Útópía er ekki lengur hér!

Fyrir um 30 árum skrifaði Jóhannes Björn Lúðvíksson bókina "Falið Vald". Það sem að gerir þessa bók svo merkilega er það að hún var fyrsta alvarlega "samsæriskenningar" bókin sem að kom út á Íslandi. Ekki sírði voru bækur Örnólfs Árnasonar, Kolkrabbinn og Bankabókin. Falið vald var hins vegar merkileg að því leyti að skilaboð hennar eru jafn vel í gildi í dag og þá, 30 árum síðar.

Ekki alls fyrir löngu var ég að horfa á heimildarmynd frá BBC sem að heitir "The Power Of Nightmares" Þessi mynd fjallar um hvernig að valdhöfum fyrri tíma misstókst að selja þegnunum hugmyndina um drauma og þrár og hamingjuríki þar sem að allt var í sómanum. Fyrir vikið komust öfgaöfl til valda, og það sem merkilegra er að bæði í hinum "vestræna" heimi og í Íslam, er margt ansi keimlíkt með þessum öflum. Grunnhugmyndafræði þeirra beggja er að vernda okkur frá "hræðilegri ógn" sem að stafar af hinum. Með því að lofa því að standa á verði með rifillinn, lofa þeir okkur því að "ljóti kallinn" fái ekki að ráðast á okkur.

Þetta kann að hljóma ansi merkilega og hreint út sagt barnalega, en ef að þú ferð að hugsa aðeins út í það,  þá er ansi undarlegt hvað stjórnmálamenn út í heimi tala mikið um "ógnina" af hinu og þessu.

Af einhverjum völdum erum við kannski of upptekinn af okkar daglega amstri að við tökum ekki eftir því hvað er að gerast á bakvið tjöldin? Eða við spyrjum bara einfaldlega ekki réttu spurninganna?

Sem betur fer er nú ekki svona komið fyrir okkar litla Íslandi!

Eða hvað? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Ég hef séð þessa BBC heimildarmynd og mæli með henni fyrir alla sem vilja skilja hvernig heimsmynd Nýju Íhaldsöflinn sem stjórna Bandaríkjunum í dag og öfgahópar innan Íslam vilja skapa. Hún er nánast eins.

Það er ómögulegt að skilja alþjóða stjórnmál, stjórnmál yfirleitt og viðskiptalífið án þess að skoða hverjir séu á leynilegan hátt að koma sér saman um að vinna að sínum hagsmunum á kostnað annarra. Í viðskiptum heitir þetta "samráð" og hefur kostað okkur neytendur gríðarlegar fjárhæðir. Í pólitík heitir þetta "samsæri"

Auðvitað fremja valdhafar samsæri og það er heilbrigð og ábyrg hegðun allra borgara sem annt er um samfélag sitt að rannsaka og ræða um hvaða valdhafar hafi hugsanlega átt samráð um sína hagsmuni á kostnað borgaranna.

Takk fyrir blogið.

Jón Þór Ólafsson, 16.11.2007 kl. 12:00

2 Smámynd: Grumpa

Davíð Oddssyni tókst alveg að selja okkur hugmyndina um endalaust góðæri. Við höldum enn að það sé góðæri þó allt venjulegt fólk þurfi að taka lán fyrir öllu

Grumpa, 26.11.2007 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband