Leppur!

"Enginn sérstök tækifæri fyrir kúabændur" Pleh!

Ég gef ekki mikið fyrir orð formanns samtaka kúabænda, enda alkunna að samtökin eru undir hæl mjólkursamsölunar troðinn. Mjólursamsalann, betur þekkt sem MS er fenómen í íslensku viðskiptalífi.

Hugmyndafræðinn segir að MS sé í eigu kúabændanna, meðan að raunveruleikinn er sá að þessu er öfugt farið. Kúabændur hafa því sem næst engan möguleika á að selja öðrum en MS afurð sína, þó svo að Mjólka hafi nú aðeins hrist upp í þessu. MS er ennfremur undanþegið samkeppnislögum og getur því hagað sér hvernig sem að þeir vilja á markaðnum.

Kúabændur, sem og aðrir bændur hafa ekki riðið feitum hesti frá vinnu sinni seinustu 20 ár sökum grimmrar samkeppni frá erlendum afurðum. Því eru þeir háðir því að selja stórum samtökum eins og MS afurðir sínar til að fá eitthvert verð. Þessi þróun er ekki ólík öðrum evrópulöndum. (Sbr. Arla, Danone, Parmalaat o.s.frv.) Því hefur hugsjónin snúist í höndum þeirra og þeir háðir MS, en ekki MS háðir þeim.

Engin mjólkubóndi þorir að segja frá þessu, sökum þess að þeir þurfa jú að selja sína afurð, og það að mæla gegn stóra MS, er ávísun á minnkandi innkaup frá MS. Svo ekki sé að gleyma þeirri staðreynd að MS hefur líklegast lánað þeim öllum með tölu fé á hagstæðum kjörum til að tæknivæða sig og bæta framleiðsluferlið.

Í staðinn fyrir að bændur stjórni MS og allir séu í bleikri kommúnistavímu af "samvinnu", þá stjórnar MS bændunum og bókstaflega á þá með húð og hár í ljósi markaðsráðandi stöðu sinnar, og jú, þeirrar staðreyndar að þeir eru hafnir yfir lög.

Í raun og veru á enginn MS. MS er skrímsli sem að hefur fengið að vaxa og dafna í ofurvernd landbúnaðarráðuneytisins og afskiptaleysis samkeppnisyfirvalda.

Það er enginn furða að Þórólfur Sveinsson segi að það séu "Engin tækifæri" í vexti Mjólku! Hann fer jú ekki að býta í hendina sem að brauðfæðir hann! 


mbl.is „Vöxtur Mjólku skapar engin sérstök tækifæri"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband