Þessi lína úr lagi Bubba "Aldrei fór ég suður", lýsir því hvernig okkur Valsmönnum hefur liðið í 20 ár! Meira að segja erki-fjendurnir og hálf erkifjendurnir í KR & Fram hafa unnið titla á þessum tíma. Gott og vel, KR-ingarnir þurftu jú að bíða í 30 ár, og skil ég kannski smá hvernig að þeim var farið að líða. Hinsvegar finnst mér kaldhæðnislegt að maðurinn sem að gerði KR að meisturum 2002 & 2003 var látinn taka pokann sinn, þrátt fyrir góðan árángur. Hann er nú búinn að gera Val að Íslandsmeisturum!
En 20 ár, skrimtandi á bikartitlum og öðrum minni ómerkilegum dollum hefur ekki verið til að seðja hungrið sem að stórveldið hefur búið yfir. Það hefur verið erfitt að velta Dópsölunum (albeit löglegum) og málaliðaflokknum frá fimleikfélaginu af stalli, enda ekki skortur á fjármunum á þeim bænum. En alveg eins og með Chelsea & Real Madrid, það er ekki hægt að kaupa titla endalaust! Góð knattspyrna sigrar alltaf á endanum :)
Eins og það segir í laginu...."It's coming home, It's coming home, Football's coming home!"
Til hamingju Valsmenn (þ.m.t. ÉG) með titilinn! Og til hamingju KR, fyrir að halda ykkur uppi svo að við getum komið í Frostaskjólið á næsta ári og rasskellt ykkur aftur! (No offence Palli minn:))
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með titilin þú þarna Rauður
Við eigum allavega Markakónginn , betra en EKKERT.
Ómar Ingi, 1.10.2007 kl. 10:10
Og í réttri deild, það er nú ekki slor :)
Áddni, 1.10.2007 kl. 10:33
Það er nú varla hægt að kalla Val og KR stórveldi þar sem það líða tugir og tugir ára á milli einhvers árangurs. :)
Birgir Þór Bragason, 6.10.2007 kl. 03:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.