Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Þú skalt þegja...og ekkert segja!

Þar sem að ég var nú staddur erlendis tókst mér ekki að fá beint í æð uppistand og "skrílslæti" sem að áttu sér stað á áhorfendapöllum í ráðhúsinu í síðastliðinni viku.

Margir forkólfar úr sjálfstæðisflokknum hafa gengið fram og kallað þetta "aðför að lýðræðinu" og hvað annað verra. Þeir hafa einnig sakað minnihlutann í borgarstjórn um að hafa "skipulagt" aðför að Ólafi Magnússyni & Vilhjálmi Vilhjálmssyni.

Þar sem að ég sá þetta ekki og hef ekki séð þetta ennþá, þá ætla ég nú ekki að fara að taka afstöðu til hvort að um "skipulagða aðför " hafi verið að ræða, eða hvort að "vegið hafi verið að lýðræðinu" .

Hinsvegar finnst mér furðulegt að Íhaldsmenn úr röðum Sjálfstæðisflokksins skuli ganga svona hart fram í að gagnrýna og skamma vinnuveitendur sína! 

Stjórnmálamenn, sama úr hvaða flokki þeir koma eru algerlega búnir að tapa þeim skilningi að þeir séu kjörnir til að sinna trúnaðarstörfum fyrir hinn almenna borgara, og að þegar að hinn almenni borgari beytir málfrelsi sínu, þá á hann að skammast sín og þegja (?!?!)

Það er greinilegt að við færumst nær og nær því að vera bananalýðveldi ef að við leyfum þessu að þróast svona.

En svo spyr maður sig, hvernig er annað hægt þegar að við höfum fyrir það fyrsta í árabil sætt okkur við að stjórnmálamenn geti verið óheiðarlegir (jafnvel setið í fangelsi). Og í öðru lagi haldið áfram að kjósa þá.

 


Hér kemur klisja!

With friends like these, who needs enemies ?
mbl.is Bjargaði vinnufélaga úr krókódílskjafti og skaut hann óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfitt val!

Nú er ansi erfitt orðið að velja hvort að maður eigi að horfa á þátt dagsins í Leiðarljósi, eða kveikja á fréttunum til að sjá hver er Borgarstjóri í dag!

2 frábærar sápur, þótt ólíkar séu!

Decisions... 


Private Harry Lamin

Ég rakst á frétt á mbl.is um 90 ára gamalt blogg og fór og skoðaði það.

Það sem að um ræðir er  bréf hermannsins Harry Lamin til systkina sinna úr vígstöðvum fyrri heimstyrjaldar.

Bloggið er sett upp þannig að bréfin eru byrt nákvæmlega 90 árum eftir að þau eru skrifuð og koma því alltaf á sama degi, bara 90 árum seinna.

Þar sem að nýjasta færslan er alltaf efst þarf maður að byrja á að fara krónólógískt aftur til að fá alla söguna, en það er nú bara gaman :)

Þetta er mjög áhugaverður lestur og gaman að fá innsýn inn í líf hermanns á vígstöðvunum á þessum tíma.

Á síðunni eru einnig leiðbeiningar um hvernig lesa eigi bloggið (hér) og mæli ég með að þið kíkið á þetta :)


Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband