Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Ég hef verið að vinna nokkrar næturvaktir upp á síðkastið og þegar að það er enginn í kringum mann til að trufla mann, getur maður ansi fljótt komið ansi miklu í verk :)
Svona til að halda mér gangandi með vinnuna hef ég verið að dusta rykið af gömlum plötum í safninu á tölvunni. (Úff)
Þarna inni var margt gamalt og hræðilegt sem að ekki hefur elst vel og fékk að finna fyrir "Delete" takkanum all snarlega. Hinsvegar voru nokkrar plötur sem að hafa elst ansi vel og eru bara hinar allra fínustu tónlistarverk (eins langt og það nær samkvæmt smekk hvers og eins)
Ein plata sem að kom mér ansi mikið á óvart var "Greatest Hits" með a-Ha! (af öllum plötum!) Það er nú ansi margt frá þessum tíma sem að ekki er þess virði að líta einu sinni með lokuðu auga, og því kom mér á óvart hvað þessi hljómsveit gaf út mörg góð lög sem að eru bara í fínasta lagi í dag.
Ég verð nú að segja að mér finnst að bæði á sínum tíma og enn þann dag í dag, þá hafi þessir 3 frændur okkar verið sérlega vanmetnir sem tónlistarmenn og lagasmiðir, því ég var gáttaður á gæðunum á tónlistinni.
En er það ekki merki um góða tónsmíð að hún er en hlustunarhæf eftir 20 ár ?
Bloggar | 31.12.2007 | 06:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggar | 24.12.2007 | 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það verður nú að segjast eins og er að bloggleti mín er með eindæmum! Fáar og lélegar færslur eru farnar að prýða bloggið mitt, og er það oft á köflum ólæsilegt sökum rykmagns sem að safnast fyrir á því á milli þess sem að ég sinni því.
Ég ætla náttúrulega að bera fyrir mig þeirri helberu lygi að ég sé svo upptekinn af Jólastússinu, að ég hafi ekki tíma í þetta. Raunin er hinsvegar sú að ég var búinn að kaupa allt í byrjun Des, og er því bara að "plata" :)
Hinsvegar hafa köngulóarvefirnir í toppstykkinu ekki náð að safna eins miklu ryki upp á síðkastið þar sem að um mikla yfirvinnu hjá heilafrumunum hefur verið að ræða. Það sem að þær hafa sérstaklega verið að vinna við er þakklæti.
Ég verð að játa að ég er ekki nógu duglegur að hugsa um þetta, og hvað þá að tjá mig um þetta. En í raun hefur maður ansi mikið til að vera þakklátur yfir.
Maður getur verið þakklátur fyrir að hafa heilsu.
Maður getur verið þakklátur fyrir að hafa bústað.
Maður getur verið þakklátur fyrir að hafa vinnu.
Maður getur verið þakklátur fyrir að búa í góðu þjóðfélagi.
Maður getur verið þakklátur fyrir að eiga fjölskyldu.
Maður getur verið þakklátur fyrir að eiga vini.
Það er endalaust hægt að telja upp það sem að maður gengur að vísu, en ætti í raun að vera þakklátur fyrir!
Ég sem dæmi er mjög þakklátur fyrir þetta allt saman. Sérstaklega hefur mér seinustu mánuði verið huglægt hvað ég er þakklátur fyrir að í hjarta mínu sé í raun ást og væntumþykja, en ekki mannvonska og illska. Ég er þakklátur fyrir að geta veitt konunni minni þessa ást og að hún skuli þyggja hana.
Ég get ekki nægjanlega lýst hversu þakklátur ég er fyrir að eiga hana, og það mega allir í heiminum vita hvað ég elska hana mikið!
Takk fyrir að vera til og leyfa mér að elska þig!
Bloggar | 17.12.2007 | 11:37 (breytt kl. 11:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Enn og aftur sannast hið fornkveðna... FIA stendur fyrir Ferrari International Assistance!
Fullkominn hræsni þessara samtaka að refsa ekki Renault þótt að sannað sé að þeir hafi haft leynilegar upplýsingar undir höndum, er með ólíkindum! Hvernig ætla þeir núna að réttlæta og halda uppi refsingunni gegn McClaren?
Þetta er eins og að segja að morð sé bara morð ef að einn frægur drepur annan frægan, en þegar að venjulegur maður drepur er það bara í lagi, þar sem að hann er ekki nógu merkilegur!
Ó-trú-legt!
Renaultliðið fundið sekt um njósnir en ekki gerð refsing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.12.2007 | 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar