Eins og sjá má á fyrirsögninni á þessari grein, er líkum látið að "njósnamálið" sé að trufla Lewis Hamilton verulega.
Hinsvegar...ef að skoðuð er heimasíða BBC Sport, þá er allt í einu allt annað upp á teningnum!
Þar er haft eftir Lewis Hamilton að hann hafi litlar áhyggjur af þessu! Sjá hér. Svona getur fyrirsögnin skapað fréttina, og "túlkun" orða ruglað sannleikann.
Þar sem að ég er nú smávægilega hlutdrægur að því leyti að ég trúi BBC, þá verð ég að lýsa vonbrigðum mínum með slælega copy/paste-æsifréttamennskuna hjá MBL. Það jaðrar við að að heimildirnar hafi verið fengnar frá jafn ábyggilegum miðlum og "The Sun" eða "Daily Mirror", miðlar sem að eru þekktir fyrir allt annað áreiðanleika!
Hamilton: njósnamálið gæti slökkt vonir um titil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Áddni
Þér verða á mikil mistök! Í frétt mbl.is er sagt frá ummælum Hamiltons í samtali við ITV en ekki BBC. Í Bretlandi er það ITV sem sendir frá formúlu-1 en ekki BBC. Á föstudeginum birti ITV venjubundið samtal við Hamilton sem tekið var í Monza, en hann situr alltaf fyrir svörum hjá ITV á föstudögum mótshelga.
Frá þessu samtali hafa margir fjölmiðlar sagt, þar á meðal formúluvefur mbl.is. Og BBC vitnar mjög til þessa samtals í sinni frétt. Þar eru meir að segja birt orðrétt ummælin um þann möguleika að öll uppskera hans í ár fari forgörðum verði McLaren refsað vegna njósnamálsins. Sem er kjarni fréttar mbl.is!
Ég skora á þig að lesa frétt BBC aftur og svo sjálft ITV-samtalið (http://www.itv-f1.com/Feature.aspx?Type=General&PO_ID=40595).
Ég er yfirleitt feginn að fá gagnrýni - viðbrögð frá notendum. Þú grípur hins vegar til mikilla sleggjudóma og dæmir eina frétt með einhverri allt annarri. Í ljósi pistils þíns er þín eigin höfundarkynning athyglisverð!
Var að lesa BBC-fréttina. Hamilton segir þar að hann trúi því ekki að njósnamálið verði til að svipta hann möguleika á titilinum. Það er kjarni málsins. Auðvitað ber hann sig vel og setur traust sitt á liðið, sem hann telur hafa hreinan skjöld og kveðst því ekki hafa stórar áhyggjur af fimmtudeginum.
Ég ætla að kíkja hér við seinna og sjá hvernig þú bregst við þessu svari. Þá býst ég við að þú verðir búinn að draga eitthvað í land með að á formúluvef mbl.is sé stunduð "slæleg copy/paste-æsifréttamennska". Sem er staðhæfing út í bláinn og rakalaus. Og væri ég ekki með margfaldan hákarlaskráp gagnvart óréttmætum aðfinnslum sem þessum þá væri ég stórlega móðgaður nú í kvöld.
Með kveðju
Ágúst Ásgeirsson, 10.9.2007 kl. 19:14
Ekkert út á þessa blaðamennsku að setja, enda má finna samsvaranir við hana víða. Til dæmis hjá Times, en þeir fjalla um málið á mjög svipaðan máta.
Sjá hér á vef The Times.
Áhyggjur Hamilton eru líklega réttmætar, enda ýmislegt sem bendir til þess að McLaren hafi ekki alfarið hreint mjöl í pokahorninu.
En nú er að bíða fimmtudagsins.... eða jafnvel lengur, því þetta gæti hæglega dregist eitthvað á langinn.
G. Tómas Gunnarsson, 11.9.2007 kl. 00:49
Sælir Ásgeir og Tómas.
Rauði þráðurinn sem að ég reyndi að tipla á þarna, var eins og ég sagði að fyrirsögn og túlkun (framsetning) fréttarinnar var mjög ólíkur á þessum tveimur miðlum.
Hjá BBC, var fyrirsögnin, og því hugarfar lesenda þannig að minna var gert úr áhyggjum hans, þó svo að textinn hafi verið sá sami.
Ég er ekki í persónulegum árásum Ásgeir, en því miður hefur fréttamennsku á mbl.is hrakað mjög, og copy/paste fyrirferðameira.
Sbr. færslu mína 1/9 þar sem að ekki bara gleymdist upprunalega að fjarlægja hluta upprunalegs texta, heldur einnig voru rangfærslur í honum.
Á blaðamönnum hvílir mikil ábyrgð, þar sem að þeir eru í aðstöðu til að móta almenningsálit og eiga að njóta trausts lesenda sinna.
Gagnrýni mín snýst um að í þessum mikla hraða tæknialdarinnar eru mistök orðin of algeng og pressan um að fréttir séu sölulegar, að fagmennska virðist eiga undir högg að sækja.
Þar sem að ég horfi nú á formúlunna á ITV, þá var ekki hægt að sjá á Hamilton í þessu viðtali að þetta væri að valda honum "hugarangri".
Áddni, 11.9.2007 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.