Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Spakmæli? Orðatiltæki? Eða einfaldlega þversögn?

Oft hef ég velt því fyrir mér hver komst að því að maður læri af mistökunum. Eins og aðrar gamlar tuggur og klisjur hefur þessu verið slengt fram og til baka í þeirri von um að við sem að teljum okkur hluta af mannkyninu getum notað þetta til að læra og betra okkur.

Samt er þó þannig að þótt að þetta gagnist mörgum og við sem einstaklingar getum bætt okkur, þá erum við sem heild ekkert að læra, og virðist allt fara í hringi hvað þetta varðar.

Sannast ekki hið fornkveðna: "Það er í eðli mannsins að eyða sjálfum sér" ?

Ég var að horfa á margverðlaunaða frammistöðu Forest Whitaker's (íslandsvinur n.b.) í "The Last King Of Scotland". Að sjálfsögðu átti hann allar stytturnar skilið, þótt að restin af leikurunum átti í erfiðleikum með að fylgja með :)

Hinsvegar varð mér hugsað til þess sem að Idi Amin gerði á sínum stjórnarárum. Amin náði að myrða 300.000 samborgara sína á 8 ára valdatíð sinni. Þrátt fyrir þrálátan orðróm lágu aldrei neinar haldbærar sannanir fyrir að hann gefði verið mannæta.

Miðað við sögu afríku, og þá staðreynd sem að fólk stóð frammi fyrir er Amin hrökklaðist frá völdum, hefði maður haldið að umheimurinn myndi læra og ekki leyfa þessu að gerast aftur?

Langt frá því!

Ég ætla nú bara að stikla hratt yfir verstu dæmin, og það bara í afríku.

Búrúndí 1972 U.þ.b. 100-150.000 myrtir (á ca 6 mánaða tímabili)

Sómalia 1991-1992. U.þ.b. 300.000 myrtir (á ca 8 mánaða tímabili)

Rúanda 1994 U.þ.b. 800-1.000.000 myrtir (á 100 dögum) 

Auðvitað hafa hræðilegir hlutir gerst fyrir utan afríku, en þetta eru bara dæmi þaðan.

Það sem að verra er, að enn einu sinni er þetta að gerast, nú í Darfúr í Súdan.

"Sérfræðingar" telja lægstu töluna aldrei vera undir 200.000 sem að hafa verið myrtir, en aðrir telja hana vera nær 600.000

"Af mistökunum lærir maður" ?

Greinilega ekki... 


Orð í tíma töluð!

Það er sannkölluð ánægja að sjá hversu vel og hraustlega kvennaknattspyrnan dafnar á Íslandi. 

Í mörg ár nú, hafa gæði hennar stigið uppávið og er það farið að skila sér í geysisterku landsliði og fyrnasterkum félagsliðum.

Eina sem að ég gæti sett sem áhyggjuefni er að "stærri" liðin 3 (Valur, KR og Breiðablik) hafa nokkuð einokað titlana, sem og leikmennina (konurnar).

Það væri gaman að sjá 1 lið til viðbótar koma sterkt inn og brjóta þetta smávegis upp, svo að þetta endi ekki eins og í karlaboltanum í Portúgal, þar sem að Benfica, Porto og Sporting hafa "bróðurlega" skifst á að vinna titillinn í 85 ár!

Endilega meiri umfjöllun um kvennaboltann og meiri stuðning við þær! 


mbl.is Ísland á að vera með eina sterkustu deild í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Really? I mean really?

Tekið úr texta í auglýsingabæklingi frá BT :

"Skarpur og bjartur skjár með sérstakri glampavörn. Skjárinn er einn mikilvægasti hluti tölvunnar"

Hefurðu prófað að nota tölvu án skjás ? 


Gamlir vinir!

Stundum er það mikil ánægja að hitta gamla vini, og stundum er það ...tja, ekki gaman!

Ég rakst á nokkra gamla vini um daginn sem að ég hef ekki séð í langan tíma, og það kom mér ánægjulega á óvart hversu vel þeir hafa elst og hvað þeir eru ennþá fyndnir. Sumir gamlir vinir eru nefnilega ekkert fyndnir lengur.

En það var virkilega hressandi að sjá og heyra hvað þessir standa enn fyrir sínu. Það besta er, að þeir eru víst líklega vinir okkar allra! (eða flestra alla veganna)

Vinirnir sem að ég er að tala um eru Sam, Carla, Coach, Diane, Norm, Cliff, Woody og allir hinir í "Cheers" !

Það er nefnilega merkilegt með marga grínþætti, að þeir eldast ekkert rosalega vel. Friends hafa gert það, og Cheers hafa gert það. Af öðrum Ammirískum þáttum, er enginn sem að stekkur í huga minn sem eitthvað sem að ég myndi horfa á í dag.

Mæli með að þið nælið ykkur í þættina og njótið þessara þátta, á ný!

cheers


Máttur pressunar...

Ég hef oft velt því fyrir mér hvað fjölmiðlar geta sveigt almenningsálit eins og að þeim sýnist, og hvað almenningur  (þ.m.t. undirritaður) gerir lítið af því að draga í efa, eða einfaldlega spyrja sig hvort að upplýsingarnar séu réttar.

Einn undramáttur fjölmiðla er að "láta í lofti liggja" eða ýja að einhverju.

Ástæðan fyrir því að ég velti þessu fyrir mér er að nú vikunni sló Barry Bonds hjá San Fransisco Giants, 33 ára gamalt met Hank Aarons í "Heimahlaupi" (Home-run). Fyrir þá sem að ekki vita, er ég að tala um hafnabolta!

Það er engum blöðum um það að fletta að það að slá þetta met er ótrúlegur árangur hjá Bonds, enda metið búið að standa í 33 ár, og þar áður stóð fyrra met í 39 ár! Þannig að það er ekki von um að það verði slegið í bráð.

Hinsvegar...ljáist engum fjölmiðil að nefna það að hann hafi slegið metið undir "grun" um að hafa notað vaxtarhormóna, þar sem að þjálfarinn hans var bendlaður við fyrirtæki sem að framleiddi slíka. Að sjálfsögðu hefur þetta sett svartan blett á umræðuna, sérstaklega í ljósi þess að Barry Bonds hefur aldrei fallið á lyfjaprófi, né heldur hafa nokkrar sannanir komið fram á hendur honum!

Fjölmiðlar þar vestra (og hér heima) hafa m.ö.o. viðhaldið á lofti orðrómi um að hann "gæti verið" sekur, þótt að engar sannanir séu til staðar. Þar með er búið að dæma manninn fyrirfram, og auðtrúa greyin í Ammiríkunni, mæta með spjöld með nýðing um Bonds þegar að hann spilar á útivelli.

Sjálfur segir Bonds að hann hafi ekki áhuga á að svara þessum ásökunum og vilji einbeita sér að því að spila bolta. 

Þetta er skýrasta dæmið sem að ég man eftir um hvernig fjölmiðlar geta mótað almenningsálit, og hreinlega dæmt mann fyrirfram.

Er ekki spurning um að taka umfjöllun fjölmiðla með saltkorni ? 


Ekki mikið....

Í gær var ég að þröngva uppá ykkur hugleiðingum mínum um snobbið sem að fylgir því að kaupa sér falska samvisku með því að kolefnisjafna.

Fyrir Yaris-inn minn get ég kvitt og frítt keyrt sem hvítþveginn og fyrirmyndaborgari á kr 3266.-

Fyrir 1950.- á mánuði hinsvegar getur maður þetta:

http://jenfo.blog.is/blog/jenfo/entry/275690/

Hvort finnst ykkur göfugra ? Friða samviskuna, eða bjarga lífi barns ?

Eins og Bono er alltaf að tönglast á: Wake Up! 


« Fyrri síða

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband