Auðmýkt, æðruleysi eða reiði ?

Á þessum "síðustu og verstu" tímum er erfitt að halda haus í ólgusjónum. Allir keppast við að segja að nú sé ekki tími uppgjörs og að persónugera vandann, en á sama tíma keppast þessir aðilar við að benda á hvorn annan og gera að sökudólgi!

Hverjum á maður á trúa ? Ég er þeirrar skoðunar að trúa engum að svo stöddu. Það verður hinsvegar erfiðara og erfiðara þar sem að stjórnvöld virðast oftar en aðrir fá á baukinn, og gera ekkert (að mínu mati) til að lægja öldurnar og vinna skynsamlega úr hlutunum.

Í þessari grein finnst mér fyrrverandi formaður sjálfstæðisflokksins hitta höfuðið á naglann um hugarástand þjóðarinnar.

Mér finnst sárt að sjá landið sem að ég unni svo heitt bókstaflega "circle the drain" og allt á meðan að pólitíkusar koma fram með hroka og vanvirðingu gagnvart vinnuveitendum sínum.

Kannski að það sé kominn tími fyrir þá að sýna smá auðmýkt og æðruleysi og leggja spilin á borðið ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Góður

Ómar Ingi, 12.11.2008 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 638

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband