Það gildir í sjálfu sér einu hvort að það komi hér vinstri, hægri, samsteypu, miðju eða hvað sem er stjórn. Meðan að hugarfarið og kerfið er morkið og myglað að innan, mun ekkert breytast.
Áður en að nokkuð annað af viti gerist, þarf að koma til virkilegur aðskilnaður hins þrískipta valds, ólíkt því sem að í dag er. (Og nei, þetta er ekki einu sinni hægt að rökræða um!)
Einnig þarf að koma til virkt eftilit með embættismannakerfinu, sem og strangar og skilvirkar siðareglur til handa þingmönnum og undirsátum þeirra.
Lengja þarf í þinghaldi og minnka skrifræðið og peningaaustrið sem að nefndarstörf standa fyrir. (Alþingi notar u.þ.b þrisvar sinnum meira í nefndarstörf en í laun)
En þar sem að enginn flokkur er til í að gera nokkuð hið minnsta í þessa átt, breytir engu hver að er við völd, eða ekki við völd.
Hérmeð er auglýst eftir heiðarlegum stjórnmálamanni!
Vinstristjórn lífsnauðsyn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.