Eins og annar bloggari kom svo réttilega að, þá er markvisst um notkun tálbeitu að ræða hér. Einu gildir hvaða nafni þeir vilja kalla það.
Gott og vel er ólöglegt að hala niður og stela, en eins og hefur löngu sannast, þá væru þessir menn löngu búnir að drepa þennan niðurhalsdraug ef að þeir hefðu eyru til að hlusta á neytendur og væru í það minnsta komnir út úr 19 öldinni. Neytendur hafa ekkert á móti því að borga fyrir tónlist og myndefni á netinu, svo fremi sem að verðlagning endurspegli kostnað, aðgengi sé auðvelt, og valið í höndum neytandans.
Þetta er nákvæmlega það sem að Apple tókst að gera að mestu leyti. Þar geturðu keypt einstök lög á sanngjörnu verði, auðvelt er að gera það og enginn neyðir þig til að kaupa s.d. alla plötuna með Jóa-Jóns sem að var bara one-hit-wonder. Svo eru þeir nú orðnir svo sniðugir að ef s.d. þú hefur keypt 3 lög af plötu, og langar að eignast restina, þá dragast þessi 3 lög frá heildarverði plötunar!
Það sem að hljómplötuútgefendur voru seinastir manna til að skilja var að með netinu gátu þeir marg-margfaldað gróða sinn ef að þeir hefðu verið forsjálir.
Þeir þurfa ekki að brenna tónlistina á disk
Þeir þurfa ekki að prenta á diskinn
Þeir þurfa ekki að prenta umslag fyrir diskinn og setja hann í hulstur
Þeir þurfa ekki að setja hann í plast og í pappakassa
Þeir þurfa ekki að senda hann í verslun út í heim
Þeir þurfa í raun ekki að gera neitt annað en að færa tónlistina inn á harðan disk, skera í burt því sem næst ALLA kostnaðarliði og horfa á peningana rúlla inn!
Að þeir skuli enn ekki vera búinir að fatta þetta og að það hafi þurft tölvufyrirtæki til að kenna þeim að gera þetta, sýnir bara hversu "góðir" bissnessmenn þetta eru.
Hugbúnaðarfyrirtækinn eru mjög hratt búinn að læra þetta og flest öll eru á einn eða annan hátt farin að selja "digital-delivery", eða kaupa hugbúnaðinn on-line og ekki bíða eftir disknum sjálfum.
En ef að menn vilja kynnast því nánar hvað liggur að baki því að tónlistariðnaðurinn er svona illilega illa rekinn, mæli ég með að menn/konur lesi næstum 20 ára gamla bók sem að heitir "Hit Men" eftir Fredrick Dannen. Þógömul sé orðin, þá er hugsunarhátturinn hjá þessum köllum ekkert búinn að breytast.
Klófestir með hjálp tálbeitu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/466520/
Toppaðu þetta
Ómar Ingi, 6.3.2008 kl. 17:19
bresk rannsókn sem var gerð ekki fyrir svo löngu sýndi fram á það að sala á tónlist hafði ekki dregist saman með allri netvæðingunni, þvert á móti (þó sala á geisladiskum hafi minnkað). það voru hins vegar bara stóru útgáfurisarnir (sem virðast vera álíka fljótir að tileinka sér nýjungar og Gísli á Uppsölum) sem höfðu misst spón úr sínum aski. allir aðrir seldu meira. litlu útgáfufyrirtækin sem áttu núna miklu auðveldar með að kynna sína listamenn og svo allt fólkið sem getur núna selt sína eigin tónlist sjálft á netinu án allra milliliða
Grumpa, 10.3.2008 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.