Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Stórfrétt!

Þegar þetta er skrifað er þetta efsta fréttin á mbl.is

Ég er alltaf jafn gáttaður á skorti á frumlegheitum og metnaði hjá blaðamönnum nú til dags, sérstaklega þegar að "aðalfréttin" er um skuttogara sem að fékk veiðarfæri í skrúfuna !

Er metnaðurinn virkilega svo lítil og þjóðfélagsmálin svo lítilvæg að þetta telst til fréttaefnis ?

Hvernig væri að skrifa um vanhæfni dómsvalda til að setja glæpi í rétt samhengi og dæma kynferðisofbeldismenn harðar samkvæmt refsiramma ?

Hvernig væri að kalla á öflugri löggæslu til að hinn almenni og skattpíndi borgari geti óhræddur gengið um göturnar ?

Hvernig væri að skrifa um hroka stjórnvalda í garð almennings og siðleysi stjórnmálamanna ?

Hvernig væri að þjarma að Seðlabankanum fyrir vanhæfni þeirra til að halda verðbólgu niðri ?

Hvernig væri að gagnrýna heilbrigðisyfrivöld fyrir að standa fyrir einu verst rekna heilbrigðiskerfi í heimi ?

Hvernig væri að tala um spillingu og eiginhagsmunasemi stjórnmálamanna ?

Neeei...skrifum frekar um veiðarfæri í skrúfu !


mbl.is Fékk veiðarfæri í skrúfuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver ekur eins og ljón...?

...með aðra hönd á stýri ?

Bjössi á Löggubílnum, Bjössi á löggubílnum, hann Bjössi bullukoll [ur]

 

Hver vill veðja á að allt í einu verði kominn her á Íslandi undir nafninu "varnarlið" eða "öryggissveit"...


mbl.is Lögreglustjóri á Suðurnesjum sagði upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristileg tímaskekkja.

Í nútíma þjóðfélagi eins og Íslandi er það furðulegt að þrátt fyrir "trúfrelsi" á Íslandi, er Íslenska þjóðkirkjan samtvinnuð hinu Íslenska ríki.

Gott og vel er hægt að segja sig úr þjóðkirkjunni, en það er ekki hægt að kalla það trúfrelsi að ríkið hygli einni trúargrein og einni kirkju meira en annari.

Það er löngu kominn tími á aðskilnað ríkis og kirkju, sem og afnám sérstakra "kirkjufrídaga" (s.b. Föstudaginn Langa o.s.frv.)

Ég er ekki að segja að þessir dagar megi ekki vera frídagar, en það er úrelt að þeir séu frídagar í skjóli einnar trúar. Allir eiga að eiga þessa daga sem frídaga, óháð trú.


"Glorified G"

Eddie Vedder söng svo skemmtilega í háðurslegu lagi sínu og hljómsveitar sinnar Pearl Jam, "Glorified G" :

"Got a gun,
In fact I got two.
But that's OK
'cause I love God"

Ég man að þetta sló mig mikið á sínum tíma og Vs. (líkt og "Ten) getur hæglega talist til tímamótaverks í rokksögunni. Einkennandi einmitt við báðar plötur er mikill pólitískur undirtónn og gagnrýnin ádeila á samfélagslegt árángursleysi í báráttu við samfélagsvandamál eins og þunglyndi, einelti, ofbeldi, misnotkun og brengluð viðhorf.

Í "Glorified G" er einmitt stigið hart niður á áráttu og þörf BNA-þegna til að eiga skotvopn og réttlæta það með að vera guðhræddir. Að mínu mati einn af verulegum veruleikabrestum í tilveru þessarar þjóðar. Hvernig svona viðhorf þróast, get ég ekki tjáð mig um, enda hef ég aldrei verið það lengi í BNA að ég hafi orðið samdauna þeim aðstæðum sem að skapa þessi þjóðfélagslegu viðhorf.

Það sem að slær mig þó meira er sú staðreynd að eftir því sem að þjóðfélög verða stærri, verður geta stjórnvalda til að halda meirihluta almennings í múgsefjun meiri og auðveldari. (!?!?)

Einfalt er s.d. að kíkja á 3 mannmestu ríki (Kína, Indland & BNA) heims og bera almenningsviðhorf og framferði stjórnvalda, ásamt samfélagslegum gildum uppað okkar og sjá hvort að okkur fynnist þau "móralslega" rétt.

Alþekkt er að í kína viðgengst kúgun, mannréttindabrot og áróðursstríð af örgustu gerð.

Á Indlandi er samfélagið svo háð fátækt og stéttarskiptingu að ómögulegt er að stíga til metorða.

Í BNA eru lygarnar og blekkingarnar orðnar svo yfirþyrmandi að almenningur fær nánast aldrei að sjá "sannleikann" og svo gróflega ýtt undir vantraust á nágrannanum að allir sem að ekki eru úti á túni að heilsa fánanum að morgni dags eru "föðurlandssvikarar".

Hvernig stendur á þessu, veit ég ekki.

En ég veit að í svona litlu landi eins og Íslandi, eigum við ekki að sætta okkur við að okkar rödd hafi ekkert gildi.


Það skyldi þó aldrei vera ?

Ég undra mig á kommentum Hr. Schmidt um að hann óttist afkomu netsins skyldi af þessum kaupum verða. Google er jú kominn í þá merkilegu stöðu að vera einræðisherra netsins. Ekki ólíkt Microsoft í stýrikerfum.

Eins framsæknir og uppfinningsamir og Google menn hafa verið, er skyndilega byrjað að sækja að þeim og vöxtur þeirra farin að hægjast.

Það er kannski þess vegna sem að þeim er ekki sama um að fá smá samkeppni ?

Ætli það sem að þeir hafi ekki mestar áhyggjur af séu frjálst flæði peninga í kassa þeirra...


mbl.is Google óttast yfirtöku Microsoft á Yahoo!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég ekki fatta ?

Ég skil nú ekki hvað Eiður er að stressa sig yfir hverja Barcelona fá í meistaradeildinni...

Það er ekki eins og að hann fái að spila eitthvað ?


mbl.is Eiður Smári: Ánægður að við fengum ekki Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyrði það hjá vini, sem að heyrði það hjá frænda, sem að...

Það er nú orðið bagalegt og merki um "æsifréttamennsku" þegar að miðlar eru farnir að notast við og vitna í fréttaefni frá FOXNews.

Eitt gildir hvað presturinn hefur sagt og ekki sagt, enda er hann ekki sá fyrsti innan bandaríkjanna sem að sakar stjórnvöld um þetta.

Hinsvegar vita allir sem að óhlutdrægt geta lesið í gegnum fréttir að ekki einu orði er treystandi eða trúandi sem að kemur frá fréttastofu FOXNews, enda ekkert annað en málpípa Neo-Conservative hluta Repúblikanaflokksins. Ekki einu sinni veðurfréttunum !


mbl.is Sóknarprestur Obama veldur uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða hvaða...

Ég verð nú að játa fyrir mitt leiti að ég hallast nú frekar að því að vera sammála Bigga í því að Bubbi var ekki eins mikill áhrifavaldur í Íslenskri tónlist eins og allir vilja láta af vera.

Það má líkja honum við Madonnu að því leyti að hann er mjög góður tónlistarmaður og kom frá sér miklu efni á skömmum tíma (svona ca plötu hver jól í tíu ár). En það að hann skuli hafa verið að skrifa tónlistarsöguna er kannski að mínu mati full mikið sagt.

Madonna breytti ekkert tónlistarsögunni, né heldur var hún mikill áhrifavaldur. Hún var einfaldlega góð í því sem að hún var að gera, höfðaði til margra, mikill og góður skemmtikraftur og afkastaði miklu.

Alveg eins Búbbertinn...


mbl.is Bubbi og Biggi í hár saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Chi-Ching!

Hvað eru 70 milljarðar á milli vina þegar að maður flakkar um á einkaþotu?
mbl.is Tap vegna AMR, Commerzbank og Finnair nam 38 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög vafasamar vinnuaðferðir...

Eins og annar bloggari kom svo réttilega að, þá er markvisst um notkun tálbeitu að ræða hér. Einu gildir hvaða nafni þeir vilja kalla það.

Gott og vel er ólöglegt að hala niður og stela, en eins og hefur löngu sannast, þá væru þessir menn löngu búnir að drepa þennan niðurhalsdraug ef að þeir hefðu eyru til að hlusta á neytendur og væru í það minnsta komnir út úr 19 öldinni. Neytendur hafa ekkert á móti því að borga fyrir tónlist og myndefni á netinu, svo fremi sem að verðlagning endurspegli kostnað, aðgengi sé auðvelt, og valið í höndum neytandans.

Þetta er nákvæmlega það sem að Apple tókst að gera að mestu leyti. Þar geturðu keypt einstök lög á sanngjörnu verði, auðvelt er að gera það og enginn neyðir þig til að kaupa s.d. alla plötuna með Jóa-Jóns sem að var bara one-hit-wonder. Svo eru þeir nú orðnir svo sniðugir að ef s.d. þú hefur keypt 3 lög af plötu, og langar að eignast restina, þá dragast þessi 3 lög frá heildarverði plötunar!

Það sem að hljómplötuútgefendur voru seinastir manna til að skilja var að með netinu gátu þeir marg-margfaldað gróða sinn ef að þeir hefðu verið forsjálir.

Þeir þurfa ekki að brenna tónlistina á disk

Þeir þurfa ekki að prenta á diskinn

Þeir þurfa ekki að prenta umslag fyrir diskinn og setja hann í hulstur

Þeir þurfa ekki að setja hann í plast og í pappakassa

Þeir þurfa ekki að senda hann í verslun út í heim

Þeir þurfa í raun ekki að gera neitt annað en að færa tónlistina inn á harðan disk, skera í burt því sem næst ALLA kostnaðarliði og horfa á peningana rúlla inn!

Að þeir skuli enn ekki vera búinir að fatta þetta og að það hafi þurft tölvufyrirtæki til að kenna þeim að gera þetta, sýnir bara hversu "góðir" bissnessmenn þetta eru.

Hugbúnaðarfyrirtækinn eru mjög hratt búinn að læra þetta og flest öll eru á einn eða annan hátt farin að selja "digital-delivery", eða kaupa hugbúnaðinn on-line og ekki bíða eftir disknum sjálfum.

En ef að menn vilja kynnast því nánar hvað liggur að baki því að tónlistariðnaðurinn er svona illilega illa rekinn, mæli ég með að menn/konur lesi næstum 20 ára gamla bók sem að heitir "Hit Men" eftir Fredrick Dannen. Þógömul sé orðin, þá er hugsunarhátturinn hjá þessum köllum ekkert búinn að breytast.


mbl.is Klófestir með hjálp tálbeitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband