Hér kemur tvöfaldur skammtur af umferðarpirringi mínum! Ástæðan fyrir því að hann er tvöfaldur er vegna þess að þessi 2 gatnamót eru einungis um ca 300m frá hvort öðru og eru hálfpartinn spegilmynd af hvor öðru!
Vitlaus Gatnamót #3
Hvar eru þau ?
Reykjanesbraut og Álftanesveg (!?!?) (Ekkert tengt Álftanesi heldur "Hraununu" í Hfj.)
Hver er tilgangur þeirra ?
Að hleypa umferð frá Álftanesvegi til Austur/Vesturs inn á Reykjanesbraut og hleypa umferð frá Reykjanesbraut úr sömu áttum inn á Álftanesveg (inn í Hraunin)
Hvað er rangt við þau ?
Umferðarljósin! Nálægð þeirra við Vitlaus Gatnamót #4 (sjá síðar) sem og umferðarljós á einni af stærstu og þyngstu stofnæðum Höfuðborgarsvæðisins gera ekkert annað en að tefja umferðarflæði!
Hvað er til ráða ?
Hér þarf í raun 2 lausnir. Annars vegar að fjarlægja ljósin, og tengja þennan veg við mislægu gatnamótin í við Urriðaholtsbraut (IKEA) og hinsvegar að setja hringtorg.
Af hverju ?
Reykjanesbraut sem var byggð í gegnum Kópavog/Garðabæ/Hafnarfjörð sprakk á fyrsta degi, og loks nú í Ágúst á tvöföldun hennar að ljúka. Þrátt fyrir ýmsa galla í tvöföldun hennar (kem að því seinna), þá eru þessi gatnamót í raun og veru einungis hraðahindrun, og mjög léleg sem slík!
Vitlaus Gatnamót #4
Hvar eru þau ?
Á mótum Hamrabergs og Reykjanesbrautar
Hver er tilgangur þeirra ?
Hleypa umferð frá Setbergshverfinu inn á Reykjnesbraut til Austur/Vesturs og frá Reykjanesbraut inn í Setbergshverfið frá sömu áttum.
Hvað er vitlaust við þau ?
Nákvæmlega það sama og við Gatnamót #3!
Hvað er til ráða ?
Hér væri kjörið að setja hringtorg, en svipað og með Gatnamót #3 er deginum ljósara að umferðarljósin þurfa að víkja.
Af hverju ?
Líkt og með "Tvíburann" sinn, þá er með ólíkindum að það skuli vera umferðarljós þarna til þess eins að þjónusta aðgengi inn og út úr ekki stærra íbúðarhverfi!
Flokkur: Bloggar | 22.7.2007 | 11:56 (breytt kl. 12:17) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.