Sjálfsvitund

Ég hef oft velt því fyrir mér hvað það er sem að gerir okkur "betri" en dýrin. Því þegar að öllu er á botninn hvolft, þá erum við bara jú dýr líka.

Er það staðreyndin að við notum færni okkar til að breyta umhverfi okkar til að það henti okkur ? Það gera dýrin jú líka.

Er það hæfni okkar til að fæða okkur sjálf með því sem að í kringum okkur er ? Það gera dýrin líka.

Er það vegna þess að við höfum sjálfsvitund og erum meðvituð um okkar eigin tilveru ? Ég get nú ekki fullhæft um það, en eitthvað segir mér að dýrin séu það líka.

Er það ótrúlegt langlífi okkar ? Dýr geta nú orðið eldri en við.

Því meira sem að ég velti þessu fyrir mér, finnst mér við ekkert vera "betri" en dýrin. Við erum bara annars konar dýr.

Eini munurinn sem að ég sé á okkur og öðrum dýrum, er það að við drepum og beitum ofbeldi án nokkurs tilgangs. Nema ef vera skyldi græðgi og hreinni illsku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband