Henley kallinn...aftur!

Mikið erum við mannverurnar furðuleg tæki! Eftir því sem að við best vitum, erum við einu verurnar sem að kanna og upplifa tilfinningaflóru okkar með það að markmiði að betra okkur. Og stundum reyndar ekki.

Hvenær á leiðinni fórum við að velta því fyrir okkur af hverju okkur líður svona og hvað veldur því ?

Hér fyrr á öldum var alltaf miklu mikilvægara að bæla tilfinningarnar og koma vel fyrir. Einhvern veginn held ég að það hafi verið ansi mikið um ástlaus sambönd og hjónabönd.

Á einn eða annan máta stjórnumst við orðið af tilfinningum okkar, hvort sem að þær eru góðar eða slæmar, og þeir valkostir sem að við tökum afurðir þeirra áhrifa sem að tilfinngar okkar valda.

Á hverjum morgni stöndum við frammi fyrir því að taka ákvörðun um hugarástand okkar þann daginn. Hvernig við lítum í spegilinn og sjáum okkur sjálf, ákvarðar mikið um það hvernig okkur líður þann daginn, og hvaða tilfinningar koma til með að stjórna hugsunum okkar. Þannig erum við afurð okkar eigin hugsana, okkar eigin tilfinninga, okkar eigin vals.

Á furðulegan máta setur þetta í samhengi og útskýrir hvað William Earnest Henley, átti við þegar að hann orti:

"I am the captain of my soul, I am the master of my fate!"

Fá lítil orð sem að hafa djúpa og sterka merkingu, en geta gefið okkur veganesti sem að á engan sinn líka í dagsins amstri.

Ég ætla að vera í góðu skapi í dag, og það fær enginn að eyðileggja það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Takk fyrir þetta Áddni minn

Betra að vera einsamall ágætur en með konu / karli óhamingjusamur

en hver er sinnar gæfu smiður og verður að meta það sem honum/henni er fyrir bestu

Ómar Ingi, 21.9.2007 kl. 21:30

2 Smámynd: Áddni

Mikið rétt;) Sem betur fer er ég blessaður með mikilli ást og yndislegum maka :)

Áddni, 21.9.2007 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband