Þar sem að ég á við soldið furðulegt, en ósköp eðlilegt áráttuvandmál að stríða, langaði mig að deila því með ykkur! Þannig er mál með vexti að ég er mikill áhugamáður um umferðarmenningu og mannvirki. Þá sérstaklega er mér huglægt skynsamlega og viturlega byggð umferðarmannvirki. Ekki síður er mér nærri hjarta bætt skynsemi og tillitssemi í umferðinni, en þar gæti ég örugglega talað á mig gat áður en að nokkuð breytist!
Hinsvegar langar mig að deila með ykkur nokkrum skemmtilegum skoðunum mínum á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins, og einna helst þá stórfurðulegum mannvirkjum sem að það prýða. Oft hef ég í mínum huga kosið að kalla þetta hugsunarleysi, skammsýni eða einfaldlega mjög svartan húmor verkfræðinga sem að ekki eiga bíla sjálfir, og skilja því ekki hvað þeir eru að gera hinum almenna (og oft á tíðum skapstutta) bílakandi borgara.
Hefst hér því gegnumgangandi þráður sem að kalla mætti "Vitlaus gatnamót"
Gatnamót #1
Hvar eru þau?
Þau eru á mótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar!
Hver er tilgangur þeirra?
Að hleypa umferð frá Reykjanesbraut í Norðurátt inn á Bústaðaveg, og hleypa umferð frá Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut í Norður/Suður.
Hvað er vitlaust við þau ?
Hvar á ég að byrja ??? Þessi gatnamót eru meira en barn síns tíma! Þau hafa líklegast frá fyrsta degi verið reginmistök!
1. Þarna eru umferðarljós sem að stoppa/tefja umferð á einni stærstu umferðaræð borgarinnar.
2. Þau eru rétt um 300m frá stærstu (og einum af fyrstu) mislægu gatnamótum höfuðborgarsvæðisins.
3. Umferðarljósin eru svo hrapalega illa stillt að þau valda mikilli teppu á álagstímum.
Hvað er til ráða?
Einfaldlega fjarlægja umferðarljósin! Umferðarteppan sem að myndast þarna seinni part dags, er algerlega tilkominn vegna þeirra. Að sjálfsögðu myndi að öllum líkindum þurfa að fórna umferð frá Bústaðarvegi í Norðurátt Reykjanesbrautar, eða frá Reykjanesbraut í Norður inn á Bústaðaveg. (Beygjuljósin sem að fara þvert yfir Reykjanesbraut)
Af hverju?
Eins og kannski þeir sem að upplifað hafa vita, þá er þarna svakaleg umferðarteppa sem að teygir sig langt inn á Miklubraut í Austurátt, þökk sé ljósunum. Væru þau hinsvegar á bak og burt, myndi flæði á þessu svæði stóraukast. Bústaðavegur er alls ekki lengur sú stofnbraut sem að hún var, enda hefur meðalíbúafjöldi póstnr 108 hægt og þétt minnkað í áranna rás. Ef að umferð sem að ætlar að beygja inn á Bústaðarveg frá Reykjanesbraut í norðurátt er beint í gatnamótin mislægu myndi ferðatíminn aukast um 1 mínútu við að aka 2 slaufur til að snúa við 180°og aka inn á Bústaðaveg hjá Sprengisandi. Umferð af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut (til norðurs) væri hægt að leyða í slaufu undir Reykjanesbraut.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Gul viðvörun á Þorláksmessunótt
- Umræðan um aðildarviðræður þurfi rými og tíma
- Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar í heild sinni
- Nýja útgáfan af Gulla Briem
- Nýtt fjölbýlishús byggt í Skeifunni
- Þetta eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar
- Bein útsending: Ríkisstjórnarsamstarfið kynnt
- Mér finnst gamla Samfylkingin komin aftur
- Fagnar þjóðaratkvæðagreiðslu í Evrópumálum
- Skiptir máli að öll geti fundið sig í sáttmálanum
Erlent
- Fimm látnir í Magdeburg
- Árásarmaðurinn sagður vera geðlæknir
- Áfram versnar staða Trudeau
- Barn lést í árásinni
- Scholz: Hugur minn er hjá fórnarlömbunum
- Hinn grunaði sagður vera frá Sádi-Arabíu
- Ók á hóp fólks á jólamarkaði: Einn látinn
- Þekktur tónlistarmaður myrtur
- Sænsk bölmenni lögðu á ráðin um dráp
- Sjö ára stúlka lést eftir hnífstungu
Athugasemdir
Hæ Árni! :) Ertu kominn í sumarfrí eða ertu kannski að hanga í tölvunni í vinnunni?! :)
Annars sammála þér með skrítna umferðamenningu og gatnamót hérna í Reykjavík. Þú gætir ábyggilega skrifað heila bók um þetta málefni!
Hafðu það gott annars! :)
Ruth Ásdísardóttir, 25.6.2007 kl. 18:38
Jújú, sumarfrí á það víst að heita :) Hvað með þig, farinn að setja fæturnar uppá borð? Annars er það laukrétt hjá þér, ég gæti talað nokkra í svefn um umferðina :)
Kveðja ;)
Áddni, 25.6.2007 kl. 21:27
Hæ gæ.
Alltaf gaman að fá þennan fróðleik frá þér um umferðarmenningu og mislæg gatnamót og bara öll gatnamót. Ráðlegg þér eindregið að hafa samband við skipulagsráð Reykjavíkurborgar og koma þessu hressilega á framfæri, þú hefur fullt af góðum rökum og svo reynsluna að utan.
Knús!
Svandís Rós, 26.6.2007 kl. 18:09
Er ekki komin í sumarfrí ennþá, en það er erfitt að vera í vinnunni í þessu veðri! :) Þú ert eiginlega svolítið mikið öfundaður fyrir að vera í fríi akkúrat núna!! Bíð með að slasa mig í vinnunni þangað til þú ert mættur aftur.... ; )
Ruth Ásdísardóttir, 26.6.2007 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.