Hvenær segir fólk STOPP ?

Enn sem komið er lítur út fyrir að átak seinasta árs "STOPP" sé að skila einhverri vitundarvakningu, því ólíkt 2006 eru "einungis" 10 búnir að láta lífið í umferðinni í ár.

En það er líka 10 of mikið!

Svo heyrir maður af þessu...Og það sem verra er, þá virðist ökumaðurinn hafa fengið sömu silkihanskameðferð og allir af hans sauðahúsi. Það er klárlega skortur á öflugri umferðarlöggæslu í þessu landi eins og lýsingarnar af þessum slysstað bera með sér. En verra er meðhöndlun lögreglunar.

Birgir Þór Bragason hitti naglann á höfuðið í færslu sinni. Og hjartanlega er ég sammála honum!

Því hvet ég þig til að:

A. Blogga um þessa frétt og/eða skapa umræðu um þessi mál

B. Senda Samgönguráðherra og Dómsmálaráðherra harðort bréf um vanhæfni þeirra til að stuðla að bættri umferðarmenningu.

Hafðu það bakvið eyrað að það gæti verið þú, eða einhver þér nær sem að gæti orðið saklaust fórnarlamb svona ökuníðings. 


mbl.is Lögreglan: Ótrúlegt að ekki skyldi verða stórslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband