Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Ég og mín fallega kona horfðum á heimildarmynd Michael Moore um daginn "Sicko" þar sem að hann með sinni alkunnu kaldhæðni valtar á skítugum skónum yfir heilbrigðiskerfið í BNA. Hann gerir sér einnig ferð út um heim og heimsækir Bretland, Frakkland og Kúbu, þar sem að á öllum stöðum er mun öflugra og skilvirkara heilbrigðiskerfi en í BNA.
Það sem að virkilega stóð uppúr, var að á Kúbu, sem er sára-fátækt land er ótrúlega öflugt og gott heilbrigðiskerfi. Þrátt fyrir Vindlareykingar og Rommdrykkju íbúanna :)
Það sem að var einnig sláandi var að í Bretlandi (hef nú búið þar) er heilbrigðiskerfið algerlega frítt. Gott og vel eru biðlistar í stærri aðgerðir, en á 26% prósent sköttum, er allt samt frítt.
Hvernig stendur á því að ég og þú erum að borga rúmlega 30% skatt (staðgreiðsla mínus bætur & afslættir) ???
Ég er ekki alveg að skilja...
Bloggar | 28.11.2007 | 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrir um 30 árum skrifaði Jóhannes Björn Lúðvíksson bókina "Falið Vald". Það sem að gerir þessa bók svo merkilega er það að hún var fyrsta alvarlega "samsæriskenningar" bókin sem að kom út á Íslandi. Ekki sírði voru bækur Örnólfs Árnasonar, Kolkrabbinn og Bankabókin. Falið vald var hins vegar merkileg að því leyti að skilaboð hennar eru jafn vel í gildi í dag og þá, 30 árum síðar.
Ekki alls fyrir löngu var ég að horfa á heimildarmynd frá BBC sem að heitir "The Power Of Nightmares" Þessi mynd fjallar um hvernig að valdhöfum fyrri tíma misstókst að selja þegnunum hugmyndina um drauma og þrár og hamingjuríki þar sem að allt var í sómanum. Fyrir vikið komust öfgaöfl til valda, og það sem merkilegra er að bæði í hinum "vestræna" heimi og í Íslam, er margt ansi keimlíkt með þessum öflum. Grunnhugmyndafræði þeirra beggja er að vernda okkur frá "hræðilegri ógn" sem að stafar af hinum. Með því að lofa því að standa á verði með rifillinn, lofa þeir okkur því að "ljóti kallinn" fái ekki að ráðast á okkur.
Þetta kann að hljóma ansi merkilega og hreint út sagt barnalega, en ef að þú ferð að hugsa aðeins út í það, þá er ansi undarlegt hvað stjórnmálamenn út í heimi tala mikið um "ógnina" af hinu og þessu.
Af einhverjum völdum erum við kannski of upptekinn af okkar daglega amstri að við tökum ekki eftir því hvað er að gerast á bakvið tjöldin? Eða við spyrjum bara einfaldlega ekki réttu spurninganna?
Sem betur fer er nú ekki svona komið fyrir okkar litla Íslandi!
Eða hvað?
Bloggar | 16.11.2007 | 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mér er spurn af hverju Ívar hefur valið að hætta með landsliðinu ? Og ennfremur af hverju að það er enginn sem að spilar á Íslandi í hópnum ?
Og hvaða árátta er þetta að púkka uppá Eið Smára ? Það er ekkert launungarmál að hann er skelfilegur leiðtogi, enda virðist liðinu ómögulegt að spila saman þegar að litla frekjudollann er með! Svo hjálpar honum nú ekki að þrálátur orðrómur um brotthvarf Heiðars Helgusonar á sínum tíma hafi verið tilkomið barnalegri og kjánalegri framkomu fyriliðans!
Það á að hrista hressilega uppí þessu landsliði, og KSÍ ef að út í það er farið! Munið orð mín: Nú hefst enn eitt vesældartímabilið í Íslenskri knattspyrnu!
![]() |
Ívar ekki í fyrsta landsliðshóp Ólafs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.11.2007 | 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Segir Útlendingastofnun brjóta gegn réttindum
- Veginum um Jökuldal lokað vegna umferðarslyss
- Bjórhátíðin gekk vonum framar - myndir
- Júlíus Viggó nýr formaður SUS
- Bílvelta við Bústaðaveg
- Play skuldaði Isavia hálfan milljarð
- Íslendingur þróar líkan sem eykur flugöryggi
- Segir íbúalýðræði verða afnumið
- Myndir: Vannærður refur fannst í Rofabæ
- Skemmtilegast þegar leiðin er illfær
Erlent
- Ljón réðst á barn í Tælandi
- Herðir tökin eftir kröftug mótmæli
- Thunberg snýr aftur til síns heima
- Verð á pasta gæti tvöfaldast
- Segir nýja ríkisstjórn Frakklands aumkunarverða
- Kveiktu í mosku í Bretlandi
- Demókratar ráði hvenær stofnanir opni á ný
- Á þessum mönnum líf mitt að þakka
- Nærri þúsund manns fastir á Everest
- Takmarka mótmæli til stuðnings Palestínu
Fólk
- Sigga Beinteins sló í gegn
- Maðurinn á bak við hryllinginn
- Þægilegra að geta sofið á nóttunni
- Mig langaði til að hverfa
- Dregur sig í hlé frá tónleikaferðalagi Oasis vegna krabbameins
- Alma Möller sigraði ballskákina
- Soo Catwoman látin
- Með tárin í augunum yfir Swift
- Sean Diddy Combs dæmdur í rúmlega fjögurra ára fangelsi
- Er Maggie Baugh nýja kærasta Keith Urban?
Viðskipti
- Hið ljúfa líf: Nú nemur Baume et Mercier land
- Best ef áunnin og greidd vinna saman
- Aðskilnaðarkvíði ríkisforstjóra
- Fagna stöðugleika en benda á skattbyrði
- Orkuklasinn, traust, trú og hestar
- Væntingar ráði ferðinni
- Fólk er ekki til sölu
- Mikið umbrotaskeið í japanska hagkerfinu
- Fréttaskýring: Gerir Trump aldrei neitt rétt?
- Vextir líklega óbreyttir á fundi Peningastefnunefndar í næstu viku