Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Grumpy Old Man!

Ég er loksins búinn að komast að því og sætta mig við það að ég er ekkert annað en það sem að kalla mætti: "Grumpy Old Man"

Það er ótrúlegt hvað ég get látið litla hluti pirra mig af ástæðulausu...Hinsvegar elska ég þegar að hlutir pirra mig af ástæðu!

Eitt gott dæmi eru þulir/lýsendur/íþróttafréttamenn í Íslensku sjónvarpi. Þeir eru að mínu mati alveg skelfilega lélegir í samanburði við kollega sína úti í heimi! (Kannski að Grænlenskir og Færeyskir séu verri, þótt ég efa það)

Ég vil þó taka fram að þetta er ekki algilt í stéttinni, en þessir fáu svörtu sauðir sem að eru, eru svo kolsvartir að þeir draga restina niður (einn þó sérstaklega)

Það sem að kemur oftast upp um þá er að þeir eru allt of uppteknir að koma sinni skoðun á framfæri og lita lýsingar sínar á því hvað þeim finnst að leikmennirnir eigi að gera, eða hversu vel þeim finnst leikmennirnir vera að spila.

Þá skortir algerlega fagmennsku til að geta lýst staðreyndunum án þess að það sé litað af þeirra áliti!

Gott dæmi: "Þarna hefði hann átt að senda út á kantinn..." o.s.frv.

Ekki hjálpar þessi árátta að fá einhverja leikmenn eða þjálfara til að lýsa leiknum með sér, enda er ekkert garantí fyrir því að maður sem að er góður í að spila s.d. fótbolta (eða þjálfa) geti verið lifandi, fræðandi og skemmtilegur að hlusta á ?

Oftar en ekki eru þessir "fagmenn" svo fastir í að tala í klisjum og "fagmáli" að venjulegur maður skilur hvorki upp né niður í þessum geimvísindum sem að menn eru að reyna mennta okkur í!

Ég kalla eftir því að Bjarni Fel og Hemmi Gunn komi út úr skápnum aftur og fari að lýsa leikjum aftur. Þessir prýðismenn voru skemmtilegir og lifandi að hlusta á, og fyrst og femst trúverðugir.

Ertu hissa á að ég sé grömpí ?


Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband