Þú skalt þegja...og ekkert segja!

Þar sem að ég var nú staddur erlendis tókst mér ekki að fá beint í æð uppistand og "skrílslæti" sem að áttu sér stað á áhorfendapöllum í ráðhúsinu í síðastliðinni viku.

Margir forkólfar úr sjálfstæðisflokknum hafa gengið fram og kallað þetta "aðför að lýðræðinu" og hvað annað verra. Þeir hafa einnig sakað minnihlutann í borgarstjórn um að hafa "skipulagt" aðför að Ólafi Magnússyni & Vilhjálmi Vilhjálmssyni.

Þar sem að ég sá þetta ekki og hef ekki séð þetta ennþá, þá ætla ég nú ekki að fara að taka afstöðu til hvort að um "skipulagða aðför " hafi verið að ræða, eða hvort að "vegið hafi verið að lýðræðinu" .

Hinsvegar finnst mér furðulegt að Íhaldsmenn úr röðum Sjálfstæðisflokksins skuli ganga svona hart fram í að gagnrýna og skamma vinnuveitendur sína! 

Stjórnmálamenn, sama úr hvaða flokki þeir koma eru algerlega búnir að tapa þeim skilningi að þeir séu kjörnir til að sinna trúnaðarstörfum fyrir hinn almenna borgara, og að þegar að hinn almenni borgari beytir málfrelsi sínu, þá á hann að skammast sín og þegja (?!?!)

Það er greinilegt að við færumst nær og nær því að vera bananalýðveldi ef að við leyfum þessu að þróast svona.

En svo spyr maður sig, hvernig er annað hægt þegar að við höfum fyrir það fyrsta í árabil sætt okkur við að stjórnmálamenn geti verið óheiðarlegir (jafnvel setið í fangelsi). Og í öðru lagi haldið áfram að kjósa þá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svandís Rós

Treysti því að þú komir svo með einhvern góðan pólitískan pistil eftir að þú hefur horft á upptökur. Og ekki gleyma að horfa á "hnífasettardramað" innan Framsóknarflokksins svo ég tali nú ekki um uppistandið sem varð vegna Spaugstofuþáttarins!

Nóg að gera hjá þér að setja þig inn í allt sem þú misstir af


P.s. Gott að sjá / lesa hvað gengur vel, ég óska þér og ykkur alls hins besta og ég er sko ekki hætt að kommenta hjá þér!

Svandís Rós, 30.1.2008 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband