Fyrir einhver ykkar sem að vita, þá hef ég alltaf verið þeirrar skoðunar að refsingum við ákveðnum glæpum er sárlega ábótavant hér á landi. Refsiramminn er sérlega vannýttur og oft hlægilegt að sjá hvernig menn sleppa með smá slátt á hendina fyrir viðbjóðslegustu glæpi.
S.d. þýðir lífstíðardómur á Íslandi að menn sitji að hámarki 16 ár í fangelsi. Reyndin er hinsvegar að slíkum dómum er sjaldnast fullnægt.
16 ár kunna að hljóma sem langur tími, en í sumum tilvikum að mínu mati er það sumarfrí í samanburði við afleiðingar glæpsins.
Í öðrum tilvikum hinsvegar eru dómar og refsingar sem að þeim fylgja alveg út í hróa hött! Steli maður frá skattinum, er engu til sparað í að koma manni í fangelsisvist og útdeila fjársektum sem að engin mun nokkurn tíma geta borgað.
Ástæðan fyrir þessu að ég tipla á þessu, er að ef ekki er eitthvað í þessu gert, er alveg eins hætt við því að við færumst aftur í tímann, og almúginn taki sig til og fari að útdeila refsingum. Þess er ég ekki fylgismaður. En óneitanlega, getur sú staða komið upp.
Myndin hér að ofan er úr suðrríkjum Bandaríkjanna árið 1930. 10.000 óðir bæjarbúar brutust inn í fangelsi og fjarlægðu þessa 2 menn og hengdu. Þeir voru ásakaðir ásamt 3ja manni um að hafa nauðgað hvítri stúlku. (Þeir voru svartir) Þessi ljósmynd er almennt talinn ein af 100 sem að breytt hafa heiminum. Hún er sterk áminning um það að við höfum innst inni ekki breyst það mikið frá því að vera villimenn.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En er það refsingin sem er það mikilvægasta?
Það er spurning hvort það eigi að vera betrunarhús eða fangelsi. Svo er það líka spurning hvort ekki sé hægt að horfa í aðra þætti eins og brotaþola?
Ég held að brotaþolar vilji sjaldnast harðari refsingar því það fjarlægir ekki brotið.
Hins vegar skal ég vera alveg sammála í því að það þurfa að koma til breytingar. En hvort að breytingin eigi að vera "auga fyrir auga - tönn fyrir tönn" held að enginn yrði bættari með því... svona þegar maður notar rökhugsun.
En ég ætla ekki að neita því að ef einhver gerði eitthvað á hlut barna minna þá þyrfti ég virkilega að hafa fyrir því að halda aftur af tilfinningum mínum, að láta þær ekki hlaupa með mig í gönur - og reyna ná í rökhugsun.
Svandís Rós, 24.9.2007 kl. 20:54
Ég get ekki neitað því að öll mín skynsemi ætti alvarlega í vök að verjast ef að einhver myndi gera mínum börnum eitthvað.
En mér finnst mjög sorglegt að þegar að refsirammi fyrir sum brot er 16 ár, að þá séu menn að fá 1...kannski 2 ár á góðum degi ???
Sbr. "Uppáhaldið" mitt hann Jón Pétursson, sem að öðrum "ólöstuðum" fékk þó 5 ár fyrir 2 hrottafengnar nauðganir. Hann (eða öllu heldur slímugi lögfræðingurinn hans) vinnur nú hörðum höndum að fá málinu vísað frá sökum "heilaskaða" (fer nú ekki milli mála að hann er það, bara ekki eins hann sér það) og svo rennur mér hugur að Hæstiréttur eigi nú eftir að milda eitthvað dóminn yfir honum!
Er það ekki annars vinnureglurnar fyrir hæstarétt þessa daganna ?
Áddni, 24.9.2007 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.