"Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir ökumanni grárrar bifreiðar. Viðkomandi hefur orðið vís að því að fara eftir umferðarlögum, virða umferðarreglur, nota stefnuljós og sýna tillitsemi. Einnig hefur sést til hans þar sem að hann ók á löglegum hraða og nýtti vinstri akreinina einungis til framúraksturs. Allir þeir sem að hafa séð til ferðar þessa manns eru beðnir um að láta Lögregluna vita tafarlaust, þó svo að ekki sé búist við mörgum vísbendingum. Í versta falli vill Lögreglan hvetja þennan ökumann til að hætta þessu löglega athæfi undir eins, og snúa sér að því að falla inn í hinn breiða hóp ökumanna sem að samviskusamlega ekki fara að lögum og reglum!"
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað segirðu babe, er verið að lýsa eftir mér??!! :)
Sé þig annars í kvöld sæti
Ruth Ásdísardóttir, 16.10.2007 kl. 13:27
Breytum lögunum, gerum þessum manni erfitt fyrir.
Birgir Þór Bragason, 18.10.2007 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.