Maðkur í mysunni...

Af einhverjum völdum, þá hefur mér alltaf þótt vera furðuleg skítalykt af þessu máli! Ekki að hálfu McClaren, heldur 3 F-unum. FIA, F1 og Ferrari.

Ef að skoðuð er úttekt BBC á þessu kemur í ljós nokkrir áhugaverðir punktar í þessu.

Ekki hefur verið sannað að tækni Ferrrari hafi verið notuð í bílum McClaren.

Ekki hefur verið sannað að gögnin hafi nokkurn tíma í höndum nokkurs annars en Mike Coughlan.

Tölvupóstar og SMS-skeyti sem að voru "ný gögn" í málinu, gátu á engan hátt sannað að um njósnir hafi verið að ræða.

Þegar að Toyota var staðið að því að stela árið 2002, frá Ferrari n.b., kom FIA ekkert nálægt þeirri refsingu, málið var rekið sem einkamál.

Það er sérlega áhugavert í þessu öllu, að málið kom upp á yfirborðið í stöðunni þar sem að stóra sterka Ferrari stóð ekkert alltof vel að vígi í keppni bílasmiða og ökuþóra ?

Lengi hefur fylgt þessu sporti sá illi orðrómur að hjónaband sé að ræða milli Ferrari & Ecclestone. Ekki er hægt annað en að hlusta á þann orðróm, þar sem að strax í fyrsta móti ársins, var bíll Ferrari dæmdur ólöglegur eftir keppni. Og hvaða refsingu hlutu þeir ? ENGA!

Það virðist hafa gleymst í þessu "njósnamáli" (sem að ég held að komi síðar í ljós og sprengi þetta allt upp aftur) að aldrei hefur verið sannað að McClaren hafi "stolið" þessum upplýsingum, heldur var sannað að gögnin komu frá Nigel Stepney hjá Ferrari!


mbl.is McLaren áfrýjar refsingunni ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Öll efnisatriðin sem þú nefnir hafa komið fram í fréttum mbl.is af máli þessu. Og um margt er ég sammála þér.

Varðandi það fyrsta, um að ekki hafi verið sannað að tækni Ferrari hafi verið notuð í bílum McLaren, er því við að bæta, að FIA þáði aldrei ítrekuð boð McLaren um að senda sérfræðinga FIA í bílsmiðjuna til að skoða bíl liðsins, teikningar og hönnunarforsendur og bera þá saman við bíla eða gögn Ferrari.

Þetta þykir mér veikja málstað íþróttaráðs FIA.

Því er ég sammála, að tölvupóstar og sms-skeyti sanna engar njósnir. Þessi gögn rýrðu hins vegar talsvert málstað McLaren sem hélt því stöðugt fram - og var trúað - á fyrra stigi málsins, að einungis Coughlan hefði verið með gögnin og engu dreift meðal liðsmanna. Þær upplýsingar sem Pedro de la Rosa fékk frá Coughlan (ekki úr 780 síðunum, heldur samtölum við Stepney), voru ekki notaðar neitt eða prófaðar, staðhæfir de la Rosa sjálfur, hann segir McLarenbílinn hafa verið svo frábrugðin Ferrarifáknum að ekkert hafi verið hægt að heimfæra þyngdardreifingu o.s.frv. upp á silfurörvarnar.

Varðandi Toyotamálið  þá man ég ekki hvort Ferrari klagaði mennina til FIA. Það gerði liðið hins vegar í þessu máli. Auðvitað eru þetta lík mál nema þar var um að ræða tvo tæknimenn Ferrari sem höfðu með sér gögn er þeir réðu sig til starfa hjá Toyota.

FIA hefur vissulega verið legið á hálsi að koma misjafnt fram í málum og skipta sér af hlutum hjá einu liði en ekki öðru. Mér fannst t.d. atvikið í tímatökunum í Búdapest vera innanhússmál McLaren. Óorði var komið á íþróttina, sagði FIA. En hvað með Ferrari í sömu tímatökum sem gleymdi að setja bensín á bíl Massa? Var það ekki niðrandi fyrir Ferrari og formúluna? Það mætti halda lengi áfram í þessum dúr!

Ég kannast ekki alveg við hjónaband Ferrari og Ecclestone. Hins vegar hefur forseti FIA, Max Mosley, lengi haft á sér það orð að vera liðinu einstaklega hliðhollur. Svo rammt kveður að því, að FIA er oft sagt skammstöfun fyrir "Ferrari Internationa Assistance"!

Varðandi hinn ólöglega botn Ferraribílsins þá sleppur liðið þar sem mælingakröfur FIA voru einfaldlega ekki nógu strangar til að leiða svindlið í ljós. Það sást hins vegar á ljósmyndum og kvikmyndum úr brautinni og eftir að McLaren hafði bent FIA á hvað væri á seyði voru mælikröfurnar gerðar nógu strangar til að uppræta botninn.

Vissulega var þarna svindl á ferðinni, brot gegn bókstaf og anda reglanna, en Ferrari slapp vegna ófullnægjandi mælinga.

Það má lesa um það í fréttum formúluvefjar mbl.is, að Stepney afhenti Coughlan 780 síðna plaggið í Barcelona í apríl. Sem sagt starfsmaður Ferrari afhenti starfsmanni McLaren gögnin. Þannig lýsir Coughlan því en Stepney hefur þrætt fyrir allt og allt og hefur haldið því fram að einhver annar liðsmaður Ferrari hafi verið þar á ferð.

Vissulega er Coughlan sökudólgur, það er hann sem kom McLaren í þennan vanda sem kostaði liðið á endanum 100 milljónir dollara og brottrekstur í keppni bílsmiða.

Aðal maðkurinn er hins vegar einn helsti tæknimaður Ferrari síðustu 15 árin eða svo. Nigel Stepney. 

Ágúst Ásgeirsson, 22.9.2007 kl. 14:53

2 Smámynd: Snuddi

Mér finnst soldið skondið að heyra í andstæðingum Ferrari í þessu máli, tek það fram að ég sjálfur er ekki Ferrari-maður frekar en Beneton-maður og fylgi Schumma þar sem hann fór en ekki Ferrari.

En það að halda að þegar einn af aðalhönnuðum liðs hafi gríðarlegt magn af upplýsingum um einn af toppbílunum að eitthvað hafi ekki lekið og hugmyndir verið notaðar er soldið langsótt finnst mér...og hefði verið skondið ef McLaren hefði bara sagt "já við erum á stolnum bíl að miklu leiti".....en við vitum öll að það myndi aldrei gerast. 

 Og það afsannaðist það sem McLaren hélt fram um að engin nema Coughlan hefði vitað þetta með þessum tölvupóstum og sms-um, þannig að þeir reyndu að telja fólki trú um sakleysi sitt þótt þeir væru ekki mjög saklausir.... Og það að hafa gögnin er sakarvert útaf fyrir sig..... ef þú situr ölvaður undir stýri en ekki kveikt á bílnum þá missir þú ökuréttindin, þótt ósannað sé að þú munir nokkurntíman keyra...... 

 Og whá hvað væri gaman að heyra í McLaren ofl ef þetta væri öfugt...þ.e.a.s. ef Ferrari hefði verið með gögn um McLaren bílinn, þeir hefðu verið hengdir á staðnum án dóms og laga af almenningi. 

Snuddi, 24.9.2007 kl. 08:35

3 Smámynd: Áddni

Sæll Snuddi.

Bendi þér á lesa gott komment frá Ágústi, sem að öðrum ólöstuðum er fróðari maður um innviði Formúluheimsins. 

Einnig er mjög fróðlegt að lesa eftirritið úr vitnaleiðslunum. 

Áddni, 26.9.2007 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband