Nú er maður búinn að píska sjálfan sig upp í stemmingu og farinn að horfa á slatta á samsæriskenningamyndir!
Mér finnst alltaf persónulega gaman af því að sjá og heyra skoðanir annara, þótt að ég sé kannski ekki alltaf sammála þeim, þá eiga þær þó rétt á sér. Það er jú grundvöllur málfrelsi og persónulegs vaxtar.
Það er hinsvegar gaman að horfa á góðar samsæriskenningar ef að vel er unnið. Michael Moore er jú alltaf í uppáhaldi, enda var hann einn af þeim fystu til að benda á að mannfá elíta hefur tekið sig til og stolið heilli þjóð.
Ein sem að mér hefur líka fundist áhugaverð er myndin "The Power Of Nightmares" . Sem og allt sem að virðist koma frá BBC, er um einstaklega vel unnið verk og mjög raunsætt unnið úr efninu.
Skylduáhorf! Af hverju ?
Jú, það er ekki nóg að hafa málfrelsi, maður verður jú að mynda sér sjálfstæða skoðun líka :)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 787
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.