Að láta "taka" sig...

Hér á íslandi er í notkun ansi merkilegt kerfi hvað fasteignir varðar.

Öllum fasteignaeigendum ber að hafa tryggingu (gott og blessað) skyldi nú allt um koll keyra. Hinsvegar stendur ríkið fyrir því að tryggja tryggingarfélögunum takmarkaða bótaskyldu ef um bruna er að ræða á fasteigninni þinni.

FMR, eða Fasteignamat Ríkisins sér um að meta og gefa út tvennskonar möt. Fasteignamat & Brunabótamat. Fasteignamatið nær til lóðar og fasteignar og þjónar í sjálfum sér engum tilgangi lengur þar sem að flestar lánastofnanir lána samkvæmt markaðsvirði. Brunabótamatið nær hinsvegar til þess kostnaðar sem að felst í því rífa þitt gamla og byggja nýtt ef til bruna skildi koma.

Þar sem að stórkostlegur munur er á markaðsvirði fasteignar og brunabótamats, er nokkuð fyrirsjáanlegt að kostnaðurinn í raun við að rífa og byggja, myndi alltaf vera hærri sökum verðbólgu og annara þátta. Því er nokkuð öruggt að brunabótamat getur mjög sjaldan dekkað þann kostnað sem að það á að gera. Annað sem að skekkir brunabótamatið er að það er í öllum tilvikum lægra á eldra húsnæði. Þetta er mjög skrýtið, þar sem að það er nokkuð öruggt ef að fasteign þín brennur, þá kostar X krónutölu að reisa nýtt, óháð aldri!

Hægt er að tryggja sig aukalega með svo kallaðri viðbótartryggingu, þannig að maður fái því sem næst að fullu bætt markaðsvirði. Að sjálfsögðu kostar það auka :)

FMR er stofnun sem að er tímaskekkja, og löngu kominn tími á að endurskoða hana, sem og verklagsreglur hennar.

Ert þú með viðbótarbrunatryggingu ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Blessaður vertu það er aldrei neitt tryggt í botn, fasteigna trygging dekkar lítið sem ekkert og als ekkert sem tengist náttúrunni !!!

Aftur eru tildæmis forfallatryggingar fyrir flugferðir beintengdar við TM þú færð ekki að velja. Síðan og sem verra er að mörg VISAKORT dekka þessa tryggingu sjálfkrafa og fólkið borgar tvær forfallatryggingar fyrir einn miða. 

Fríða Eyland, 11.10.2007 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband