Flensa og skyggnigáfur...

Árlega hellist yfir okkur í hrönnum með haustkomunni bylgja eftir bylgju af flensu. Ég hef nú persónulega aldrei verið neitt rosalega hrifinn af flensu og með minni alkunnu og innrættri þrjósku hristi þær af mér á örskömmum tíma, þar sem að ég hef hvorki þolinmæði né tíma til að standa í veikindum.

Líkt og flensurnar, koma ruslpóstbylgjurnar. Í það minnsta alla veganna þar til að ruslpóstsíurnar eru búnar að átta sig á hvað er í gangi og byrja að eyða skeytunum sjálfkrafa, líkt og bólusetningar.

Það sem að lyftir hinsvegar annari vörinni minni, er sú staðreynd að sendiherrar þessarar síðustu sveiflu í ruslpósti virðast sannfærðir um þrennt:

1. Að ég sé einhleypur og vilji spjalla við einmanna konur í Fjarskanistan!

2. Að ekki sé seinna en vænna að byrgja mig upp af ódýru VIAGRA! 

3. Að ég hafi mikinn áhuga á að gerast kjölfestufjárfestir í Kínversku tæknifyrirtæki!

Þar sem að ég er langt frá því að vera einhleypur og ekki séð þörf fyrir að fjárfesta í VIAGRA ,verða skyggnigáfur þessara leiðindapjakka að teljast fremur slæmar!

Svo er alveg spurning hvort að maður falli fyrir því að eiga í hátæknivæddu sprotafyrirtæki í Kína ?

Ég held ekki! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband