Góðir hlutir...

Írar eru um margt merkilegt fólk. Einn af þeirra óumdeildu "hæfileikum" er að líta ekki á sorgina sem slæman hlut, heldur sem nýja byrjun. S.d. geta þeir sungið alla ástjarðarsöngvana með bros á vör, þótt svo að ansi fá lög sem að koma frá Írlandi fjalli um einhver gleðiefni. Oftar en ekki er verið að segja frá einhverju ömurlegu úr Írskri sögu, og þar er víst af nógu að taka!

Einnig finnst Írum ekkert sjálfsagðara en að fara á pöbbinn að lokinni jarðaför og hella sig skeldrukkna til að minnast viðkomandi sem að liggur undir mold.

Það er náttúrulega engum blöðum um það að fletta að Írar drekka...mikið!

Einn af þeirra helstu drykkjum er að sjálfsögðu Guinness, sem að er jafn samdauna Írskri menningu og blótsyrðin og viskíið.

Guinness er merkilegur drykkur og merkilegt fyrirtæki. S.d. eru þeir kostunaraðilar heimsmetabókarinnar. (Þá veistu hvaðan það Guinness er komið)

Þeir gera einning alveg bráðskemmtilegar sjónvarpsauglýsingar og fá þær oftar en ekki mikla athygli fyrir frumleika go sniðugheit. Þeim fylgir að sjálfsögðu alltaf einhver skemmtileg slagorð sem að maður man mjög auðveldlega eftir, og eru ósjaldan einföld orðatiltæki sem að allir nota í daglegu lífi.

Eitt þessara slagorða er: "Good things come to those who wait" eða "Góðir hlutir koma til þeirra sem að bíða" og er þarna verið að vísa til þess að maður verði að bíða eftir að Guinness-inn skiljist í glasinu, eða "setjist". Einfalt og þekkt, en áhrífaríkt.

Hvað orðatiltækið varðar...þá er það dagsatt, "Good things come to those who wait"

guinness_ad_image


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svandís Rós

Ég til Írlands

Svandís Rós, 21.8.2007 kl. 18:59

2 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Það er rétt hjá þér, góðir hlutir gerast hægt! ;)

Ruth Ásdísardóttir, 21.8.2007 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband