Spakmæli? Orðatiltæki? Eða einfaldlega þversögn?

Oft hef ég velt því fyrir mér hver komst að því að maður læri af mistökunum. Eins og aðrar gamlar tuggur og klisjur hefur þessu verið slengt fram og til baka í þeirri von um að við sem að teljum okkur hluta af mannkyninu getum notað þetta til að læra og betra okkur.

Samt er þó þannig að þótt að þetta gagnist mörgum og við sem einstaklingar getum bætt okkur, þá erum við sem heild ekkert að læra, og virðist allt fara í hringi hvað þetta varðar.

Sannast ekki hið fornkveðna: "Það er í eðli mannsins að eyða sjálfum sér" ?

Ég var að horfa á margverðlaunaða frammistöðu Forest Whitaker's (íslandsvinur n.b.) í "The Last King Of Scotland". Að sjálfsögðu átti hann allar stytturnar skilið, þótt að restin af leikurunum átti í erfiðleikum með að fylgja með :)

Hinsvegar varð mér hugsað til þess sem að Idi Amin gerði á sínum stjórnarárum. Amin náði að myrða 300.000 samborgara sína á 8 ára valdatíð sinni. Þrátt fyrir þrálátan orðróm lágu aldrei neinar haldbærar sannanir fyrir að hann gefði verið mannæta.

Miðað við sögu afríku, og þá staðreynd sem að fólk stóð frammi fyrir er Amin hrökklaðist frá völdum, hefði maður haldið að umheimurinn myndi læra og ekki leyfa þessu að gerast aftur?

Langt frá því!

Ég ætla nú bara að stikla hratt yfir verstu dæmin, og það bara í afríku.

Búrúndí 1972 U.þ.b. 100-150.000 myrtir (á ca 6 mánaða tímabili)

Sómalia 1991-1992. U.þ.b. 300.000 myrtir (á ca 8 mánaða tímabili)

Rúanda 1994 U.þ.b. 800-1.000.000 myrtir (á 100 dögum) 

Auðvitað hafa hræðilegir hlutir gerst fyrir utan afríku, en þetta eru bara dæmi þaðan.

Það sem að verra er, að enn einu sinni er þetta að gerast, nú í Darfúr í Súdan.

"Sérfræðingar" telja lægstu töluna aldrei vera undir 200.000 sem að hafa verið myrtir, en aðrir telja hana vera nær 600.000

"Af mistökunum lærir maður" ?

Greinilega ekki... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 655

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband