Það er merkilegt hvernig að sálin getur fundið sér samastað á mörgum stöðum í veröldinni.
Ég er nú kannski ekki sá víðförlasti sem að til er, en hef þó ferðast minn skerf og séð einn eða tvo hluti.
Ég hef einnig búið annars staðar og upplifað framandi hluti. Á mörgum þessum stöðum hefur mér liðið einstaklega vel og fundist að hér "ætti ég heima" eða að hér "gæti ég búið", þó svo að ég hafi bara komið þangað í stutta stund.
Af einhverjum völdum hefur þó að loknum þessum tímum verið gott að koma heim, og eftir því sem að aldurinn hefur færst yfir, verð ég sífellt meira stoltari af því að vera Íslendingur og búa hér. Ég verð meira og meira ástfanginn af landinu, þrátt fyrir margslungna harðneskju þess. Mest þykir mér vænt um frelsið hérna, sem að þótt að manni finnist það nú ekki alltaf, er ótrúlega mikið.
Eitt sem að ég hef fundið fyrir, eða öllu heldur áttað mig á í seinni tíð, er að það er ekki umhverfið, byggingarnar, loftslagið eða þægindin sem að ráða því hvað manni finnst um þann stað sem að maður er á, heldur er það fólkið.
Og þrátt fyrir hvað ég get bölvað okkur mikið, þá er fólkið hér alveg einstakt!
Sérstaklega þú!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.