ára valdatíð sinni. Þrátt fyrir þrálátan orðróm lágu aldrei neinar haldbærar sannanir fyrir að hann gefði verið mannæta.
Miðað við sögu afríku, og þá staðreynd sem að fólk stóð frammi fyrir er Amin hrökklaðist frá völdum, hefði maður haldið að umheimurinn myndi læra og ekki leyfa þessu að gerast aftur?
Langt frá því!
Ég ætla nú bara að stikla hratt yfir verstu dæmin, og það bara í afríku.
Búrúndí 1972 U.þ.b. 100-150.000 myrtir (á ca 6 mánaða tímabili)
Sómalia 1991-1992. U.þ.b. 300.000 myrtir (á ca 8 mánaða tímabili)
Rúanda 1994 U.þ.b. 800-1.000.000 myrtir (á 100 dögum)
Auðvitað hafa hræðilegir hlutir gerst fyrir utan afríku, en þetta eru bara dæmi þaðan.
Það sem að verra er, að enn einu sinni er þetta að gerast, nú í Darfúr í Súdan.
"Sérfræðingar" telja lægstu töluna aldrei vera undir 200.000 sem að hafa verið myrtir, en aðrir telja hana vera nær 600.000
"Af mistökunum lærir maður" ?
Greinilega ekki...
Bloggar | 18.8.2007 | 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er sannkölluð ánægja að sjá hversu vel og hraustlega kvennaknattspyrnan dafnar á Íslandi.
Í mörg ár nú, hafa gæði hennar stigið uppávið og er það farið að skila sér í geysisterku landsliði og fyrnasterkum félagsliðum.
Eina sem að ég gæti sett sem áhyggjuefni er að "stærri" liðin 3 (Valur, KR og Breiðablik) hafa nokkuð einokað titlana, sem og leikmennina (konurnar).
Það væri gaman að sjá 1 lið til viðbótar koma sterkt inn og brjóta þetta smávegis upp, svo að þetta endi ekki eins og í karlaboltanum í Portúgal, þar sem að Benfica, Porto og Sporting hafa "bróðurlega" skifst á að vinna titillinn í 85 ár!
Endilega meiri umfjöllun um kvennaboltann og meiri stuðning við þær!
![]() |
Ísland á að vera með eina sterkustu deild í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.8.2007 | 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar