Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Áhugavert og spennandi !

Í öllu hamfara og kreppu fréttaflóðinu upp á síðkastið, náði ein lítil frétt að lauma sér inn á milli sem að ég tel að komi til með að "draga dilk á eftir sér" og ráða miklu um hvernig ég sem dæmi lít á BNA.

Frétt þessa má finna hérna

Hæstiréttur Kaliforníuríkis samþykkti í gær semsé að heimila hjónabönd samkynhneigðra. (Það að samkynhneigðir skuli enn þurfa að berjast fyrir lágmarksmannréttindum og að leyfi þurfi til að gifta sig er allt önnur umræða)

Það sem að gerir þetta sérstaklega áhugavert er að Kalifornía telur 38 af 302 milljónum BNA-búa og oftar en ekki fylgir þjóðin fordæmi þeirra, enda er Kalifornía mikilvægasta fylki BNA sökum stærðar sinnar og efnahagslegs krafts.

Hinsvegar eru andstæðingar þessa strax farnir að tala um að samfara forsetakosningunum í haust verði kosið um breytingu þess efnis á stjórnarskrá Kaliforníu, að banna giftingu samkynhneigðra. (aftur!)

Í öllu þessu máli eru ótrúlega margar hlilðar sem að mínu mati sem að ég tel að móti framtíðarsýn mína á BNA.

S.d. fannst mér einstaklega gott af fylkisstjóranum að koma fram og segja að rétturinn hafi talað og hann muni verja þá ákvörðun hans, og jafnframt ekki styðja kosningu um breytingu þess efnis. Að mínu mati sýnir þetta afstöðu hans til þess að virða lagakerfið og ferlið, og að meira segja hann sé ekki hafinn yfir lögin. (Eins  og alkunna er, er nafni minn jú harður Repúblikani og þeir eru ekki þekktir fyrir að sýna þessu málefni mikinn stuðning)

Ég vona heitt og innilega að íbúar Kaliforníuríkis fjölmenni að kjörkassanum og geri það sem að ég tel vera það eina rétta í stöðunni frá mínu sjónarmiði: Hafna breytingunni sem að bannar venjulegu fólki sem að elska hvort annað að gifta sig, á grundvelli kynhneigðar.

Geri Kalifornía það, er næsta víst að velflest ríki BNA muni feta hratt í fótsporin og heimila samkynhneigðum þessi lágmarks-mannréttindi.

Þá loks geta þeir sagt að þeir séu "Land of the free and the home of the brave" (eða svona næstum því..)


Þakklæti :)

Ástin mín eina hefur "klukkað" mig og þá er það minn túr að skrifa niður 7 hluti sem að ég er þakklátur fyrir :)

Ég gæti líklegast skrifað endalaust niður, en hér eru 7:

Ég er þakklátur fyrir ástin mína einu, konuna mína Ruth!
Ég er þakklátur fyrir fjölskylduna mína!
Ég er þakklátur fyrir vini mína!
Ég er þakklátur fyrir að hafa heilsu og heilan huga!
Ég er þakklátur fyrir að geta um frjálst höfuð strokið!
Ég er þakklátur fyrir landið mitt Ísland!
Ég er þakklátur fyrir að fá tækifæri til að þroskast og dafna (þrátt fyrir að vera miðaldra)

Svo mega aðrir 5 eiga von á klukki!


Frábært nýtt starf!

Ég er semsé búinn að fá nýja frábæra vinnu! Ég er að fara vinna sem framkvæmdastjóri "Tilvonandi nýs miðborgarkjarna sem að ekki er í miðborginni, en langar að keppa við hann"

Fyrir svona lítið viðvik fæ ég alla veganna 2 mills á mánuði (með yfirvinnu sem að ég ekki vinn og nefndarsposlum) enda er miklu erfiðara að byggja upp eitthvað sem að ekki er til, heldur en að fara út á götu með kúst og sópa.

Gallin er bara að Borgarstjóri veit ekkert af því að ég er búinn að ráða mig í þetta! En hei, fyrst að hann þarf ekki að spyrja hvort hann megi ráða, þarf ég þá nokkuð að gera það ?

 


Snilld! Snilld! Snilld!

Eitt orð: Snilld!


Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband