Færsluflokkur: Bloggar

Skammarlegt! Hvað er að Íslensku þjóðfélagi ?

Ég gat ekki staðist að láta þetta vera.

Hvaða stjarnfræðilegu ofur-viðurlög eru við skattsvikum meðan að kynferðisglæpamenn fá nánast léttan slátt á fingurna með hlægilegum dómum?

Það er eitthvað mikið að!


mbl.is 120 milljónir króna í sekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri, hægri, snú ?

Það gildir í sjálfu sér einu hvort að það komi hér vinstri, hægri, samsteypu, miðju eða hvað sem er stjórn. Meðan að hugarfarið og kerfið er morkið og myglað að innan, mun ekkert breytast.

Áður en að nokkuð annað af viti gerist, þarf að koma til virkilegur aðskilnaður hins þrískipta valds, ólíkt því sem að í dag er. (Og nei, þetta er ekki einu sinni hægt að rökræða um!)

Einnig þarf að koma til virkt eftilit með embættismannakerfinu, sem og strangar og skilvirkar siðareglur til handa þingmönnum og undirsátum þeirra.

Lengja þarf í þinghaldi og minnka skrifræðið og peningaaustrið sem að nefndarstörf standa fyrir. (Alþingi notar u.þ.b þrisvar sinnum meira í nefndarstörf en í laun)

En þar sem að enginn flokkur er til í að gera nokkuð hið minnsta í þessa átt, breytir engu hver að er við völd, eða ekki við völd.

Hérmeð er auglýst eftir heiðarlegum stjórnmálamanni!


mbl.is Vinstristjórn lífsnauðsyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stundum...

Er ég pínulítið gáttaður á því að það þarf ansi mörg mannslíf þar til að eitthvað er gert.

Auðvitað er ég svo alvitur að ég veit hvað ætti að gera! (Er það ekki lenskan í bloggheimum)

Hvað með að byggja 2+1 með mislægum gatnamótum, og þá er ekkert mál að stækka í 2+2 þegar að það eru til peningar ?


mbl.is Tvöföldun Suðurlandsvegar er forgangsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland ekki lengur í Evrópu !!!

Rakst á þessa grein! Áhugaverð en kannski ekkert stórkostleg tíðindi þó. Hinsvegar, ef skrunað er niður síðuna kemur í ljós að Ísland er ekki einu sinni inn á lista yfir 53 "bestu" deildirnar í Evrópu!

Knattspyrnustórveldi eins og Færeyjar, San Marino, Andorra og Lichtenstein eru á listanum! (Eru þessi smálendi með deildarkeppni yfir höfuð?)


Stórhættulegt afbrigði gamals sjúkdóms!

Landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út viðvörun vegna  stórhættulegs afbrigði af Gin og Klaufaveiki. Afbrigðið hefur verið nefnt einfaldlega Klaufaveiki og telur ráðuneytið að það sé þegar búið að leggjast á ríkisstjórnina og stjórn seðlabankans!

Helstu einkenni afbrigðisins eru sinnuleysi, klaufaskapur, skortur á upplýsingagjöf og dómgreindarbrestur.

Einnig er talið að fyrstu einkenni þess séu skortur á auðmýkt og mikill hroki, og því nokkuð víst að sýkingin hafi verið til staðar í langan tíma. 

Ráðuneytið tekur þó fram að þar sem að í ríkisstjórninni sé nú þegar til staðar dýralæknir sé ekki mikil ástæða til óttast um að hún geti ekki starfað þrátt fyrir þetta...


Auðmýkt, æðruleysi eða reiði ?

Á þessum "síðustu og verstu" tímum er erfitt að halda haus í ólgusjónum. Allir keppast við að segja að nú sé ekki tími uppgjörs og að persónugera vandann, en á sama tíma keppast þessir aðilar við að benda á hvorn annan og gera að sökudólgi!

Hverjum á maður á trúa ? Ég er þeirrar skoðunar að trúa engum að svo stöddu. Það verður hinsvegar erfiðara og erfiðara þar sem að stjórnvöld virðast oftar en aðrir fá á baukinn, og gera ekkert (að mínu mati) til að lægja öldurnar og vinna skynsamlega úr hlutunum.

Í þessari grein finnst mér fyrrverandi formaður sjálfstæðisflokksins hitta höfuðið á naglann um hugarástand þjóðarinnar.

Mér finnst sárt að sjá landið sem að ég unni svo heitt bókstaflega "circle the drain" og allt á meðan að pólitíkusar koma fram með hroka og vanvirðingu gagnvart vinnuveitendum sínum.

Kannski að það sé kominn tími fyrir þá að sýna smá auðmýkt og æðruleysi og leggja spilin á borðið ?


Góður Punktur ?

Rakst á þetta í önnum dagsins: "Smellið Hér" Fannst þetta áhugaverður punktur, þótt að ég sé ekki að reyna að vera karlremba eða neitt slíkt.

Á vel við ?


Tungumálalegt gjaldþrot ?

Erum við orðin svo blönk af orðum að við verðum að sletta úr dönsku ?

Eða erum við virkilega kominn það langt aftur að við séum aftir undir Danskurinn komin ?

 


mbl.is Biskup vísiterar Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BNA 2008? Eða bara léleg martröð um miðaldir ?

Ég er sammála Omma að þessu leyti: Þetta fólk hræðir mig!

 


Næsta síða »

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband