Það verður nú að segjast eins og er að bloggleti mín er með eindæmum! Fáar og lélegar færslur eru farnar að prýða bloggið mitt, og er það oft á köflum ólæsilegt sökum rykmagns sem að safnast fyrir á því á milli þess sem að ég sinni því.
Ég ætla náttúrulega að bera fyrir mig þeirri helberu lygi að ég sé svo upptekinn af Jólastússinu, að ég hafi ekki tíma í þetta. Raunin er hinsvegar sú að ég var búinn að kaupa allt í byrjun Des, og er því bara að "plata" :)
Hinsvegar hafa köngulóarvefirnir í toppstykkinu ekki náð að safna eins miklu ryki upp á síðkastið þar sem að um mikla yfirvinnu hjá heilafrumunum hefur verið að ræða. Það sem að þær hafa sérstaklega verið að vinna við er þakklæti.
Ég verð að játa að ég er ekki nógu duglegur að hugsa um þetta, og hvað þá að tjá mig um þetta. En í raun hefur maður ansi mikið til að vera þakklátur yfir.
Maður getur verið þakklátur fyrir að hafa heilsu.
Maður getur verið þakklátur fyrir að hafa bústað.
Maður getur verið þakklátur fyrir að hafa vinnu.
Maður getur verið þakklátur fyrir að búa í góðu þjóðfélagi.
Maður getur verið þakklátur fyrir að eiga fjölskyldu.
Maður getur verið þakklátur fyrir að eiga vini.
Það er endalaust hægt að telja upp það sem að maður gengur að vísu, en ætti í raun að vera þakklátur fyrir!
Ég sem dæmi er mjög þakklátur fyrir þetta allt saman. Sérstaklega hefur mér seinustu mánuði verið huglægt hvað ég er þakklátur fyrir að í hjarta mínu sé í raun ást og væntumþykja, en ekki mannvonska og illska. Ég er þakklátur fyrir að geta veitt konunni minni þessa ást og að hún skuli þyggja hana.
Ég get ekki nægjanlega lýst hversu þakklátur ég er fyrir að eiga hana, og það mega allir í heiminum vita hvað ég elska hana mikið!
Takk fyrir að vera til og leyfa mér að elska þig!
Flokkur: Bloggar | 17.12.2007 | 11:37 (breytt kl. 11:55) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ohhhh, how sweet is that!
Grumpa, 17.12.2007 kl. 19:27
Takk ástin mín!
Ruth Ásdísardóttir, 18.12.2007 kl. 13:15
Það þarf nú ekki meira en einn svona fallegan pistil til að ég fari að skæla. Takk fyrir að deila með okkur ljúfum hugsunum.
Thelma Ásdísardóttir, 21.12.2007 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.