Bíddu, bíddu!

Er það ekki rétt hjá mér að annar þessara manna sem að endaði för sína svo illa á breiðholtsbrautinni hafi einmitt setið í stjórn Sniglanna ?

Er það þá ekki fádæma hræsni að einn af þeirra eigin, og í þokkabót "leiðtogi" innan hópsins sé að ábyrgur fyrir svona fíflaskap ?

Það er rétt hjá þeim að þetta er að eyðileggja fyrir öllum bifhjólamönnum, en ef þeir geta ekki haldið aftur af sínum eigin, hvað er þá til ráða ? 


mbl.is Sniglarnir fordæma háskaakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: AK-72

Það er rétt að annar maðurinn hafi setið í stjórn Sníglana en hann þurfti að segja af sér stjórnarmennsku, vegna háttalags síns í umferðinni.

AK-72, 15.6.2007 kl. 11:46

2 Smámynd: AK-72

Fyrigefðu, vantaði að hann hefði sagt af sér vegna fyrri brotsins. Sníglar eru nefnilega ekki sáttir við þetta og allir SNíglar sem ég þekki eru reiðir yfir þessum bjánaskap sem menn nota til að stimpla alla heildina fyrir.

AK-72, 15.6.2007 kl. 11:49

3 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Langar nú bara að benda ykkur á, að umræddur ökuníðingur sagði af sér snemma í vor, og hafði það ekkert með ökulag hans að gera. Fáir ef nokkrir Sniglar vissu af fyrra brotinu, enda er alveg ljóst að hann hefði ekki verið kosinn í stjórn, ef þetta brot hefði verið á vitorði allra. Heyrði aðstoðaryfirlögregluþjón Akureyrar vara við því að dæma alla gesti Bílahátíðar á Akureyri af nokkrum svörtum sauðum, athyglisvert að þjóðin skuli dæma ALLA bifhjólamenn af háttalagi nokkurra. Það eru vel yfir 6000 - það eru sex þúsund- bifhjól í landinu, og mun fleiri bifhjólamenn, flest okkar keyra eins og fólk, og erum dugleg að benda félögum okkar á þegar þeir keyra eins og asnar.

Berglind Nanna Ólínudóttir, 15.6.2007 kl. 13:00

4 Smámynd: Neddi

Sniglastelpa, AK-72 setti þessar færslur inn að minni beiðni þannig að ekki skammast í honum fyrir þær.

Ég bað hann að setja þetta inn samkvæmt minni bestu vitund en ef þetta er rangt þá þakka ég fyrir leiðréttinguna. 

Neddi, 16.6.2007 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband