Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Fyrirhyggja ? Nei, peningaeyðsla!

Það verður seint af okkur tekið. Ísland er örugglega klikkaðasta land sem að fyrirfinnst!

Að mörgu leyti er margt sem að hér er gert ótrúlega vel heppnað, en að öðru leyti eru hlutirnir svo langt úti á túni að grasið vex hraðar til að fela þá.

Sem dæmi um góða hluti má nefna að uppbygging menntaþjónustu og dagvistunar í íbúðahverfum til fyrirmyndar, þó svo að skammarleg laun starfsmanna á þessum stofnunum haldi þeim í óvirkni. Vel er staðið að uppbyggingu samskipta og tækni hér á landi og samfélagið er að mörgu leyti mjög opið og frjálst.

Að því sem að illa fer má nefna löggæslu, samgöngumannvirki, stjórnmál, efnahagsstjórn og heilsugæsla.

Það síðastnefnda er sérstaklega greinilegt eftir að nefnd á vegum heilbrigðisráðherra komst að því að rétti staðurinn fyrir hið nýja undrasjúkrahús væri á sama stað og fyrri nefnd komst líka að.

Munurinn á þessum tveimur nefndum var að formaður (stýra) var kona forsætisráðherra og flokksbróðirs heilbrigðisráðherra.

Vitleysan í því að fara að byggja við gamalt sjúkrahús nálægt "miðborg" Reykjavíkur er sú almesta sem að pólitíkusar hafa geta selt sér!

Eins og staðan er í dag búa 70% af borgarbúum AUSTAN Elliðaár, þar sem að í augnablikinu er enginn spítali! Ef að höfuðborgarsvæðið í heild sinni er tekið versnar staðarvalið enn meira! Þó svo að því leyti myndi fossvogurinn henta ákaflega vel þar sem að hann er svo gott sem miðsvæðis.

Nú hefur formaður fyrri nefndar komið fram og sagt að kostnaðurinn á 4 mánuðum við nýju nefndinna 3 milljarðar!

Ég kaupi það nú ekki alveg en þó svo að hann sé einungis 10% er það samt út í hött!

Spilling eins og hún gerist best! (verst?)


Sætur Sigur ?

Þetta hlýtur nú að teljast í herbúðum Sony mikill og sætur sálrænn sigur eftir bitra reynsluna með Betamax.

Nú er kannski vonandi að verð á þessum dimsum og græjum fari hratt lækkandi :)


mbl.is Staðlastríðinu er loksins lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villti tryllti Villi!

...Var veitinga/skemmtistaður fyrir 16-20 ára á Skúlagötu fyrir um 20 árum sem að ekki veitti áfengi, en veitti mörgu ungu fólki útrás fyrir dansgleði og kelerí!

Svo bætti nú ekki úr skák að á laugardögum & sunnudögum var eftirmiðdagsball fyrir 12-16 ára milli 3 og 5 ef að ég man rétt og gátu þau allra yngstu tryllst yfir nýjustu popp og danssmellum í "vernduðu" umhverfi.

Sniðug hugmynd og hefur kannski átt einhvern þátt í að móta okkur sem að erum að vaxa úr grasi á annan hátt en þumalputtakynslóðina sem að við höfum getið af okkur...

En passar nafnið ekki bara ansi vel á hann Villta tryllta Villa í Valhöll ? (stundum ráðhúsi)

???


Smá samhæfing þarna á ferðinni...

Þetta er nokkuð magnað að sjá :)

http://www.snotr.com/video/867

 


Ótrúlegt!

Þetta verðið þið sjá!

 


Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband