Ég er loksins búinn að komast að því og sætta mig við það að ég er ekkert annað en það sem að kalla mætti: "Grumpy Old Man"
Það er ótrúlegt hvað ég get látið litla hluti pirra mig af ástæðulausu...Hinsvegar elska ég þegar að hlutir pirra mig af ástæðu!
Eitt gott dæmi eru þulir/lýsendur/íþróttafréttamenn í Íslensku sjónvarpi. Þeir eru að mínu mati alveg skelfilega lélegir í samanburði við kollega sína úti í heimi! (Kannski að Grænlenskir og Færeyskir séu verri, þótt ég efa það)
Ég vil þó taka fram að þetta er ekki algilt í stéttinni, en þessir fáu svörtu sauðir sem að eru, eru svo kolsvartir að þeir draga restina niður (einn þó sérstaklega)
Það sem að kemur oftast upp um þá er að þeir eru allt of uppteknir að koma sinni skoðun á framfæri og lita lýsingar sínar á því hvað þeim finnst að leikmennirnir eigi að gera, eða hversu vel þeim finnst leikmennirnir vera að spila.
Þá skortir algerlega fagmennsku til að geta lýst staðreyndunum án þess að það sé litað af þeirra áliti!
Gott dæmi: "Þarna hefði hann átt að senda út á kantinn..." o.s.frv.
Ekki hjálpar þessi árátta að fá einhverja leikmenn eða þjálfara til að lýsa leiknum með sér, enda er ekkert garantí fyrir því að maður sem að er góður í að spila s.d. fótbolta (eða þjálfa) geti verið lifandi, fræðandi og skemmtilegur að hlusta á ?
Oftar en ekki eru þessir "fagmenn" svo fastir í að tala í klisjum og "fagmáli" að venjulegur maður skilur hvorki upp né niður í þessum geimvísindum sem að menn eru að reyna mennta okkur í!
Ég kalla eftir því að Bjarni Fel og Hemmi Gunn komi út úr skápnum aftur og fari að lýsa leikjum aftur. Þessir prýðismenn voru skemmtilegir og lifandi að hlusta á, og fyrst og femst trúverðugir.
Ertu hissa á að ég sé grömpí ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Enginn vissi hvað þetta var
- Stefnir í eitt mesta góðviðrisárið
- Eldur kviknaði á Fiskislóð
- Einn vann 2,5 milljónir króna
- Festist í Hveragerði eftir bjórhátíð
- Æfðu viðbrögð við flugslysi í Reykjavík
- Talning sýnir fá alvarleg slys á Höfðabakka
- Ferðamenn sáust pota í sel
- Andlitið tók skellinn
- Ung börn utan skóla í tvö ár: Grafalvarleg staða
- Frumvarp um símanotkun til umsagnar
- Slökkvilið kallað til vegna alelda bíls
- Hrindir af stað söfnun á eigin spýtur
- Hanna Katrín lætur sig víða vanta
- Fylgjast með Outlaws og Bandidos
Erlent
- Ísrael hafi samþykkt fyrsta áfanga brottflutnings
- Segir friðarsamkomulag í augsýn
- Það var komið fram við okkur eins og dýr
- Heitir því að afvopna Hamas
- Að öllum líkindum fyrsti kvenkyns forsætisráðherra
- Flokkur fyrrum forsætisráðherra bar sigur úr býtum
- Fulltrúar Hamas og Ísrael funda í Kaíró
- Rússar herða árásir á lestarkerfi Úkraínu
- Trump: Ég mun ekki líða neinar tafir
- 137 aðgerðarsinnar fluttir til Tyrklands
- Vikið frá störfum í kjölfar ásakana um misnotkun
- Fólk ætti ekki að mótmæla til stuðnings Palestínu
- 30 særðust í árás á lestarstöð
- Barátta sem við eigum hvern einasta dag
- Tveir látnir eftir skotárás í Frakklandi
Athugasemdir
Nei eiginlega ekki :-)
Kristján Kristjánsson, 20.8.2008 kl. 22:31
Þarf nú ekki mikið til að pirra þig en ég samt alveg sammála þér.
Ómar Ingi, 23.8.2008 kl. 18:20
Mér finnst alltaf svo drepfyndið þegar þeir eru farnir að öskra eins og geðsjúklingur hlaupi laus á svæðinu og halda í alvörunni að það sé normalt !!!
Íris Ásdísardóttir, 2.9.2008 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.